29.10.08
26.10.08
Spunameistari ríkisins – ekki meir, ekki meir!
Nú um stundir boða fyrrum boðberar sk. „frelsis“ hér á landi helsi af alverstu sort, helsi hugans. Þeir segja ekki tímabært að leita sökudólga, og vilja með því takmarka frelsi okkar til athafna og réttmætra gjörða.
Þá sjaldan þeir hafa misst út úr sér orð eða tvö um sekt og ábyrgð hefst skemmtileg hringekja. Seðlabankinn segir „ekki ég“, heldur útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir segja „ekki ég“, heldur stjórnvöld. Stjórnvöld segja „ekki ég“, heldur útlenzka fjármálakreppan. Þar með bera allir og enginn ábyrgð, og hún, sem var svo mikil þegar þeir sátu sveittir við að skaffa sér laun, sést ei meir. Allir sitja á sínum stólum sem fyrr.
Barnaleikur einn kemur upp í hugann þegar þetta er skoðað: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Ha, ég? Ekki satt. Hann stal kökunni úr krúsinni í gær! Og þannig heldur hringekjan áfram hring eftir hring.
Þessi leikur er bæði einfaldur og afar gagnlegur. Almenningi er snúið í hringi og einfaldar sálir sem „einblína á einn sökudólg“ og stunda „nornaveiðar“ sjá ekki heildarmyndina: Allir eru sekir. Allir þurfa að víkja, missa æruna, embætti og stöðu sína í samfélaginu.
Þessi óaugljósa blanda sektar og sakleysis kristallast ágætlega í einni dæmisögu. Þegar sá sem ber ábyrgð á pólitískri einkavæðingu bankanna, án þess að því fylgdi skýr lagarammi, með afleiðingum sem nú eru öllum kunnar, reyndi að hemja þá gengdarlausu misnotkun fjölmiðlanna sem viðgengist hefur, var þeirri sömu áróðursmaskínu beitt á snilldarlegan hátt (Goebbels hefði orðið hrifinn) og almenningur snerist á móti takmörkunum eignarhalds, og aðalklappstýra auðmannanna neitaði að skrifa undir lögin. Þessi staðreynd hvítþvær engann. Eins og fyrr segir: Allir eru sekir.
Hvers vegna er áðurnefnd hringekja sett á stað? Svarið er nokkuð augljóst, til að halda annarri stærri hringekju smurðri. Það er sú hringekja sem nú hefur nú keyrt í kaf, hringekja einkavæðingar stofnanna sem starfa í almannaþágu, síversnandi almannaþjónustu, ofureigna örfárra, þyngingu skuldaklafa neyzlugraðs almennings; með öðrum orðum: viðhald hins sama hugmyndafræðilega þrælahalds og viðgengist hefur undanfarin ár.
Í landinu er félagafrelsi svo ekki gengur að banna Sjálfsóknarflokkinn. Því er okkur frjálst að kjósa hann og viðhlæjendur hans, Framasókn og Sankfylkingu. En með því erum við að aðstoða við að smyrja þá vél sem bundið hefur hugsun okkar og gjörðir; með fyrirsjáanlegum þeim afleiðingum sem öllum eru kunnar, og koma regluglega í ríkjandi kerfi, óðaverðbólgu og gjaldeyrisskorti.
Og hvað er þá til ráða? Svarið er nokkuð augljóst. Koma þarf á kerfi sem ekki er byggt utan um peninga, auðsöfnun, græðgi, takmarkalausan vöxt. Koma þarf á kerfi sem tekur tillit til manneskjunnar, með velferðakerfi sem ekki hefur hagnað sem grunneiningu, og tekur tillit til þarfa mannsins fyrir menningu og andlegt líf, og án þess að lægstu hvatir forðasöfnunar ráði stjórnvöldum og fjölmiðlum. Einnig þarf að hyggja að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Sú staða er tryggust í sem nánustu samstarfi við nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef það svo sýnir sig að íslenzka krónan þjónar ekki hlutverki sínu lengur má taka aftur upp það kerfi sem komið var á fót 1873, þegar Norðurlandaþjóðirnar lögðu niður ríkisdali og aðrar myntir og tóku upp krónur, sem voru bundnar sama gengi.
Þá sjaldan þeir hafa misst út úr sér orð eða tvö um sekt og ábyrgð hefst skemmtileg hringekja. Seðlabankinn segir „ekki ég“, heldur útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir segja „ekki ég“, heldur stjórnvöld. Stjórnvöld segja „ekki ég“, heldur útlenzka fjármálakreppan. Þar með bera allir og enginn ábyrgð, og hún, sem var svo mikil þegar þeir sátu sveittir við að skaffa sér laun, sést ei meir. Allir sitja á sínum stólum sem fyrr.
Barnaleikur einn kemur upp í hugann þegar þetta er skoðað: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Ha, ég? Ekki satt. Hann stal kökunni úr krúsinni í gær! Og þannig heldur hringekjan áfram hring eftir hring.
Þessi leikur er bæði einfaldur og afar gagnlegur. Almenningi er snúið í hringi og einfaldar sálir sem „einblína á einn sökudólg“ og stunda „nornaveiðar“ sjá ekki heildarmyndina: Allir eru sekir. Allir þurfa að víkja, missa æruna, embætti og stöðu sína í samfélaginu.
Þessi óaugljósa blanda sektar og sakleysis kristallast ágætlega í einni dæmisögu. Þegar sá sem ber ábyrgð á pólitískri einkavæðingu bankanna, án þess að því fylgdi skýr lagarammi, með afleiðingum sem nú eru öllum kunnar, reyndi að hemja þá gengdarlausu misnotkun fjölmiðlanna sem viðgengist hefur, var þeirri sömu áróðursmaskínu beitt á snilldarlegan hátt (Goebbels hefði orðið hrifinn) og almenningur snerist á móti takmörkunum eignarhalds, og aðalklappstýra auðmannanna neitaði að skrifa undir lögin. Þessi staðreynd hvítþvær engann. Eins og fyrr segir: Allir eru sekir.
Hvers vegna er áðurnefnd hringekja sett á stað? Svarið er nokkuð augljóst, til að halda annarri stærri hringekju smurðri. Það er sú hringekja sem nú hefur nú keyrt í kaf, hringekja einkavæðingar stofnanna sem starfa í almannaþágu, síversnandi almannaþjónustu, ofureigna örfárra, þyngingu skuldaklafa neyzlugraðs almennings; með öðrum orðum: viðhald hins sama hugmyndafræðilega þrælahalds og viðgengist hefur undanfarin ár.
Í landinu er félagafrelsi svo ekki gengur að banna Sjálfsóknarflokkinn. Því er okkur frjálst að kjósa hann og viðhlæjendur hans, Framasókn og Sankfylkingu. En með því erum við að aðstoða við að smyrja þá vél sem bundið hefur hugsun okkar og gjörðir; með fyrirsjáanlegum þeim afleiðingum sem öllum eru kunnar, og koma regluglega í ríkjandi kerfi, óðaverðbólgu og gjaldeyrisskorti.
Og hvað er þá til ráða? Svarið er nokkuð augljóst. Koma þarf á kerfi sem ekki er byggt utan um peninga, auðsöfnun, græðgi, takmarkalausan vöxt. Koma þarf á kerfi sem tekur tillit til manneskjunnar, með velferðakerfi sem ekki hefur hagnað sem grunneiningu, og tekur tillit til þarfa mannsins fyrir menningu og andlegt líf, og án þess að lægstu hvatir forðasöfnunar ráði stjórnvöldum og fjölmiðlum. Einnig þarf að hyggja að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Sú staða er tryggust í sem nánustu samstarfi við nágranna okkar á Norðurlöndum. Ef það svo sýnir sig að íslenzka krónan þjónar ekki hlutverki sínu lengur má taka aftur upp það kerfi sem komið var á fót 1873, þegar Norðurlandaþjóðirnar lögðu niður ríkisdali og aðrar myntir og tóku upp krónur, sem voru bundnar sama gengi.
20.10.08
Blessuð síldin
Telpa ein spurði um síld. Hún sagði: Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar? – Ég læt ekki undir höfuð leggjast að svara. Svar mitt er svona:
Blessuð síldin, sem syndir óravegu silfurhreistruð og fögur um hina dýpstu sjói, og syndir í hópum og torfum, og hver síldin horfir á aðra með opin augun af því að þeim vill hún aldrei loka, ekki einu sinni þegar hún deyr, og engin þeirra hefur nafn.
Óvinir hennar eru margir. Sjómaðurinn sem stendur á skipinu sínu og horfir í sjóinn og hugsar með sér hvað síldin sé góð og allt fólkið verði glatt þegar það fær síld að borða yfir veturinn því þá er hún bezt og kýrnar sem fá mjölið í tunnum og í fjósinu þannig að reykurinn stendur úr grönunum. Sömuleiðis ærin sem eru svo þreytt á vorin eftir að hafa átt lömbin, en á samt eftir að mjólka ofaní þau allt sumarið og fram í haust. En sjómaðurinn er ekki óvinur síldarinnar. Hann elskar hana og ber hag hennar fyrir sínu eigin glaða brjósti.
Ýsan sem horfir daufum augum yfir botninn og finnur svo vel fyrir öllum sjónum í gegnum svörtu röndina á síðunni. Hún étur egg og seiði síldarinnar, en þekkir hana ekki þegar hún verður stór. Þegar síldin og ýsan mætast horfir síldin á ýsuna, og veit að hún gaf henni líf, með því að éta hana ekki í æsku. Þessvegna hatar síldin ýsuna. – Ýsan virðir ekki síldina viðlits.
Marglyttan syndir slímug um sjóinn og deyðir ótal af litlum seiðum, sem ennþá vita jafn lítið um sjóinn og marglyttan sjálf. Hún veit ekki einusinni að hún er til, þar sem hún fálmar með eitraðan faðm sinn. Og hver getur því láð henni, að hún drepi lítil síli, svosem í ógáti?
Allir fuglarnir í fuglabjörgunum; lundi, álka, langvía, rauðfætta teistan, geirfugl, fýll og rita, og drottning sjófuglanna – súlan – éta ókjör af síld. Eftir því sem hún kemur nær hafborðinu, þar sem er bjartara og hlýrra, eru fuglarnir nær því að veiða hana í sín beittu nef. Þeir hremma hana og halda, og sporðrenna svo við tækifæri í einum teyg. Þegar fuglinn flýgur af bjarginu og yfir sjóinn, finnur hann brátt stað, þar sem krökkt er af síld undir niðri. Hann þarf ekki nema að rétt seilast undir þunna skel sjávarborðsins, og þar bíða hans síldir í þúsundatali. En það er dimmur heimur, og fuglinum óþekktur, nema sem uppspretta silfraðra gnægta. Einsog gráðugur og sjálfumglaður pelíkani belgir hann sig út af síld, og hugsar ekki meir um það. Svona eru fuglar syndlausar skepnur. Síldin hinsvegar sér aldrei fuglinn, bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið fyrren hann hefur náð henni.
Í hafinu búa margir hraðsyndir fiskar. Það eru blóðrík og straumlöguð makríli og túnfiskar, bröndóttir svo að bráðfiskarnir eigi verr með að sjá þá. Það eru líka kaldhjarta fiskar með þvag í vefjunum; hákarlinn og hámerin. Þeir stinga sér í síldartorfurnar og háma í sig því sem þeir ná. Stundum nær síldin að víkja sér frá, því að torfan veit öll hvar veiðifiskurinn kemur að henni. Hinir hraðsyndu fiskar haga sér að öllu leyti einsog naut, sem ólmast og stangar heysæti og þeytir því í loft; þeir synda í allskyns krókum og sveigja sporðinn gegnum vöðuna. Þessum leik hafa þeir gaman af – og síldin víkur sér fimlega frá.
Selurinn býr við sjóinn. Líka hann sækir í síldarvöðurnar. Öll torfan veit af honum, en hann veit líka af henni í gegnum sitt ofurnæma hvoftaskegg. Þegar hann svo kemur úr kafinu rís ekki nema hausinn úr sjónum. Þá hefur selurinn mannsaugu. Er hægt að áfellast sel með mannsaugu?
Frændi selsins, hin skjótti háhyrningur, étur síld. Vopnaður fjöldamörgum tönnum siglir hann gegnum höfin blá, þartil hann finnur göngukorn af síld. Í grimmd sinni smalar hann henni saman með því að synda hring eftir hring kringum torfuna, þrengra og þrengra, æ krappara. Þá slær hann öflugum sporðinum í safnið og rotar síldina til dauðs. Háhyrningurinn er þó varla óvinur síldarinnar. Það eru bara djúplæg svengd og þorsti háhyrningsins sem birtast í þessu grimmdarlíki.
Og síldin gengur endalaust um sjóinn, allt eftir því hvar henni líkar best.
Óvinur síldarinnar er ég.
Þegar ég keyri á fjöruna með risastór gúmídekk undir bílnum er ég óvinur síldarinnar. Þegar ég stend uppi á hólnum og yggli mig út í sjóinn og veðrið, er ég óvinur síldarinnar. Þegar ég ríð ofan eftir garði svo snarpt að allar kindurnar hrökkva í burtu. Þegar ég kyndi svo hratt að ég ég sé ekki hvert ég er að fara fyrir gufu og þegar snjórinn fyllir vitin í æðisfenginni drífu, svo að ég strýk af andlitinu með berum lófanum. Þegar ég sit á ferð og finnst ég svo þungur að ég snerti ekki stýrið nema með þumlunum. Þegar droparnir hrynja neðan af þakskegginu einsog af augabrúnum mínum, og ég stend og horfi eftir endilangri götunni.
Ég – er óvinur síldarinnar.
Blessuð síldin, sem syndir óravegu silfurhreistruð og fögur um hina dýpstu sjói, og syndir í hópum og torfum, og hver síldin horfir á aðra með opin augun af því að þeim vill hún aldrei loka, ekki einu sinni þegar hún deyr, og engin þeirra hefur nafn.
Óvinir hennar eru margir. Sjómaðurinn sem stendur á skipinu sínu og horfir í sjóinn og hugsar með sér hvað síldin sé góð og allt fólkið verði glatt þegar það fær síld að borða yfir veturinn því þá er hún bezt og kýrnar sem fá mjölið í tunnum og í fjósinu þannig að reykurinn stendur úr grönunum. Sömuleiðis ærin sem eru svo þreytt á vorin eftir að hafa átt lömbin, en á samt eftir að mjólka ofaní þau allt sumarið og fram í haust. En sjómaðurinn er ekki óvinur síldarinnar. Hann elskar hana og ber hag hennar fyrir sínu eigin glaða brjósti.
Ýsan sem horfir daufum augum yfir botninn og finnur svo vel fyrir öllum sjónum í gegnum svörtu röndina á síðunni. Hún étur egg og seiði síldarinnar, en þekkir hana ekki þegar hún verður stór. Þegar síldin og ýsan mætast horfir síldin á ýsuna, og veit að hún gaf henni líf, með því að éta hana ekki í æsku. Þessvegna hatar síldin ýsuna. – Ýsan virðir ekki síldina viðlits.
Marglyttan syndir slímug um sjóinn og deyðir ótal af litlum seiðum, sem ennþá vita jafn lítið um sjóinn og marglyttan sjálf. Hún veit ekki einusinni að hún er til, þar sem hún fálmar með eitraðan faðm sinn. Og hver getur því láð henni, að hún drepi lítil síli, svosem í ógáti?
Allir fuglarnir í fuglabjörgunum; lundi, álka, langvía, rauðfætta teistan, geirfugl, fýll og rita, og drottning sjófuglanna – súlan – éta ókjör af síld. Eftir því sem hún kemur nær hafborðinu, þar sem er bjartara og hlýrra, eru fuglarnir nær því að veiða hana í sín beittu nef. Þeir hremma hana og halda, og sporðrenna svo við tækifæri í einum teyg. Þegar fuglinn flýgur af bjarginu og yfir sjóinn, finnur hann brátt stað, þar sem krökkt er af síld undir niðri. Hann þarf ekki nema að rétt seilast undir þunna skel sjávarborðsins, og þar bíða hans síldir í þúsundatali. En það er dimmur heimur, og fuglinum óþekktur, nema sem uppspretta silfraðra gnægta. Einsog gráðugur og sjálfumglaður pelíkani belgir hann sig út af síld, og hugsar ekki meir um það. Svona eru fuglar syndlausar skepnur. Síldin hinsvegar sér aldrei fuglinn, bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið fyrren hann hefur náð henni.
Í hafinu búa margir hraðsyndir fiskar. Það eru blóðrík og straumlöguð makríli og túnfiskar, bröndóttir svo að bráðfiskarnir eigi verr með að sjá þá. Það eru líka kaldhjarta fiskar með þvag í vefjunum; hákarlinn og hámerin. Þeir stinga sér í síldartorfurnar og háma í sig því sem þeir ná. Stundum nær síldin að víkja sér frá, því að torfan veit öll hvar veiðifiskurinn kemur að henni. Hinir hraðsyndu fiskar haga sér að öllu leyti einsog naut, sem ólmast og stangar heysæti og þeytir því í loft; þeir synda í allskyns krókum og sveigja sporðinn gegnum vöðuna. Þessum leik hafa þeir gaman af – og síldin víkur sér fimlega frá.
Selurinn býr við sjóinn. Líka hann sækir í síldarvöðurnar. Öll torfan veit af honum, en hann veit líka af henni í gegnum sitt ofurnæma hvoftaskegg. Þegar hann svo kemur úr kafinu rís ekki nema hausinn úr sjónum. Þá hefur selurinn mannsaugu. Er hægt að áfellast sel með mannsaugu?
Frændi selsins, hin skjótti háhyrningur, étur síld. Vopnaður fjöldamörgum tönnum siglir hann gegnum höfin blá, þartil hann finnur göngukorn af síld. Í grimmd sinni smalar hann henni saman með því að synda hring eftir hring kringum torfuna, þrengra og þrengra, æ krappara. Þá slær hann öflugum sporðinum í safnið og rotar síldina til dauðs. Háhyrningurinn er þó varla óvinur síldarinnar. Það eru bara djúplæg svengd og þorsti háhyrningsins sem birtast í þessu grimmdarlíki.
Og síldin gengur endalaust um sjóinn, allt eftir því hvar henni líkar best.
Óvinur síldarinnar er ég.
Þegar ég keyri á fjöruna með risastór gúmídekk undir bílnum er ég óvinur síldarinnar. Þegar ég stend uppi á hólnum og yggli mig út í sjóinn og veðrið, er ég óvinur síldarinnar. Þegar ég ríð ofan eftir garði svo snarpt að allar kindurnar hrökkva í burtu. Þegar ég kyndi svo hratt að ég ég sé ekki hvert ég er að fara fyrir gufu og þegar snjórinn fyllir vitin í æðisfenginni drífu, svo að ég strýk af andlitinu með berum lófanum. Þegar ég sit á ferð og finnst ég svo þungur að ég snerti ekki stýrið nema með þumlunum. Þegar droparnir hrynja neðan af þakskegginu einsog af augabrúnum mínum, og ég stend og horfi eftir endilangri götunni.
Ég – er óvinur síldarinnar.
17.10.08
Ljós í myrkrinu
Nú fyrir skemmstu var endurtendruð friðarsúla Yokoar Onoar. Sjái maður hana lýsa þráðbeint upp í himinhvolfið fer ekki hjá því að hugrenningartengsl myndist við aðra ljósasúlu, ljósasúlu sem einungis er tendruð í neyð. Það er ljósasúla sú, er boðar Batman, leðurblökumanninn, til hjálpar íbúum Goþamborgar. En nú ríkir neyð á Íslandi. Gjaldeyrir okkar er verðlítið grey, & samhent lið ábyrgðalausra skemmdarvarga úr röðum stjórnmála- & fjárglæframanna keppist við að ljúga því að okkur að best sé að standa saman & firra alla prókúruhafa ábyrgð.
En ljósasúla Yokoar boðar ekki Batman á vettvang. Þótt það væri ekki slæmur kostur, því Bruce Wayne er auðmaður sjálfur & þekkir því til athafna slíkra, & ætti því að vera hægur leikur honum að lúskra á þeim.
Boðskapur Johns Lennons, þess sem friðarsúlan kallar til, var hinsvegar sá, að eignir & annar vermir af skammgóða taginu væru þunnur þrettándi. Þeim, sem nú sligast undir neyzlulánum í erlendri mynt geta huggað sig við það, að þeirra trú hefur tapað gildi sínu, þeirra von um skjótfenginn sívaxandi gróða hefur gufað upp & þeirra byrði er ekki meiri en svo, að þurfa að standa skil á reikningum sínum, & þeirra sem þeim sögðu að ekki væri nokkur áhætta í því fólgin, að þiggja fé á erlendu láni, endurfjármagna íbúðalánið og kaupa eiturspúandi auðvaldsjeppa fyrir afganginn.
Þeim sem ekki tóku þátt í kauphlaupinu er huggun í því, að þeirra byrði er ekki meiri en svo, að þurfa að greiða reikninga þeirra, sem ábyrgð bera á reikningnum. Þeirra trú er hin sama sem fyrr.
En mikið væri það nú gott, ef John Lennon myndi anza kalli kastarans í Viðey, & kæmi skuldurum þessa lanz til bjargar á næsta gjalddaga.
En ljósasúla Yokoar boðar ekki Batman á vettvang. Þótt það væri ekki slæmur kostur, því Bruce Wayne er auðmaður sjálfur & þekkir því til athafna slíkra, & ætti því að vera hægur leikur honum að lúskra á þeim.
Boðskapur Johns Lennons, þess sem friðarsúlan kallar til, var hinsvegar sá, að eignir & annar vermir af skammgóða taginu væru þunnur þrettándi. Þeim, sem nú sligast undir neyzlulánum í erlendri mynt geta huggað sig við það, að þeirra trú hefur tapað gildi sínu, þeirra von um skjótfenginn sívaxandi gróða hefur gufað upp & þeirra byrði er ekki meiri en svo, að þurfa að standa skil á reikningum sínum, & þeirra sem þeim sögðu að ekki væri nokkur áhætta í því fólgin, að þiggja fé á erlendu láni, endurfjármagna íbúðalánið og kaupa eiturspúandi auðvaldsjeppa fyrir afganginn.
Þeim sem ekki tóku þátt í kauphlaupinu er huggun í því, að þeirra byrði er ekki meiri en svo, að þurfa að greiða reikninga þeirra, sem ábyrgð bera á reikningnum. Þeirra trú er hin sama sem fyrr.
En mikið væri það nú gott, ef John Lennon myndi anza kalli kastarans í Viðey, & kæmi skuldurum þessa lanz til bjargar á næsta gjalddaga.
15.10.08
Ísland og Holland
Neðangreint kvæði hefur verið birt áður hér á þessum vef, en ég tel fulla ástæðu til að kasta því fram á nýjan leik, enda á það betur við nú en oft áður.
Ísland og Holland e. Gunnar Pálsson (1714-1791).
Ef menn vildu Ísland
eins með fara og Holland,
held ég varla Holland
hálfu betra en Ísland.
Auðugt nóg er Ísland
af ýmsu, er vantar Holland.
Eða hví vill Holland
hjálpa sér við Ísland?
(Hér prentað eftir: Sigurður Nordal: Íslenzk lestrarbók. 4. prentun. Reykjavík, 1947. Bls. 13.)
Ísland og Holland e. Gunnar Pálsson (1714-1791).
Ef menn vildu Ísland
eins með fara og Holland,
held ég varla Holland
hálfu betra en Ísland.
Auðugt nóg er Ísland
af ýmsu, er vantar Holland.
Eða hví vill Holland
hjálpa sér við Ísland?
(Hér prentað eftir: Sigurður Nordal: Íslenzk lestrarbók. 4. prentun. Reykjavík, 1947. Bls. 13.)
13.10.08
8.10.08
Um umræðu og ástand
Úr Bréfi til Maríu eftir Einar Má Jónsson, bls. 50-52 (Ormstunga, 2007):
Úr stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi 2008:
„Í lokin […] kom fréttamaðurinn aftur á skjáinn og sagði alvarlegur í bragði: „Leiðinlegt atvik gerðist þegar skrúðgangan var að leggja af stað. Óknyttakrakki veittist að Keisaranum með svívirðingum og aðdróttunum og æpti jafnvel upp, að hann væri ekki í neinu. Tryggum þegnum Keisarans sem voru nærstaddir blöskraði þessi ósvinna og þeim tókst að stöðva fúkyrðaflauminn. Þetta illa uppalda barn hefur nú verið fengið í hendur færustu uppeldissálfræðingum sem völ er á, og búast má við því að rannsókn verði gerð í máli foreldra sem svo mjög hafa brugðist skyldum sínum. En til að fá betri skýringu á þessu höfum við fengið hingað einn af okkar færustu hagfræðingum.“
Hann gaf síðan orðið manni sem sat við hliðina á honum.
„Það er óþarfi að gera mikið úr þessu“, sagði hagfræðingurinn alvarlegur í bragði. „Enginn getur tekið minnsta mark á orðbragði eins og því sem barnið hafði í frammi, það er svo augljós fjarstæða. Veit þessi krakki nákvæmlega hver eru rétt hlutföll af polyester og geitarull í híalíni? kann hann skil á þeim nýju og fullkomnu tölvum sem nú eru settar í vefstóla? Þekkir hann lögmál ljósfræðinnar, og skilur hann hvað felst í því frumspekilega hugtaki að vera „sýnilegur“? Hefur hann einhverja þekkingu á skipulagi textílframleiðslunnar í Tannú-Túva? Hefur hann kynnt sér þær samsteypur, fjármálafyrirtæki og grúppur sem ráða nú vefnaðarverslun í heiminum? Hefur hann yfirleitt heyrt getið um þá tækni sem gerir nú kleift að senda textíl með tölvupósti? Hefur hann nokkra minnstu nasasjón af sniðum og útskurðum og niðurskurðum í nútímafatahönnun? Nei, ekkert af þessu veit krakkinn, hann kann hvorki efnafræði, né tölvuvísindi, né heldur hagfræði. Því er ljóst að hann getur ekki sagt neitt af nokkru viti um nýju fötin Keisarans. Þeir sem hafa svo litla þekkingu, á hvaða aldri sem þeir eru, ættu að sýna sóma sinn í að borða karamellur og þegja.“
[…]
En um þetta er meira að segja, meira en þú kannske býst við. Keisarinn var þarna íklæddur sínum nýju fötum. En hann var líka íklæddur öðru, hann var íklæddur hagfræðinni, sem hann hefur nú lesið niður í kjölinn, hann var íklæddur stjórnunarfræðunum, efnahagsáætlununum, efnahagsum-bótunum, öllu þessu, sem eru hin sönnu nýju föt.“
Gat nokkur maður haft nokkrar minnstu efasemdir eftir þessi snjöllu orð hagfræðingsins? Það hefur ekki enn komið í ljós.“
Úr stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi 2008:
„Allir vissu að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn sá fyrir þann storm sem skall á sl. vetur og fer nú um efnahagskerfi heimsins með mikilli eyðileggingu.“