Lesnir;

9.8.05

Getraun II

Hver ritaði svo:

Aldrei sýnir menntan manna fagrari ávöxtu en þegar mönnum tekst að samlaga sig til að koma fram mikilvægum og viturlegum fyrirtækjum. Sérhver sá, sem þekkir náttúru mannsins, veit, hversu nærri sjálfsþótti og eigingirni liggur eðli hans og lýsir sér með margvíslegum hætti, sem bráðlega getur raskað eða sundrað félagsskap, ef menn vantar þann áhuga til að framkvæma tilgáng félagsins, eða lag það og lempni, sem kann að greina hið meira frá hinu minna og meta það mest, sem mest er vert. Á þessu verður því meira vandhæfi, þegar hugleitt er, að félagsskapur verður að vera byggður á jöfnum réttindum allra félagsmanna og hver einn þó að hafa svo mikið ráðrúm, að hann geti varið öllu sínu megni tilgángi félagsins til framkvæmdar, ef því yrði við komið. Eigi þvílíkur jöfnuður réttinda að haldast til lengdar, er auðsætt, að mikils hófs þarf að gæta á báðar hendur, svo enginn missi réttinda sinna og engum sé heldur bægt frá að vinna félaginu það gagn, sem hann getur unnið eða vill vinna.