Lesnir;

24.8.06

Bloch og einsagan

Ég las fyrir nokkru bók eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (í enskri þýðingu, ég kann því miður ekki frönsku) sem heitir the Historian’s Craft – iðn sagnfræðingsins.1 Í ljósi nýrra tískustrauma í sagnfræði – þá á ég sérstaklega við einn arm póstmódernískrar sagnfræði, einsögu – fannst mér þessi kafli áhugaverður:

„In a word, a historical phenomenon can never be understood apart from its moment in time. This is true of every evolutionary stage, our own and all others. As the old Arab proverb has it: “Men resemble their times more than they do their fathers.” Disregard of this Oriental wisdom has sometimes brought discredit to the study of the past.“2

Bloch hefði allt eins getað skrifað „will bring discredit to the study of the past“, vegna þess að nú á hinum síðustu og verstu hefur sprottið upp sú gerð sagnfræði sem kennd er við einsögu. Hennar helsta markmið virðist vera að „hafna stofnannasögunni“, „hafna yfirlitssögunni“, „blása til uppreisnar“ o.s.frv.

Það sem þessi innihaldsrýru slagorð þýða í praxís er að þegar ritað er um eitthvað sögulegt, t.d. bónda sem hélt dagbók (sem virðist vera eitt af afar fáum viðfangsefnum sem einsagan ræður við), þá er eingöngu notast við téða dagbók í sagnfræðilegu greiningunni og ekkert annað, saga bóndans er ekki sett í samhengi við aldarfar, atburði, pólitík, annað fólk eða neitt sem tengst getur hinu illa yfirliti.

Enda er það ekki nema von að hin s.k. einsaga mæti mótlæti af hálfu sagnfræðinga sem nenna að vinna vinnuna sína.

___
1 Bloch náði samt ekki að klára bókina, því hann var drepinn af Gestapo árið 1944 – hann var júði.
2 Marc Bloch: The Historian’s Craft. Peter Putnam þýddi. Manchester 200411 (1954). Bls. 29.