Lesnir;

15.10.08

Ísland og Holland

Neðangreint kvæði hefur verið birt áður hér á þessum vef, en ég tel fulla ástæðu til að kasta því fram á nýjan leik, enda á það betur við nú en oft áður.

Ísland og Holland e. Gunnar Pálsson (1714-1791).

Ef menn vildu Ísland
eins með fara og Holland,
held ég varla Holland
hálfu betra en Ísland.
Auðugt nóg er Ísland
af ýmsu, er vantar Holland.
Eða hví vill Holland
hjálpa sér við Ísland?

(Hér prentað eftir: Sigurður Nordal: Íslenzk lestrarbók. 4. prentun. Reykjavík, 1947. Bls. 13.)

1 skilaboð:

  • Já, eða e.t.v. öllu heldur — hví vildi?

    Sú tilhugsun að Hollendingar skyldu geyma fjármuni sína, milljörðum saman, á íslenskum reikningum hefði honum nafna þínum áreiðanlega þótt fjarstæðukennd, í upphafi 18. aldar.

    „Við“ notum aðra, aðrir nota okkur. Þannig gengur það víst bara til í heiminum.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 3:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða