Í dag er afmæli. Horft um öxl
Inngangur:
Þessar hugleiðingar skrifaði ég fyrir nokkru; byrjaði liggjandi í rúminu á gistiheimili við Kaznaceiskaja-götu, og hélt áfram með tveimur kaffibollum á kaffihúsi við Nevskij-breiðstræti.
- Það fór ekki svo að ég mætti 28. janúar í Arkangelsk. Þetta varð fyrsti dagurinn af þremur í Sankti-Pétursborg, en þangað bauðst ég til að fara með nauðsynlega pappíra viðvíkjandi því hvort ég, og í leiðinni tveir Perúmenn, hefðum áreiðanlega löggilt stúdentspróf. Og gerði úr því örlitla menningar- og skemmtiferð, svona til upplyftingar þegar dagarnir eru sem grábotnóttastir hérna fyrir norðan.
- - -
Kæru lesendur. Kæru vinir.
Í dag eru slétt fimm ár síðan ég kom til Arkangelsk.
Gísli Súrsson var skógarmaður á Vestfjörðum í fjórtán ár. Halldór Laxness bjó með munkum í Lúxemborg og Lundúnum í tæp tvö ár; Jónas frá Hriflu kynntist deiglu samvinnuhreyfingar og framsækins skólastarfs við fjögurra ára námsdvöl sína víða í Evrópu. Og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var lengi í Kaupmannahöfn og dó þar að lokum.
Það má nú bæta því við hér að framan, að ég kom til Arkangelsk í febrúar 2003. Það var með skiptinemasamtökunum. Við vorum þar í fjóra daga að mig minnir. Síðan þá man ég sæmilega eftir miðbænum.
En 28. janúar 2005 hafði ég frá því um morguninn verið á ferðinni frá Keflavík. Um kvöldið kom ég, þrútinn í framann af þorsta, svefnleysi og flugvallaþreytu. Það er á mörkunum að hægt sé að komast með góðu móti frá Íslandi til Arkangelsk á einum degi.
Það var grimmdarfrost á flugvellinum og blés töluvert. Flugvélin stóð á vellinum og farþegarnir gengu niður landtröppurnar. Það var kominn bíll, gamall trukkur með aftanávagn. Hann var orðinn fullur þegar við, um það bil seinustu 20 farþegarnir, vorum komnir niður á jörð. Hann ók í burtu.
Við stóðum í fjúki og kulda, sérstaklega var mér kalt, enda þreyttur og lítt klæddur. Ég hafði ekki hugsað út í það, að landgangurinn er beint út á götu í Arkangelsk.
Það mun hafa verið 10 gráðu frost, snjókoma og sunnan gola. Það hljómar nú kannski ekki svo ógurlega, en í minningunni var veðrið hræðilegt, og í ritgerðarkorni einu tókst mér síðar að skrifa að «vindurinn hafi blásið dýrslega». Fjúkið var þó þannig að það sást ekki glögglega sjálf flugstöðin.
Eftir drjúga stund, þegar hópurinn hafði staðið og beðið eftir því að bíllinn kæmi aftur og ferjaði okkur yfir völlinn, lögðu nokkrir af stað fótgangandi, og í framhaldi af því allur hópurinn. Það var um 100 metra gangur að útgönguhliðinu.
Við hliðið biðu mín Kalínín og Komarova. Kalínín þessi var yfirmaður útlendingadeildar háskólans, og titlaði sig deildarforseta. Hámenntaður, með doktorspróf í fíknilyfjafræði (narkologia), en hélst ekki lengur í starfinu en til vors; gufaði upp og hefur síðan þá dúkkað upp hér og þar. Á Komarovu þekkti ég engin deili, en seinna vissi ég að hún er aðstoðarrektor, sem fer meðal annars með mál erlendra nema.
Við fórum inn í flugstöðina og náðum í farangur minn, og tókum svo leigubíl inn í borgina. Vegurinn þangað liggur yfir nokkrar brýr, skurði og runnamýri. Ég veit ekki hvað þetta var löng leið, og áttaði mig engan veginn á stefnunni, en eftir þetta hef ég farið þessa braut all-oft.
Kalínín kom með mér uppá heimavist og sýndi mér herbergið. Þar bjuggu fyrir tveir innfæddir hagfræðinemar, sem tóku mér ágætlega. Ég kom töskunum fyrir meira og minna, og lagðist svo til svefns.
Morguninn eftir beið ég á vissum tíma samkvæmt samkomulagi niðri á tröppunum eftir dóttur Kalíníns, skólastelpu á að giska 16 ára. Ásamt vinkonu sinni sýndi hún mér gegnum borgina. Þetta var vel boðið, því að ég bjó ekki að því að verða sýndur staðurinn af löndum mínum, sem væru hér kunnugir.
Þaðan komst ég einn með strætisvagni aftur upp á heimavistina. Seinna um daginn gekk ég á símstöðina, sem ég vissi frá fornu fari hvar var, og hringdi heim. Mér sýndist óráð að eyða meiru en fimm mínútum í símkostnað; óskaplegra símtal hef ég varla átt. Mamma sagði mér að amma hefði sagt, að ég vissi ekkert útí hvað ég væri að fara. Sem er kannski rétt.
En þó að það hafi kannski verið rennt blint í laugina þá, þá finnst mér núna einsog ég damli sæmilega í sjónum. Kannski var þetta fyrsta hálfa ár einn ríflegasti tími sem ég hef átt; lærði margt nýtt, var óhræddur við flest, tók stórum framförum í tungumáli og lét mér fátt brenna fyrir brjósti. Og veturnir á eftir í mörgu tilliti ekki síðri.
Vefsíða þessu hefur verið mér kær þennan tíma. Það er gott að eiga akkeri og vettfang til að birta það sem maður telur að eigi ef til vill eitthvað erindi.
Frá því um vorið 2005 og veturna þrjá á eftir því fór ég nokkrum sinnum í viku með strætisvagni á lúðrasveitaræfingar. Þá gat ég stigið niður úr hversdagsleikanum og staðið í bílnum þegar það var dimmt úti; á vorin séð hvernig ísinn flosnaði í ánni eða setið sveittur og horft á sumarumferðina. Stundum voru svo mikil þrengsli að miðavörðurinn varð að stíga útúr dyrunum til þess að fólk kæmist inn á stoppistöðvunum, stundum var bíllinn tómur og ég gat lagt handlegginn eftir báðum stólbökunum. Þá hugsaði ég margt.
Þessar hugleiðingar skrifaði ég fyrir nokkru; byrjaði liggjandi í rúminu á gistiheimili við Kaznaceiskaja-götu, og hélt áfram með tveimur kaffibollum á kaffihúsi við Nevskij-breiðstræti.
- Það fór ekki svo að ég mætti 28. janúar í Arkangelsk. Þetta varð fyrsti dagurinn af þremur í Sankti-Pétursborg, en þangað bauðst ég til að fara með nauðsynlega pappíra viðvíkjandi því hvort ég, og í leiðinni tveir Perúmenn, hefðum áreiðanlega löggilt stúdentspróf. Og gerði úr því örlitla menningar- og skemmtiferð, svona til upplyftingar þegar dagarnir eru sem grábotnóttastir hérna fyrir norðan.
- - -
Kæru lesendur. Kæru vinir.
Í dag eru slétt fimm ár síðan ég kom til Arkangelsk.
Gísli Súrsson var skógarmaður á Vestfjörðum í fjórtán ár. Halldór Laxness bjó með munkum í Lúxemborg og Lundúnum í tæp tvö ár; Jónas frá Hriflu kynntist deiglu samvinnuhreyfingar og framsækins skólastarfs við fjögurra ára námsdvöl sína víða í Evrópu. Og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var lengi í Kaupmannahöfn og dó þar að lokum.
Það má nú bæta því við hér að framan, að ég kom til Arkangelsk í febrúar 2003. Það var með skiptinemasamtökunum. Við vorum þar í fjóra daga að mig minnir. Síðan þá man ég sæmilega eftir miðbænum.
En 28. janúar 2005 hafði ég frá því um morguninn verið á ferðinni frá Keflavík. Um kvöldið kom ég, þrútinn í framann af þorsta, svefnleysi og flugvallaþreytu. Það er á mörkunum að hægt sé að komast með góðu móti frá Íslandi til Arkangelsk á einum degi.
Það var grimmdarfrost á flugvellinum og blés töluvert. Flugvélin stóð á vellinum og farþegarnir gengu niður landtröppurnar. Það var kominn bíll, gamall trukkur með aftanávagn. Hann var orðinn fullur þegar við, um það bil seinustu 20 farþegarnir, vorum komnir niður á jörð. Hann ók í burtu.
Við stóðum í fjúki og kulda, sérstaklega var mér kalt, enda þreyttur og lítt klæddur. Ég hafði ekki hugsað út í það, að landgangurinn er beint út á götu í Arkangelsk.
Það mun hafa verið 10 gráðu frost, snjókoma og sunnan gola. Það hljómar nú kannski ekki svo ógurlega, en í minningunni var veðrið hræðilegt, og í ritgerðarkorni einu tókst mér síðar að skrifa að «vindurinn hafi blásið dýrslega». Fjúkið var þó þannig að það sást ekki glögglega sjálf flugstöðin.
Eftir drjúga stund, þegar hópurinn hafði staðið og beðið eftir því að bíllinn kæmi aftur og ferjaði okkur yfir völlinn, lögðu nokkrir af stað fótgangandi, og í framhaldi af því allur hópurinn. Það var um 100 metra gangur að útgönguhliðinu.
Við hliðið biðu mín Kalínín og Komarova. Kalínín þessi var yfirmaður útlendingadeildar háskólans, og titlaði sig deildarforseta. Hámenntaður, með doktorspróf í fíknilyfjafræði (narkologia), en hélst ekki lengur í starfinu en til vors; gufaði upp og hefur síðan þá dúkkað upp hér og þar. Á Komarovu þekkti ég engin deili, en seinna vissi ég að hún er aðstoðarrektor, sem fer meðal annars með mál erlendra nema.
Við fórum inn í flugstöðina og náðum í farangur minn, og tókum svo leigubíl inn í borgina. Vegurinn þangað liggur yfir nokkrar brýr, skurði og runnamýri. Ég veit ekki hvað þetta var löng leið, og áttaði mig engan veginn á stefnunni, en eftir þetta hef ég farið þessa braut all-oft.
Kalínín kom með mér uppá heimavist og sýndi mér herbergið. Þar bjuggu fyrir tveir innfæddir hagfræðinemar, sem tóku mér ágætlega. Ég kom töskunum fyrir meira og minna, og lagðist svo til svefns.
Morguninn eftir beið ég á vissum tíma samkvæmt samkomulagi niðri á tröppunum eftir dóttur Kalíníns, skólastelpu á að giska 16 ára. Ásamt vinkonu sinni sýndi hún mér gegnum borgina. Þetta var vel boðið, því að ég bjó ekki að því að verða sýndur staðurinn af löndum mínum, sem væru hér kunnugir.
Þaðan komst ég einn með strætisvagni aftur upp á heimavistina. Seinna um daginn gekk ég á símstöðina, sem ég vissi frá fornu fari hvar var, og hringdi heim. Mér sýndist óráð að eyða meiru en fimm mínútum í símkostnað; óskaplegra símtal hef ég varla átt. Mamma sagði mér að amma hefði sagt, að ég vissi ekkert útí hvað ég væri að fara. Sem er kannski rétt.
En þó að það hafi kannski verið rennt blint í laugina þá, þá finnst mér núna einsog ég damli sæmilega í sjónum. Kannski var þetta fyrsta hálfa ár einn ríflegasti tími sem ég hef átt; lærði margt nýtt, var óhræddur við flest, tók stórum framförum í tungumáli og lét mér fátt brenna fyrir brjósti. Og veturnir á eftir í mörgu tilliti ekki síðri.
Vefsíða þessu hefur verið mér kær þennan tíma. Það er gott að eiga akkeri og vettfang til að birta það sem maður telur að eigi ef til vill eitthvað erindi.
Frá því um vorið 2005 og veturna þrjá á eftir því fór ég nokkrum sinnum í viku með strætisvagni á lúðrasveitaræfingar. Þá gat ég stigið niður úr hversdagsleikanum og staðið í bílnum þegar það var dimmt úti; á vorin séð hvernig ísinn flosnaði í ánni eða setið sveittur og horft á sumarumferðina. Stundum voru svo mikil þrengsli að miðavörðurinn varð að stíga útúr dyrunum til þess að fólk kæmist inn á stoppistöðvunum, stundum var bíllinn tómur og ég gat lagt handlegginn eftir báðum stólbökunum. Þá hugsaði ég margt.
1 skilaboð:
Jahérna! Fimm ár. Það er dágóður tími. Hvað er mikið eftir?
Sagði Unknown, kl. 7:36 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða