Lesnir;

29.11.05

Kyndugt málfar

Í kapellu Háskóla Íslands bar þat til, hinn fimta dag síðustu viku, at lesit vas upp úr Biblíunni, framdar bænagjörðir, sungit, etit og drukkit sem vant es. Er prestr bjó söfnuðinn undir berging fór hann með þann texta sem venja es at fluttr sé rétt fyrir berging, ef til vill ofurlítit mjómálli en söfnuðr sá átti at venjask. Inntak textans vas á þá leið at Kristr bað lærisveina sína brjóta brauð ok drekka í sína minning. Er prestr hugðisk lesa messuskrána sá hann hvar es í miðri romsunni stóð ægiligt fornafn - þeir -- at öllum læsum sjáöndum -- og vas þat haft um lærisvein. Eigi líkaði presti þetta svá hann hóf upp raust sína svá mælandi sem ritað vas, utan: ... þau ...; upphófsk nú skak mikit, sem ván vas, ok setti marga(kk)/margan/mörg(((kk)/(kvk)/(hk)))/margar/marga(kvk)/margt dreyrrauða/-rauð/-rautt.

Skora ég nú á lesendur að yrkja um þetta vísu með fornum bragarhætti að eigin vali (öll leyfi veitt).

16.11.05

Getraun IV

Lesið þessa frétt og svarið svo eftirfarandi spurningu:

Hvert er helsa vatnsból Tübingen?

12.11.05

Landsskjalasafn Baden-Württemberg

Í gær var ég í Stuttgart, þar sem fram fór kennslustund í skjalfræðum. Við fengum náttúrulega túr um safnið, og það er æði. Klíma-kontroll í öllum skjalageymslum og lestrarsalnum líka, tengt viðvörunarkerfi fari hita- eða rakastig yfir eða undir leyfileg mörk, einnig er húsið hannað sem skjalasafn með lestrarsalinn sem miðrými, þannig að allar vegalengir eru sem stystar.

Heimavinnan í 3 kúrsum af 6 hingað til hefur verið fólgin í skjalauppskriftum. Þetta er eins og að vera í vinnunni. Sem betur fer er þýsk skrift fyrirmynd dönsku skriftarinnar sem er fyrirmynd íslensku skriftarinnar, þannig að þetta er allt í lagi, þó skilningurinn sé kannski takmarkaður. En eitt fyndið, sú skrift sem ég hef hingað til kallað fljótaskrift, þ.e. dags-dagleg embættismannaskrift á móðurmálinu, er hér kölluð deutsch schrift.

Annars er Stuttgart æði. Fram til gærdagsins hafði ég bara séð jafn mikið af Stuttgart og París, þ.e. flugvöllinn og lestarstöðina.

7.11.05

Þágufallssýki

Eins og þeir (já femínístar, kallkyn á hér við öll kyn) sem mig þekkja vita, þá er ég fársjúkur af (að, floggarar, ha?) þágufallssýki. Því er ekki að undra að ég hafi rekið upp upp stór augu þegar ég heyrði:

Ruf mich (Akk) mal an

Því ég hef ætíð notað mir (Dat) með sögninni anrufen, eins og ekkert sé sjálfsagðra. Jamm og já.

En ég segi: ég geri sömu villur í þýsku og móðurmálinu, ég kann þýsku jafn vel og móðurmálið!!!!!

Annars er þetta skrýtið, ég hef aldrei (held ég...) sagt: hringdu í mér.

Getraun III

Þýska er um margt merkilegt mál. Þar sem lesendur þessarar síðu eru með þeim menntuðustu sem fyrir finnast í öllum mögulegum geistlegum vísindum, spyr ég:

Hvað þýðir og hvað er merkilegt við þetta orð:

Angstschweiß

?