Lesnir;

7.11.05

Getraun III

Þýska er um margt merkilegt mál. Þar sem lesendur þessarar síðu eru með þeim menntuðustu sem fyrir finnast í öllum mögulegum geistlegum vísindum, spyr ég:

Hvað þýðir og hvað er merkilegt við þetta orð:

Angstschweiß

?

5 skilaboð:

  • Jamm, thetta er aahugavert. Getur verid, ad thetta ord sje merkilegt, ef jeg maa gizka sisvona, fyrir thad ad hafa 8 samhljouda ii rQd?
    En merkingin, huun er mjer gerhulin.
    En ef maa enn geta, thaa dettur mjer ii hug ad „angst" merki hjer eitthvad svipad og „Qng", og „schweiB" sje skylt ordinu „hviss", th.e. ad schweiB sje ord sem merkingin stjournast af hljoudinu. Thaa liggur beint vid ad telja thetta vera thyyzka heitid aa liikamningarskyri, th.e. thvii sem liikamningar formast uur thegar their koma af vQrum liikamningarmidla.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 1:31 e.h.  

  • Eitt af því fyrsta sem athygli okkar var vakin á í málfræðinni var að stafsetning kemur málfræði lítið sem ekkert við. Þetta orð er vissulega merkilegt fyrir þessa samhljóðarunu, en nákvæmlega hvað er verið að tákna? það að sérstakt afbrigði af "s" sé táknað með þremur bókstöfum í þýsku hefur ósköp litla þýðingu. Það hefði allt eins getað verið táknað með 'c', jafnvel 'szcxh'. Í orðinu Angstschwei[jónatan] eru samhljóðendur því:
    n+g = 1 [ng er eitt hljóð],
    s+t = 2,
    s+c+h = 1,
    w = 0-1 [er þetta ekki hálfgert óatkvæðisbært ú?]

    = sumsé 5 að hámarki. :-)

    Þetta er krúttlegt orð engu að síður.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 4:52 e.h.  

  • Hvurn djöfulinn á það að þýða að loka sviga, án þess að hafa opnað einn slíkann áður? Og ég hef aldrei heyrt um beina ræðu sem samanstóð af einu bandstriki.

    Annars hafði Páll þetta rétt, og Heimir er bara í fýlu vegna þess að hann fattaði þetta ekki. Þetta orð á heimsmet í samhljóðum í röð.

    Bæ ðe vei, Angstschweiß þýðir angistarsviti, þ.e. sá sviti sem slær út á manni vegna ángistar. Vissulega skylt aung, eins og Páll bendir réttilega á, þó hann dragi rangar ályktanir.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:02 f.h.  

  • Þar sem ég vissi af þessum gríðarlegan grettugeig stóðst ég ekki mátið.

    En Gunnar - orðið Schweiß, er það framborið Schwei:ß með löngu ei-i þar sem þú ert? Mér skilst að ß sé nú hafður þar sem sérhljóði er langur en annars tvíritað s. Þrátt fyrir það hef ég þó séð orðið Fußball skrifað Fussball en ég hélt einmitt að það væri framborið Fu:sbal:

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 10:23 e.h.  

  • Ekki hugmynd. Ég tók esssettið bara uppúr litlu gulu hænunni, en því miður er nú til dags voðalega lítið um þennan ágæta bókstaf. Hvað framburð varðar ímynda ég mér að það sé langt æ.

    ...

    Jú, ég spurði þjóðverja sem býr með mér og það er svæ:ss.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 9:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða