Lesnir;

12.11.05

Landsskjalasafn Baden-Württemberg

Í gær var ég í Stuttgart, þar sem fram fór kennslustund í skjalfræðum. Við fengum náttúrulega túr um safnið, og það er æði. Klíma-kontroll í öllum skjalageymslum og lestrarsalnum líka, tengt viðvörunarkerfi fari hita- eða rakastig yfir eða undir leyfileg mörk, einnig er húsið hannað sem skjalasafn með lestrarsalinn sem miðrými, þannig að allar vegalengir eru sem stystar.

Heimavinnan í 3 kúrsum af 6 hingað til hefur verið fólgin í skjalauppskriftum. Þetta er eins og að vera í vinnunni. Sem betur fer er þýsk skrift fyrirmynd dönsku skriftarinnar sem er fyrirmynd íslensku skriftarinnar, þannig að þetta er allt í lagi, þó skilningurinn sé kannski takmarkaður. En eitt fyndið, sú skrift sem ég hef hingað til kallað fljótaskrift, þ.e. dags-dagleg embættismannaskrift á móðurmálinu, er hér kölluð deutsch schrift.

Annars er Stuttgart æði. Fram til gærdagsins hafði ég bara séð jafn mikið af Stuttgart og París, þ.e. flugvöllinn og lestarstöðina.

4 skilaboð:

  • Kyndugt nefni á fljótaskriftinni en þessi s.k. íslenska skrift, þessi forljóta, durgslega 7 ára skrift; á hún sér enga sérstaka fyrirmynd? Hefurðu rekist á eitthvað henni líkt þarna?

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:31 e.h.  

  • Meinarðu tengiskriftina sem er troðið inní saklaus börnin nútildags sem er þess valdandi að þau eru óskrifandi það sem eftir er (eins og ég er sorglegt dæmi um)? Nei, blessunarlega ekki. Janaldrar mínir skrifa flestir það sem mér sýnist vera gamla skólaskriftin sem Kolla kennari ætlaði alltaf að kenna okkur en gerði því miður aldrei. Þýska skriftin var samt kennd í skólum fram á þessa öld. Ég hef hitt fólk sem á ömmur sem skrifa ekki ósvipað Brynjólfi byskup. Það er kuhl u. frisch.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:08 e.h.  

  • Jeg minnist thess ad thegar jeg var ii Qdrum eda thridja bekk, thad var thegar vid vorum buuin ad laira litlu og stouru stafina ii prentstafauutgaafu, thaa aattum vid ad fara ad laira ad skrifa almennilega tengiskrift, og umsjounarkennarinn spurdi um haustid aa foreldrafundi hvada skrift foreldrarnir vildu ad vid lairdum, og vid endudum sem einn af siidustu bekkjunum ii Reykjaviik (jeg var ii Austurbaijarskoula, thvii merka huusi) sem lairdum s.k. iitalska skrift, sem er mun samtengdari en hin sk. tengiskrift sem hinir lairdu. Svo flutti jeg aa Selfoss, lenti ii 7. bekk, sem var siidasta aarid sem okkur var kenndi skrift, og Giisli stairdfraidikennari aitladi ad finna handa mjer bouk fyrir iitalska skrift en thaa var lQngu buuid ad selja hana ii brotajaarn til thess ad fjaarmagna kaup aa boukum fyrir tengiskrift.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:28 e.h.  

  • Páll: Ég hélt samt að tengiskriftin sem við lærðum væri einmitt ítölsk skrift? (vísast er það vitleysa í mér)

    Gunnar: Mikið rétt hjá þér en ég átti hins vegar við eldri íslenska skrift, sem einhver handrit eru varðveitt með. Ég er ekki svo minnugur að ég muni frá hvaða tíma hún er, en það er vísast svona í kringum 1600-1700 (ekki fyrr og held ég ekki mikið síðar).

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða