Lesnir;

7.11.05

Þágufallssýki

Eins og þeir (já femínístar, kallkyn á hér við öll kyn) sem mig þekkja vita, þá er ég fársjúkur af (að, floggarar, ha?) þágufallssýki. Því er ekki að undra að ég hafi rekið upp upp stór augu þegar ég heyrði:

Ruf mich (Akk) mal an

Því ég hef ætíð notað mir (Dat) með sögninni anrufen, eins og ekkert sé sjálfsagðra. Jamm og já.

En ég segi: ég geri sömu villur í þýsku og móðurmálinu, ég kann þýsku jafn vel og móðurmálið!!!!!

Annars er þetta skrýtið, ég hef aldrei (held ég...) sagt: hringdu í mér.

3 skilaboð:

  • Mér er þreytt. Þessi sýki lengi lifi - annars heitir hún víst 'hneigð' núna; það á að hljóma alveg einstaklega hlutlaust og móðins. Mér varð það á að segja í góðra vina hópi að mér þætti það nú eiginlega helmingi verra að kalla þetta hneigð en sýki - ég geri það ekki aftur.

    En hvernig er það - er maður ekki nokkuð seif að skjóta á þolfall með sögnum, svona almennt?

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:38 e.h.  

  • Hef ekki grænan, alla jafna reyni ég að beita sama falli og sambærileg sögn stýrir í íslensku (en gengur upp og ofan eins og ofangreint dæmi sýnir) en stundum fæ ég svona vesalings-skiptineminn-sem-kann-ekki-að-tala svip, eins og ofangreint dæmi sýnir.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:11 e.h.  

  • Og já, einu gleymdi ég. Mér er full-ljós þessi linkind íslenskra ,,fræði"manna (já, þið líka stelpur) hvað varðar nafngift á graftarbólunni, vessablöðruni og æxlinu sem hrjáir mig og svo marga aðra Íslendinga (já, þið líka stelpur). Þess vegna setti ég réttnefnið sem titil.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða