Kyndugt málfar
Í kapellu Háskóla Íslands bar þat til, hinn fimta dag síðustu viku, at lesit vas upp úr Biblíunni, framdar bænagjörðir, sungit, etit og drukkit sem vant es. Er prestr bjó söfnuðinn undir berging fór hann með þann texta sem venja es at fluttr sé rétt fyrir berging, ef til vill ofurlítit mjómálli en söfnuðr sá átti at venjask. Inntak textans vas á þá leið at Kristr bað lærisveina sína brjóta brauð ok drekka í sína minning. Er prestr hugðisk lesa messuskrána sá hann hvar es í miðri romsunni stóð ægiligt fornafn - þeir -- at öllum læsum sjáöndum -- og vas þat haft um lærisvein. Eigi líkaði presti þetta svá hann hóf upp raust sína svá mælandi sem ritað vas, utan: ... þau ...; upphófsk nú skak mikit, sem ván vas, ok setti marga(kk)/margan/mörg(((kk)/(kvk)/(hk)))/margar/marga(kvk)/margt dreyrrauða/-rauð/-rautt.
Skora ég nú á lesendur að yrkja um þetta vísu með fornum bragarhætti að eigin vali (öll leyfi veitt).
Skora ég nú á lesendur að yrkja um þetta vísu með fornum bragarhætti að eigin vali (öll leyfi veitt).
5 skilaboð:
Ríman er alveg nógu forn. Hér er ort ferskeytt. Soldið ófstuðlað á köflum og langt frá því fullkomið, en skilst.
Reyndar rann þetta skemmtilega létt útúr mér, ætli heilagur andi hafi ekki hjálpað til?
Í helgidóminn Heimir fór
heldur betur spenntur
en prestínan hún sárt við sór
að satan væri gestur.
Því Biblían var bandvitlaus
vert er henn’að breyta:
þeir um þær frá því þar til
þarmms fór þar að gæta
Gestir þustu greiðast út
galnir allir, óteitir:
,,kerlingin er kolbrjáluð”
kenningunni breytir!
Kvennakirkjan til var kölluð
krávdið þarf að róa,
víst er sjálfur weiblich, Guð
vertekki tíma mínum að sóa.
Sagði Gunnar, kl. 11:58 e.h.
Já, eða:
Messugjörðin miður fór
mæddur gerðist Heimir
alla leið frá úlp’í kór
enginn þessu gleymir.
(Hér er vísað í að kirkjugestir sitja frá andyri (fatahengi, úlpum) fram að kór.)
Sagði Gunnar, kl. 12:16 e.h.
Vel er kveðið og akkúrat! hæfilega! ljóst! Óreglan ögrar forminu, sem klæðir þennan áróður.
Það var sagt 'mér (ekki mér) að Páll kynni jafnvel á næstunni að hrista rykið af pennanum og jafnvel nokkur velvalin orð í bundnu máli fram úr erminni. Því ákaft fagnandi skora ég enn á lesendur að spreita sig!
Sagði Heimir Freyr, kl. 9:28 e.h.
Hér er einn vísuhelmingur til bráðabrigða:
Vatt mær friðar veitis
vorðs kapellu rellu
fígúru úr fagri
framdi bók í bóka.
Sagði Heimir Freyr, kl. 11:21 e.h.
Komdu nú að kveða Páll,
kæri vinur.
eða kannski ellegar,
ertu linur?
(Linur sbr. hræddur, perrarnir ykkar.)
Sagði Gunnar, kl. 7:16 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða