Höfundur
Öfugt við það sem margur kynni að halda, hafandi lesið titil þessa örlitla greinarkorns, ætla ég ekki að ræða um höfundinn sem hugtak, og svo sannarlega ekki í einhverri póstmódernískri merkingu.
Tilefnið er að þessu sinni samtal sem ég heyrði, nauðugur, þar sem fræðimaður (áreiðanlega „annars ágætur“) kvartaði yfir fræðimönnum sem sífellt væru að skipta um nafn. Tökum sem dæmi að þessi fræðimaður hafi viljað vitna í B.A.-ritgerðina mína (sem hann trúlega fengi ekki að gera) og skráir höfund hennar, sem von er, svo: Heimir Freyr Viðarsson; eða ef greinin er á ensku: Viðarsson, Heimir Freyr. Nú vill svo til að ég kvænist í framtíðinni og ákveð þá að taka upp ættarnafn verðandi eiginkonu minnar, sem við skulum hafa fyrir satt að verði van der Feest. Fræðimaður þessi ætlar nú að vitna til nýrrar greinar sem ég skila frá mér undir nafninu: Heimir Freyr van der Feest, e.t.v. með skírnarnafni og millinafni styttu, H. F. Eins og þessi fræðimaður talaði var nú aðeins einn kostur í stöðunni: að breyta tilvísuninni í B.A.-ritgerð mína til samræmis við núverandi ættarnafn mitt! Semsé, að árið 2006, áður en ég kvæntist, sé ég titlaður eins og ég er eftir þetta ímyndaða brúðkaup mitt. Er þetta nú ekki vitlaust?
Hvaða hlutverki gegnir höfundurinn í þessari tilvísun eiginlega, hlýt ég að velta fyrir mér? Trúlega er það til þess að finna verkið, og er ekki eðlilegast að skrá verkið nákvæmlega eftir þeim upplýsingum sem koma fram á titilsíðu þess, hvað svo sem kann að hafa orðið um mig síðar.
Eða hvað á þá að gera til dæmis við dæmi þar sem ég væri e.t.v. titlaður „Heimir Freyr Viðarsson, B.A.“ við einhverja grein; ætti að breyta því ef vitnað er til þessarar greinar eftir 10 ár til samræmis við þáverðandi gráðu mína: „Heimir van der Feest, Ph.D.“? Er það sambærilegt? Er það sami höfundur?
Hvað með nöfn borga sem hverfa af landakortum? Hvað með breytta stafsetningu á t.d. Kjøbenhavn? Eða Christiania/Kristiania, ætti að breyta því í Osló? Keflavík og Reykjanesbær?1 Er þetta ekki tómt rugl?
1 Smávægileg efnisleg breyting á þessari setningu [20/10/2007].
Tilefnið er að þessu sinni samtal sem ég heyrði, nauðugur, þar sem fræðimaður (áreiðanlega „annars ágætur“) kvartaði yfir fræðimönnum sem sífellt væru að skipta um nafn. Tökum sem dæmi að þessi fræðimaður hafi viljað vitna í B.A.-ritgerðina mína (sem hann trúlega fengi ekki að gera) og skráir höfund hennar, sem von er, svo: Heimir Freyr Viðarsson; eða ef greinin er á ensku: Viðarsson, Heimir Freyr. Nú vill svo til að ég kvænist í framtíðinni og ákveð þá að taka upp ættarnafn verðandi eiginkonu minnar, sem við skulum hafa fyrir satt að verði van der Feest. Fræðimaður þessi ætlar nú að vitna til nýrrar greinar sem ég skila frá mér undir nafninu: Heimir Freyr van der Feest, e.t.v. með skírnarnafni og millinafni styttu, H. F. Eins og þessi fræðimaður talaði var nú aðeins einn kostur í stöðunni: að breyta tilvísuninni í B.A.-ritgerð mína til samræmis við núverandi ættarnafn mitt! Semsé, að árið 2006, áður en ég kvæntist, sé ég titlaður eins og ég er eftir þetta ímyndaða brúðkaup mitt. Er þetta nú ekki vitlaust?
Hvaða hlutverki gegnir höfundurinn í þessari tilvísun eiginlega, hlýt ég að velta fyrir mér? Trúlega er það til þess að finna verkið, og er ekki eðlilegast að skrá verkið nákvæmlega eftir þeim upplýsingum sem koma fram á titilsíðu þess, hvað svo sem kann að hafa orðið um mig síðar.
Eða hvað á þá að gera til dæmis við dæmi þar sem ég væri e.t.v. titlaður „Heimir Freyr Viðarsson, B.A.“ við einhverja grein; ætti að breyta því ef vitnað er til þessarar greinar eftir 10 ár til samræmis við þáverðandi gráðu mína: „Heimir van der Feest, Ph.D.“? Er það sambærilegt? Er það sami höfundur?
Hvað með nöfn borga sem hverfa af landakortum? Hvað með breytta stafsetningu á t.d. Kjøbenhavn? Eða Christiania/Kristiania, ætti að breyta því í Osló? Keflavík og Reykjanesbær?1 Er þetta ekki tómt rugl?
1 Smávægileg efnisleg breyting á þessari setningu [20/10/2007].