Lesnir;

7.10.07

Ljóð, fjöldaframleiðsla og fleira

Þegar ég sit hér og hlusta á samtengdar rásir ríkisútvarpsins í gamla Radionette-viðtækinu, með stillt á „stereo“ og „tale“, „jazz“ eða jafnvel „orkester“ til að leyfa þessum listmálara að skreyta herbergið mitt tónum í öllum regnbogans litum, þegar svo ber undir, verður mér hugsað til garmsins í hinum enda herbergisins. Þó að garmurinn sé ágætt merki, frá mínu uppáhaldslandi, og þrátt fyrir að vera rúmum 35 árum yngri en radionettan, þá er þetta óskaplega mikið skran. Hér má glöggt sjá hve framleiðsluháttum hefur hrakað. Varla þarf að taka fram hvort tækið greinir mér frá stöðu heimsmálanna.

Mér verður vitaskuld hugsað til ljóðagerðar.

Ljóð. Þetta skemmtilega, knappa form. Knappt í hvaða skilningi? Ja, svar nútímaskáldsins er að það sé knappt „að lengd“ (ef það kann þá að stafsetja). Er það ekki líka knappt í skilningi bragarháttarins sem þjarmar illvígur að efni þess, setningaskipan, orðavali, áherslum, hrynjandi, atkvæðagerð, þunga, krafti ...? Það má líta á ljóðið sem íþrótt; hvernig skáldið glímir við bragarháttinn, hvernig það reynir að fella hugsun sína inn í formið, sem hvort um sig getur verið fjölbreytt að gerð og búningi. Það fer vitaskuld eftir því hve góður glímumaður skáldið er, hve vel tekst upp.

Ekki gæti ég orðað þetta betur en Sveinbjörn Beinteinsson: „Auðséð er, að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum.“ (tekið héðan).

Nei, nú líst nútímaskáldinu ekki á blikuna. Hann hugsar áreiðanlega með sjálfum sér, vott ðe fökk?, og reynir að verja það form sem hann kennir við ljóð og telur sig kunna að yrkja.

En þetta er nákvæmlega eins og með viðtækið; þessi formlausu ljóð, sem nær væri að nefna drög að ljóði, mjög misgóð, eru ekkert nema skran. Þegar maður sér þau ásýndar í hillum verslananna líta þau ágætlega út, en þegar að er gáð er þetta líkara hordingli sem hristist og skekst í allar áttir með skáldinu meðan það barmar sér eins og fugl, alveg yfirsig ánægt með afraksturinn. Nú fær það vonandi í nefið.

10 skilaboð:

  • Sjáið þér! og setjist hér,
    þér ætla ég að segja:
    skoðun þín er skaðleg, Lér!
    Skarpur myndi: þegja.

    Oflof er háð, og þess vegna eykur leit mín að rímorði (kóngsheitið) hæðnisgildi vísunnar. Enda er þetta öfugmælavísa.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 4:08 e.h.  

  • Ég held að Sveinbjörn Beinteinsson, og jafnvel ég sjálfur, vildi skipa höfuðstaf 2. vísuorðs ögn framar; þó að þessi tilbrigði þín rammi vísuhelminginn reyndar svolítið skemmtilega inn:

    1. ...
    2. satt skal ég þér segja:
    3. ...
    4. ...

    Nema háðið sé einnig í því falið, ekki gott að segja.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:56 e.h.  

  • Til athugunar:
    http://mengella.blogspot.com/2007/10/dpt-ljum.html

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 11:29 e.h.  

  • Þetta var áhugavert.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:47 e.h.  

  • Ljoud eru floukid maal. Jeg hvet menn til ad binda sig ekki vid eina skodun.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 8:39 f.h.  

  • Hverju orði sannara, Páll. Sennilega er það sem er að gerast einfaldlega það að skúffuljóðin rata meir fyrir augu almennings en þau gerðu. Nú er svo komið að hver sem er getur birt efni opinberlega, jafnvel nafnlaust, og skræðuútgáfa er með miklum blóma. En fyrir mér snýst málið einnig um hugtakarugling.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 10:40 f.h.  

  • Ljóð sem íþrótt?
    Ljóð sem gestaþraut?

    what the fuck!

    Ætli nútímaljóð hafi ekki þann tilgang helstan að gera alla að heimspekingum -
    þetta er ömurlegt, þetta er skelfilegt, þetta er ljótt, þetta er tilgangslaust - segi þið og glottið.
    Nútímaljóð eru verkfærin sem forða ykkur frá sjálfsmorðum, turnanir sem fela hvað allt er ömurlegt - já svolítið banalt ég játa það enda mun ég ekki halda fram þessari skoðun í alvöru.

    Ljóð ljóð ljóð. Af hverju í andskotanum eiga allir að keppast við að skrifa ljóð á sama hátt og áður var gert? Nútímamaðurinn hefur annað umhverfi - ég rúnka mér á bakvið gardínu í myrku herbergi í úthverfi... ég sé engin fjöll. Ef ég yrki um fjöll er það tilgerðarlegt.

    Ég bý í blokk, fjórar hæðir (fjórir táknar guðdóminn plús maninn eða vísitölufjölskyldu - fuckings kerfi).
    Allar blokkirnar í hverfinu mínu eru gráar og ljótar og ef ég kíki út um herbergisgluggann minn sé í glitta í Skeifuna - sem er viðbjóðslegur strúktur...

    Það er bara allt í kringum mig í viðbjóðslegu kerfi og algjörlega óþarfi að troða hugsun minni líka í það. Ég fæddist ekki til að sitja þægur í stofunni með kaffibolla og brosa til gesta - sumir þurfa að ögra og mér þykir nú bara góð byrjun ef ljóð bögga ykkur kaffistofuspekinga (sem eru svo miklar rolur að þið þolið ekki einu sinni að drekka kaffi - hvað þá bjór).

    Guð forði ykkur frá nútímaljóðum - mönnunum sem höndla ekkert nema ISO ljóð - stimpluð af einhverjum bjúrókrötum...

    fáið ykkur að ríða stákar. eða þarf að stimpla hórunar ykkar fyrst af bjúrkrötum?

    kv.
    jón sem hefur engin rök með sér og er bara að ögra

    Sagði Blogger Jón Örn, kl. 11:31 f.h.  

  • Þá er þetta eins konar truntuljóð, því nútíminn er trunta. Þá er sömuleiðis við hæfi að búa til truntuljóðaheila, enda skilst mér að jafnvel tölvur séu farnar að semja ljóð.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:42 f.h.  

  • já og konur og svart fólk...

    það þarf lítið til að æsa upp þennan hóp

    Sagði Blogger Jón Örn, kl. 11:49 f.h.  

  • Hvers eiga ljóð að gjalda að vera kölluð íþrótt? Slík nafngift sannar best þann vanskilning á eðli ljóða sem hér ríkir.

    Að lokum vil ég benda á að öryrkjum má að mörgu leyti líkja við vannærð börn í Tansaníu.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 1:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða