Chapeau!
Ég get ekki annað en tekið ofan af fyrir Morgunblaðinu/MBL.is fyrir að brúka hið mjög svo skemmtilega nýyrði spilastokkur um emm-pí-þrí-pleijéra.
Spilastokkur
Spilastokkur
Lög gera semsagt ráð fyrir að hjólhestum sé riðið eftir breiðgötum. Oftsinnis hefur undirritaður orðið þess var að gangandi vegfarendum bregði við að riðið sé fram úr þeim og erlendum göngumönnum virðist beinlínis ógnað af slíku og eiga þeir til að fipast þegar þeim er gefið merki um að nú nálgist fákur. Lög virðast enda gefa til kynna að hjólfákar séu aðskotahlutir á gangstéttum:3
- Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
- Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.
- Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.
- Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
Á gangstétt, gangstíg eða vegaröxl má gangandi vegfarandi hvorki leiða reiðhjól eða létt bifhjól né flytja með sér fyrirferðarmikla hluti, ef það er til verulegra óþæginda fyrir aðra.
Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.Oft gerast hestamenn sekir um glæfraskap sem samrýmist eigi landslögum, þar sem þeir sleppa höndum og reka út bífurnar til lengri tíma, að því er virðist til einskis annars en að vekja ótta og ugg hjá öðrum vegfarendum:5
Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.
Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.Mikið ábyrgðarhlutverk fylgir því hjólreiðum. Enn vandast þó málið þegar gefinn er gaumur að aksturslagi hins almenna Reykvíkings. Reynslan hefur kennt undirrituðum að Reykvíkingur bakkar bíl sínum afturábak þegar honum svo sýnist, óháð því hvað er fyrir aftan hann. Þeir sem lenda í því geta huggað sig við að það er lögbrot:6
Ökumaður skal, áður en hann snýr ökutæki eða ekur því aftur á bak, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra.Verðandi hjólreiðamönnum skal einnig bent á að Reykvíkingur vílar jafnvel ekki fyrir sér að aka afturábak yfir gangbraut þó að hjólríðandi maður riðlist þar yfir í sömu mund. Ættu hjólreiðamenn því ætíð að bera á sér gjallarhorn svo að koma megi boðum til hinna treggáfuðu. Ef treggáfaðir eru í hópi lesenda vill undirritaður beina því til þeirra að allalgengt er að fólk og fákar eigi leið yfir gangbrautir, einnig á frá- og aðreinum. Ættu treggáfaðir að taka tillit til þessa.