Fararskjótar
Gulu skrímslin eru ágætur fararskjóti en þar sem þorpsráðið hefur klínt jarðbiki hér og þar um Reykjavík sem það nefnir göngu- og útivistarstíga hefur undirritaður freistað þess að ríða eftir þeim hjólhesti að undanförnu. Á daginn hefur komið að Reykvíkingum angra mjög hjólhestar sem riðið er eftir jarðbikuðum breiðgötum en yfirleitt láta þeir óánægju sína í ljós með því að þeyta þartilgert horn á fararskjótum sínum. Hljóð þetta líkist einna helst mjóróma en allfrekjulegu bauli. Ef óánægjan er megn þyngir þeim einnig fótur. Landslögum samkvæmt er hjólríðendum þó ætlað að fara um breiðgötur:2
Svipuð eru tilmælin:4
Oft hefur undirrituðum hugkvæmst að koma fyrir dráttartaug í strætisvagni á leið upp Miklubraut þegar mótstæðilega byrjar en slíkt samrýmist bersýnilega ekki lögum:5
Undirritaður.
1Umferðarlög 1987 nr. 50, 2. grein.
2Umferðarlög 1987 nr. 50, 39. grein.
3Umferðarlög 1987 nr. 50, 11. grein.
4Umferðarlög 1987 nr. 50, 40. grein.
5Umferðarlög 1987 nr. 50, 39. grein.
6Umferðarlög 1987 nr. 50, 17. grein.
Lög gera semsagt ráð fyrir að hjólhestum sé riðið eftir breiðgötum. Oftsinnis hefur undirritaður orðið þess var að gangandi vegfarendum bregði við að riðið sé fram úr þeim og erlendum göngumönnum virðist beinlínis ógnað af slíku og eiga þeir til að fipast þegar þeim er gefið merki um að nú nálgist fákur. Lög virðast enda gefa til kynna að hjólfákar séu aðskotahlutir á gangstéttum:3
- Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
- Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.
- Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.
- Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
Á gangstétt, gangstíg eða vegaröxl má gangandi vegfarandi hvorki leiða reiðhjól eða létt bifhjól né flytja með sér fyrirferðarmikla hluti, ef það er til verulegra óþæginda fyrir aðra.
Svipuð eru tilmælin:4
Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.Oft gerast hestamenn sekir um glæfraskap sem samrýmist eigi landslögum, þar sem þeir sleppa höndum og reka út bífurnar til lengri tíma, að því er virðist til einskis annars en að vekja ótta og ugg hjá öðrum vegfarendum:5
Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.
Oft hefur undirrituðum hugkvæmst að koma fyrir dráttartaug í strætisvagni á leið upp Miklubraut þegar mótstæðilega byrjar en slíkt samrýmist bersýnilega ekki lögum:5
Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.Mikið ábyrgðarhlutverk fylgir því hjólreiðum. Enn vandast þó málið þegar gefinn er gaumur að aksturslagi hins almenna Reykvíkings. Reynslan hefur kennt undirrituðum að Reykvíkingur bakkar bíl sínum afturábak þegar honum svo sýnist, óháð því hvað er fyrir aftan hann. Þeir sem lenda í því geta huggað sig við að það er lögbrot:6
Ökumaður skal, áður en hann snýr ökutæki eða ekur því aftur á bak, ganga úr skugga um, að það sé unnt án hættu eða óþæginda fyrir aðra.Verðandi hjólreiðamönnum skal einnig bent á að Reykvíkingur vílar jafnvel ekki fyrir sér að aka afturábak yfir gangbraut þó að hjólríðandi maður riðlist þar yfir í sömu mund. Ættu hjólreiðamenn því ætíð að bera á sér gjallarhorn svo að koma megi boðum til hinna treggáfuðu. Ef treggáfaðir eru í hópi lesenda vill undirritaður beina því til þeirra að allalgengt er að fólk og fákar eigi leið yfir gangbrautir, einnig á frá- og aðreinum. Ættu treggáfaðir að taka tillit til þessa.
Undirritaður.
1Umferðarlög 1987 nr. 50, 2. grein.
2Umferðarlög 1987 nr. 50, 39. grein.
3Umferðarlög 1987 nr. 50, 11. grein.
4Umferðarlög 1987 nr. 50, 40. grein.
5Umferðarlög 1987 nr. 50, 39. grein.
6Umferðarlög 1987 nr. 50, 17. grein.
13 skilaboð:
Hvad finnst thjer thaa Heimir um ad sett verdi ii alla biila bakkpiipari einsog er aa vQruflutningabiilum og thess haattar biilum?
Palli
Sagði Nafnlaus, kl. 1:21 e.h.
Jú, það væri kannski ráð. Annars held ég að heppilegri leið væri að taka ökuleyfið af Reykvíkingum.
Sagði Heimir Freyr, kl. 3:00 e.h.
Já, íllmennin á eiturspúandi morðtólunum eru varhugaverð. Ég er að hugsa um að gerast herskár hjólreiðaterroristi og stífla púströr og skemma bremsur.
Sagði Gunnar, kl. 8:04 e.h.
Hehe, jaa eitursouuandi mordtoul. Jeg man nuu thegar jeg var stQdvadur af KeflaviikurlQgreglunni fyrir ad spara bensiin, thad var aa Grindaviikurafleggjaranum thar sem jeg tiimdi ekki ad virda stQdvunarskildu.
Palli
Semsagt thad ad eydileggja bremsur myndi liiklega leida til thess ad foulk vandadi sig meira vid akstur.
Sagði Nafnlaus, kl. 7:31 f.h.
Já en það er líka bannað skv. lögum að flauta á hjólareiðamenn! Þessir útlendingar eiga bara að vera heima hjá sér ef að þeir þola ekki að hjólin fari framúr þeim. Áfram hjólreiðafólk!
Sagði Nafnlaus, kl. 8:24 e.h.
Fyrir mér vakti líka að benda á að reiðhjól eru alltaf skilgreind sem 'aðskotahlutir'. Þau eru ökuþórum til ama og þau eru gangandi vegfarendum til ama. Við að lesa lögin fær maður það á tilfinninguna að reiðhjól valdi almennt "verulegum óþægindum".
Sagði Heimir Freyr, kl. 8:28 e.h.
Já, ætlarðu ekki að skrifa grein í Moggann... vekja fólk til umhugsunar, ekki veitir af! ;)
Sagði Nafnlaus, kl. 3:25 e.h.
Kæra hertogaynja, hverrar ídentítät ég verð að viðurkenna að er mér ókunnugt, ég má til með að spyrja yður: hvaða merkingu ber það að hefja setningu á semíkommu og loka svo sviga strax í kjölfar hennar, án nokkurra bókstafa sem myndað gætu orð eða setningu?
Með vinsemd og virðingu.
Sagði Gunnar, kl. 5:25 e.h.
Nú þetta er auðvitað textaframsetning á brosi þ.e. broskall sem dregur annað augað í pung (eða svona kankvíst blikk).
Aðrar gerðir væru t.d.:
:) bros
:D skælbros
:Þ út með tungu
:P til hliðar með tungu
:* koss
Ex nilhilo nihil fit.
Sagði Nafnlaus, kl. 7:29 e.h.
Aha. En ... sniðugt?
En hví? Dugar tungumálið ekki? Er vitsmunalíf mannskepnunnar svo takmarkað að ekki er lengur unnt að tjá tilfinningar með orðum?
Sine linguae latinae nulla scientia sint.
Sagði Gunnar, kl. 8:33 e.h.
Ég held að þarna hafirðu hitt naglann á caputið - þetta er einmitt það: tungu-mál. Annað hvort það eða mjög blautur koss.
Sagði Heimir Freyr, kl. 8:35 e.h.
Að þessu með Moggann, þá kemur honum ekkert við hvað mér finnst! (:þ)
Sagði Heimir Freyr, kl. 8:42 e.h.
Vel var þetta mælt.
Það er til a.m.k. þrenns konar tjáning: tal, ritaður texti og svo það sem Ameríkaninn vill kalla “gesture” eða tjáning án orða. Þegar fólk talar þá tjáir það tilfinningar sínar og ætlun með handahreyfingu, brosi, augnsambandi ofl. Sérfræðingar í líkamstjáningu eru sammála um það að konur sendi a.m.k. fimm sinnum fleiri boð en karlar. Það skýrir hvers vegna konur eru almennt hrifnari af brosköllum en karlar og nota þá meira. Broskallinn er svona ritað “gesture” (texti án orða).
Heimir: Já en þú skrifar svo skemmtilega, Morgunblaðið þarfnast þín!
Já og í sambandi við tungu-málið þá eru hundar klárir í því... þegar þeir hitta æstan hund/mann þá setja þeir tunguna út úr sér aftur og aftur til að róa hinn niður.
Sagði Nafnlaus, kl. 9:31 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða