Nokkur kvæði
Ég blaðaði í gegnum vísnasafn Káins í kvöld, og rakst þar á nokkur skemmtileg kvæði:
Áminning
Hvar sem finnur íslenzkt orð,
ef því fylgir kraftur,
geymdu að, unga andarstorð
á því máttu ei fremja morð.
Gleymdu orðin ganga sjaldan aftur.
Ruslfiskur á Íslendingadaginn
Gleymd er okkar gamla sögueyja
grafin, staursett, lá mér við að segja.
Enskan hefur alltaf nóg að segja,
íslenzkan má halda kjafti og þegja.
Eitt er hér enn eftir K.N. (heiti þess þekki ég ekki).
Yngri kynslóð yrkir nú í prósa,
eins og skáldin fyrr, á dögum Mósa;
rímlaust bull í ræðuformi þylur
á rósamáli, sem að enginn skilur.
Þá flaug mér í hug:
Sumir ekki við rímið ráða,
rænulausir saman kuðla
bögu, sem má bæta, smáða
bær’ún sína fögru stuðla.
Eitt er víst, að ekki þætti
alltof fínt, að binda
kvæðin, með kunnum hætti.
Karlæg slík ljóð enda.
(Hér er ljót endurnýting rímorða úr vísu eftir mig hér neðar á síðunni, ennfremur er viðtengingarhátturinn í fyrsta vísuorði annars erindis vafasamur.)
Ég barði saman nokkrum vísum enn, hér er ein, um biðlundarleysi og dramb nútímamannsins:
Hybris
Óþolinmæðin mæðir oss,
missa vil engan tíma.
Vér óskum að hæsta hnoss
hneppum, nú skal glíma
við skáldamál víðsjárvert,
virðing og æðstu metorð:
Vor! Svo minnist mannsbarn hvert
Músu, sem gaf oss orð.
Eins og þeir sem mig þekkja vita, þá er ég Árnesingur. Því liggur beint við, að semji ég ættjarðarljóð, þá er viðfangsefni þess sýslan mín og hreppar hennar umfram annað:
Ættjörðin
Móða sértu á milli klóa
miklu Þjórs- og Ölfusár,
þá ertu í fallegum Flóa!
Felldu af hamingju tár.
Flóinn er flatur, en þó
fagran ég verð að telj’ann.
Þaðan Heklu sérð, og sjó
sjúklega langt í buskann!
Hinsvegar, leiti hugurinn
heldur ofar,
er Hrunamannahreppurinn
himnum ofar!
Áminning
Hvar sem finnur íslenzkt orð,
ef því fylgir kraftur,
geymdu að, unga andarstorð
á því máttu ei fremja morð.
Gleymdu orðin ganga sjaldan aftur.
Ruslfiskur á Íslendingadaginn
Gleymd er okkar gamla sögueyja
grafin, staursett, lá mér við að segja.
Enskan hefur alltaf nóg að segja,
íslenzkan má halda kjafti og þegja.
Eitt er hér enn eftir K.N. (heiti þess þekki ég ekki).
Yngri kynslóð yrkir nú í prósa,
eins og skáldin fyrr, á dögum Mósa;
rímlaust bull í ræðuformi þylur
á rósamáli, sem að enginn skilur.
Þá flaug mér í hug:
Sumir ekki við rímið ráða,
rænulausir saman kuðla
bögu, sem má bæta, smáða
bær’ún sína fögru stuðla.
Eitt er víst, að ekki þætti
alltof fínt, að binda
kvæðin, með kunnum hætti.
Karlæg slík ljóð enda.
(Hér er ljót endurnýting rímorða úr vísu eftir mig hér neðar á síðunni, ennfremur er viðtengingarhátturinn í fyrsta vísuorði annars erindis vafasamur.)
Ég barði saman nokkrum vísum enn, hér er ein, um biðlundarleysi og dramb nútímamannsins:
Hybris
Óþolinmæðin mæðir oss,
missa vil engan tíma.
Vér óskum að hæsta hnoss
hneppum, nú skal glíma
við skáldamál víðsjárvert,
virðing og æðstu metorð:
Vor! Svo minnist mannsbarn hvert
Músu, sem gaf oss orð.
Eins og þeir sem mig þekkja vita, þá er ég Árnesingur. Því liggur beint við, að semji ég ættjarðarljóð, þá er viðfangsefni þess sýslan mín og hreppar hennar umfram annað:
Ættjörðin
Móða sértu á milli klóa
miklu Þjórs- og Ölfusár,
þá ertu í fallegum Flóa!
Felldu af hamingju tár.
Flóinn er flatur, en þó
fagran ég verð að telj’ann.
Þaðan Heklu sérð, og sjó
sjúklega langt í buskann!
Hinsvegar, leiti hugurinn
heldur ofar,
er Hrunamannahreppurinn
himnum ofar!