Saga
Ég þykist hafa greint vandann sem sagnfræðin glímir við á öllum tíma, en það er glíman við leikmennina.
Reynir manneskja ómenntuð í bifvélavirkjun að gera við bílinn sinn? Nei, nema viðkomandi hafi grúskað eitthvað í þeim fræðum sem hobbý (oft með misjöfnum árangri, en þó alls ekki alltaf). Sama má segja um söguna; pólitíkusar, trúarofstækismenn, almenningur o.s.frv. hafa (hvort sem það er til góðs eða ills) greiðan aðgang að sögunni (í hvaða formi og frá hvaða heimildum sem sú saga kann að vera sprottin úr). Þess vegna, eins og með bílana, vaða hinir ómenntuðu oft(1) í villu heimildafordóma, takmarkaðs aðgengis að téðum heimildum og kunnáttuleysis í aðferðafræði; og valda meiri skaða en fólk gerir sér grein fyrir.
Eða, eins og prófessor Árni Magnússon orðaði það:
Svo geingur þad til i heiminum, ad sumer hialpa erroribus á gáng, og adrer leitast sidan vid ad utrydia aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggiu nockud ad idia.(2)
Svo má aftur ræða um hvað er ,,rétt" menntun í sagnfræði.
Tilvísanir:
(1) Ég endurtek, alls ekki alltaf.
(2) Jón Helgason: Handritaspjall. Reykjavík 1958, mynd andspænis bls. 113. [AM 436 4to]
Reynir manneskja ómenntuð í bifvélavirkjun að gera við bílinn sinn? Nei, nema viðkomandi hafi grúskað eitthvað í þeim fræðum sem hobbý (oft með misjöfnum árangri, en þó alls ekki alltaf). Sama má segja um söguna; pólitíkusar, trúarofstækismenn, almenningur o.s.frv. hafa (hvort sem það er til góðs eða ills) greiðan aðgang að sögunni (í hvaða formi og frá hvaða heimildum sem sú saga kann að vera sprottin úr). Þess vegna, eins og með bílana, vaða hinir ómenntuðu oft(1) í villu heimildafordóma, takmarkaðs aðgengis að téðum heimildum og kunnáttuleysis í aðferðafræði; og valda meiri skaða en fólk gerir sér grein fyrir.
Eða, eins og prófessor Árni Magnússon orðaði það:
Svo geingur þad til i heiminum, ad sumer hialpa erroribus á gáng, og adrer leitast sidan vid ad utrydia aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggiu nockud ad idia.(2)
Svo má aftur ræða um hvað er ,,rétt" menntun í sagnfræði.
Tilvísanir:
(1) Ég endurtek, alls ekki alltaf.
(2) Jón Helgason: Handritaspjall. Reykjavík 1958, mynd andspænis bls. 113. [AM 436 4to]