Lesnir;

22.2.09

Varúð og varnaðarorð

Kunn er skaðsemi tóbaks. Því bera umbúðir þess varnings varnaðarorð. Einnig ætti flestum að vera ljós skaðsemi pólitískra pótintáta og potara framans; einkum er þeir blandast auðmönnum og fjármagni eins og oft vill verða í kringum prófkjör. Þá verða allskyns ókennilegir hagsmunir ofar þjóðarhag í huga frambjóðandans. En þrátt fyrir þetta bera auglýsingar um þá ekki varnaðarorð.

Hér þarf því augljóslega að gera bragarbót. Læt ég fylgja nokkur forslög að varúðarmerkjum byggðum á umferðarskiltum sem útfæra mætti hinum almenna atkvæðagreiðsluaðila til varnaðarmerkis og upplýsingar.







10.2.09

Bjargráð í kreppunni

Einu sinni í viku yrði haldið happdrætti og myndu máske tíu dregnir út í hvert sinn.

Nafntogaðir auðsafnarar og stjórnvitringar stjórnuðu útdrætti.

Þeir sem „ynnu“ yrðu teknir og lagðir inn á Landspítalann.

Hvar annað nýrað yrði fjarlægt og selt til útlanda.