Rós á heiði
Mér leiddist í dag svo ég ákvað að þýða ljóðið Heidenröslein e. Jóhann. Í tilefni fjörugra umræðna um ljóðlist hér á Lesnum þókti mér ekki úr vegi að birta afraksturinn. Njótið vel.
Sá einn rósu stauli standa,
stóð á víðri heiði.
Morgunjómfrú æskuanda,
æstur rann, að sjá, á skeiði,
auga bar'hann, særður seiði.
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Sláni mælti: "nú slít eg þig,
sléttri, rós, á heiði."
Sagði rósa: "þá særi'eg þig,
svo þú æ munt hugs'um mig,
og mig ærir enginn leiði."
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Sá þá æsti seggur sleit
sanna rós á heiði;
rósin barðist um og beit,
brugðust hennar köll, ég veit;
hitti fyrir rósa reiði.
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Fyrir áhugasama samanburðarljóðfræðinga er hér svo orginallinn:
Sah ein Knab' ein Röslein stehn,
Röslein auf der Heiden,
War so jung und morgenschön,
Lief er schnell es nah zu sehn,
Sah's mit vielen Freuden.
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
Knabe sprach: "Ich breche dich,
Röslein auf der Heiden."
Röslein sprach: "Ich steche dich,
Daß du ewig denkst an mich,
Und ich will's nicht leiden."
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
Und der wilde Knabe brach
's Röslein auf der Heiden;
Röslein wehrte sich und stach,
Half ihm doch kein Weh und Ach,
Mußt' es eben leiden.
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
Sá einn rósu stauli standa,
stóð á víðri heiði.
Morgunjómfrú æskuanda,
æstur rann, að sjá, á skeiði,
auga bar'hann, særður seiði.
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Sláni mælti: "nú slít eg þig,
sléttri, rós, á heiði."
Sagði rósa: "þá særi'eg þig,
svo þú æ munt hugs'um mig,
og mig ærir enginn leiði."
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Sá þá æsti seggur sleit
sanna rós á heiði;
rósin barðist um og beit,
brugðust hennar köll, ég veit;
hitti fyrir rósa reiði.
Rósa, rósa, rósa rauð,
rósin ein á heiði.
Fyrir áhugasama samanburðarljóðfræðinga er hér svo orginallinn:
Sah ein Knab' ein Röslein stehn,
Röslein auf der Heiden,
War so jung und morgenschön,
Lief er schnell es nah zu sehn,
Sah's mit vielen Freuden.
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
Knabe sprach: "Ich breche dich,
Röslein auf der Heiden."
Röslein sprach: "Ich steche dich,
Daß du ewig denkst an mich,
Und ich will's nicht leiden."
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
Und der wilde Knabe brach
's Röslein auf der Heiden;
Röslein wehrte sich und stach,
Half ihm doch kein Weh und Ach,
Mußt' es eben leiden.
Röslein, Röslein, Röslein rot,
Röslein auf der Heiden.
4 skilaboð:
Þetta sérstaka ljóð gengur í endurnýjun lífdaga svona komið í íslenskan búning. Ekki mundi mig hryggja ef fleira í þessum dúr birtist hér.
Veit einhver hvort þetta tiltekna ljóð hefur verið þýtt á íslensku áður?
Sagði Heimir Freyr, kl. 12:46 f.h.
Ég er svo sannarlega sammála Heimi, þess efnis að það myndi mig sízt hryggja að sjá fleira í þessum dúr hér.
En hvað varðar þýðinguna sjálfa þá minnti hún mig á köflum á sambland af rímnakveðskap og pakistönskum ættjarðarljóðum frá áttunda áratugnum. (sem má fá nokkra nasasjón af í bók Salmans Rushdie, Miðnæturbörnunum).
En neinei, án alls gríns, þá er þetta að mínu mati snotur þýðing. Og í raun ágætis innlegg í þá krufningu sem hér fer fram (og á eftir að fara fram) á ljóðlist.
Skemmtileg líka þessi tenging milli sálubræðranna Gunnars og Goethes, - en sá síðarnefndi mun hafa gerzt svo frægur að hafa kastað upp á sömu götu og Gunnar. Sem varð þess kannski valdandi að Gunnar þýddi eitthvað eftir einmitt hann?
Sagði Palli, kl. 7:59 f.h.
Mig hlægir.
En bókmenntafræðinginn í mér langar að vekja athygli á ágengni ljóðmælanda í þýðingu, sem hvergi er í frumtexta; þetta er greinilega með ráðum gert, enda væri hægur vandi að umyrkja ljóðmælandann út úr ljóðinu.
Sagði Heimir Freyr, kl. 12:33 e.h.
Afsakið mig þrálátlega, herramenn, að vera ekki fyrir löngu búinn að henda inn þýðingu Steingríms Thorsteinssonar á sama ljóði, sem mér var bent á skömmu eftir að ég hafði lokið við þýðingu mína:
Sveinninn rjóða rósu sá,
rósu smá á heiði.
Hún var ung með hýra brá.
Hljóp hann nær og leit þar á.
Nú bar vel í veiði.
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.
Sveinninn kvað: „Nú þríf ég þig,
þú mín rós á heiði.“
Rósin kvað: „Nú ríf ég þig.
Ráð er síst að erta mig.
Farðu frá, ég beiði.“
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.
Sveinn tók rós, og síst hann kveið,
smáa rós á heiði.
Rósin varðist, svo hann sveið.
Sveini var það kvöl og neyð.
Þolinn samt hann þreyði.
Rósin, rósin, rósin rjóð,
rósin smá á heiði.
Sagði Gunnar, kl. 8:08 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða