Athygli vakin
Verði einhver lesenda þessarar síðu á ferð í Höfn hinn 13. marz næstkomandi, er þeim hinum sama velkomið að kíkja við á Árnastofnun hér í borg, um kl. 15:00 (minnir mig).
Þar mun erindið „En præmis til Árni Magnússons jordbogkommission“ verða flutt af undirrituðum.
Sbr. http://arnamagnaeansk.ku.dk/seminarer/ams_forskermoeder/
Hilsen.
Þar mun erindið „En præmis til Árni Magnússons jordbogkommission“ verða flutt af undirrituðum.
Sbr. http://arnamagnaeansk.ku.dk/seminarer/ams_forskermoeder/
Hilsen.
6 skilaboð:
Þetta hljóðar gott, má ég segja, lagsmaður, og það á alla lund. Ég hvet lesendur til þess að fjölmenna á þessa samkomu, og þykist ég kenna efni erindisins allvel. --- Og nýttu nú tækifærið og komdu endilega einhverri sjálfstæðispólitík að!
Sagði Heimir Freyr, kl. 10:11 e.h.
Eina sjálfstæðispólitíkin sem ég hefi hug á felst í afnámi sjálfstæðis Íslands, og undirvarps undir Aldinborgara á nýjan leik.
En jújú, þetta hljóðar ágætlega.
Sagði Gunnar, kl. 10:19 e.h.
Hei Hei!! Mér finnst vanta orðið hnyttinn titil! Það er orðið æði langt síðan slíkt sást, og í ljósi þess að maður las það þegar karlinn var í Tuskland þá er ekki úr vegi að hann skrifi frá Daunmörk.
Sagði hallurkarl, kl. 8:11 e.h.
Uppfærzla: Titill erindisins er, eftir ábendingu danskra meistara:
En præmis for Arne Magnussens Jordebogskommission.
Færið þetta leiðrétt inn í dagbækur ykkar.
Sagði Gunnar, kl. 1:07 e.h.
Málfræðingurinn mér innra vildi zetuna burt úr þezu orði, f æ r [s] l a, en þar eð blezuð zetan hefur orðið að víkja fyrir zér óæðri ztaf, e[ss]i, um áratugazkeið, er full áztæða til þez að hefja hana til virðingar og hafa, og það zem víðazt.
Sagði Heimir Freyr, kl. 1:52 e.h.
Æ mig auman!
Hér ruglaði þátíðin mig, f æ r t .
En vitaskuld er ekkert tannhljóð í stofni.
Mea culpa, mea maxima culpa!
Sagði Gunnar, kl. 3:41 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða