Lesnir;

22.1.08

Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn

„Valgarður mælti: Illa hefir þú launað mér goðorðið er eg fékk þér í hendur að fara svo ómannlega með. Vil eg nú að þú launir þeim því að þeim dragi öllum til bana. En það er til þess að þú rægir þá saman og drepi synir Njáls Höskuld. En þar eru margir til eftirmáls um hann og munu þá Njálssynir af þeim sökum drepnir verða."

"Eigi mun eg það gert geta," segir Mörður.

"Eg skal leggja ráðin til," segir Valgarður. "Þú skalt bjóða Njálssonum heim og leysa þá út með gjöfum. En svo fremi skalt þú rógið frammi hafa er orðin er vinátta með yður mikil og þeir trúa þér eigi verr en sér. Máttu svo hefnast við Skarphéðin þess er hann tók féið af þér eftir lát Gunnars. Munt þú svo fremi taka höfðingskap er þessir eru allir dauðir."

Þessa ráðagerð festu þeir með sér að sjá skyldi fram koma.“

4 skilaboð:

  • Er ekki málið að fara að semja rímur af Ólafi F. Magnússyni?
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 10:25 f.h.  

  • Hér er fyrripartur, til upphafs rímunnar:

    Fari borgin fjandans til,
    -F. Ólafs- og Villa,

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 8:07 e.h.  

  • Hmm. Hér er endurbættur fyrripartur, eftir ábendingar bragfræðings voss, Heimi[r]s.

    Fari borgin fjandans til,
    fóla: Vill' og Óla.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 10:57 e.h.  

  • Þar er klækja- spilað -spil
    og spólað milli bóla.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða