Bréf til Unnar Maríu
Nú í dag leit inn hér á Lesnum höfundur pistils sem ég hafði tekið til umræðu í pistli, sjá hér: http://lesnir.blogspot.com/2007/11/egar-femnisti-hrasar-hugtakaneti-snu.html
Téður höfundur hefur í framhaldinu ritað um skrif mín, sjá hér: http://unnur.klaki.net/mind/entry/1199732487.html
Það er ætíð gleðiefni þegar skrif manns vekja viðbrögð, og því er ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að orðunum. Skal hér reynt að ansa Unni eftir föngum, í réttri röð efnisins skv. pistli hennar. En áður en ég hef þá umræðu vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar á orðum mínum um íslenskukunnáttu Unnar í fyrrnefndum pistli mínum. Þau voru meint sem kaldhæðið grín en í endurliti er mér ljóst að þau áttu engan rétt á sér.
Fyrst ber að árétta að Unnur hefur aldrei „offað“ [sic] mig á barnum. (Sé skilningur minn réttur, þýðir þetta höfnun af einu tagi eða öðru (kristilega kærleiksblómin spretta o.s.frv.)) Unni hef ég reyndar einu sinni rætt við, mér vitanlega; það var um efni erindis hennar á árshátíð sagnfræðinema árið 2007. En spurningunni um, hvort að ég hatist við femínista og sjái þá af þeim sökum í hverju horni, er erfitt að svara. Mér vitanlega hatast ég ekki við nokkurn mann, enda mikill friðarins maður. Hins vegar er mér illa við þegar menn/fólk/einstaklingar slá ryki í augu lesenda sinna með sérviskulegri hugtakanotkun sem heftir skilning.*
Orð Unnar um meint andlát höfundarins skil ég ekki.** Felst í andsvari við pistli á opinberum vetvangi með pistli á opinberum vetvangi morð á höfundinum? Sé skilningurinn sá, að um texta einhvers annars en manns eigins megi ekki ræða án þess að líta svo á að höfundur hins fyrri texta komi málinu ekki lengur við, þá hefur Unnur sjálf framið vel heppnað hjartahnoð á höfundinum, og umræðan lifir: Sjá! báðir höfundar bera lífsanda í brjósti og ræða texta sína frjálst og milliliðalaust (nema gagnavarpið (e. internet) sé talið milliliður). Færi ég henni bestu þakkir fyrir lífgjöfina.
En þá komum við að rétti dagsins. Unnur segist, í fyrrtilvitnuðu bloggi, stundum nota „"kona" í staðinn fyrir "maður" af því [henni] finnst það fyndinn útúrsnúningur.“ Þessi orð gleðja mig ósegjanlega. Það er fátt jafn upplífgandi og jafn mikið andans fóður og leikur að tungumálinu. Þetta iðkum við iðulega hér á Lesnum, eins og sést á ritstílnum sem hér er við hafður. (Ekki fer nokkur maður að taka þennan stíl alvarlega? Glíkt, sókt, zeta eftir geðþótta? Mig hlægir.) Það er einnig sem mig minnir að Morgunblaðið hafi flutt af því frétt að vísindamenn, breskir að ætt, hafi fundið það út að með því að reyna á þanþol tungumálsins auki fólk á hugargáfur sínar (einnig átti maður að verða klárari brúki maður vinstri hönd til tannburstunar, sé maður rétthendur, og öfugt). Því er þó ekki að neita að það er eitthvað við þessa mjög svo móðins kyngervingu tungumálsins sem ergir mig. Ásteytingarsteinninn, eftir því sem ég best fæ séð, er þessi: Þarf hvort kyn sitt tungumál? Þeirri spurningu verður hver að svara fyrir sig. Ég er það mikill jafnréttissinni að ég svara henni neitandi.
Um menntun og störf Unnar, eða nokkurs varaborgarfulltrúa Vinstri-Grænna (eða Vinstri-Græns eins og sumir vilja hafa það), hef ég ekki forsendur til að tjá mig. Ég óska henni alls hins besta og þakka viðkynninguna.
_____
* Hér má jafnvel ympra á bjálkanum og flísinni.
** Enda er ég afar illa að mér í nýmóðins bókmenntafræðum.
Téður höfundur hefur í framhaldinu ritað um skrif mín, sjá hér: http://unnur.klaki.net/mind/entry/1199732487.html
Það er ætíð gleðiefni þegar skrif manns vekja viðbrögð, og því er ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að orðunum. Skal hér reynt að ansa Unni eftir föngum, í réttri röð efnisins skv. pistli hennar. En áður en ég hef þá umræðu vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar á orðum mínum um íslenskukunnáttu Unnar í fyrrnefndum pistli mínum. Þau voru meint sem kaldhæðið grín en í endurliti er mér ljóst að þau áttu engan rétt á sér.
Fyrst ber að árétta að Unnur hefur aldrei „offað“ [sic] mig á barnum. (Sé skilningur minn réttur, þýðir þetta höfnun af einu tagi eða öðru (kristilega kærleiksblómin spretta o.s.frv.)) Unni hef ég reyndar einu sinni rætt við, mér vitanlega; það var um efni erindis hennar á árshátíð sagnfræðinema árið 2007. En spurningunni um, hvort að ég hatist við femínista og sjái þá af þeim sökum í hverju horni, er erfitt að svara. Mér vitanlega hatast ég ekki við nokkurn mann, enda mikill friðarins maður. Hins vegar er mér illa við þegar menn/fólk/einstaklingar slá ryki í augu lesenda sinna með sérviskulegri hugtakanotkun sem heftir skilning.*
Orð Unnar um meint andlát höfundarins skil ég ekki.** Felst í andsvari við pistli á opinberum vetvangi með pistli á opinberum vetvangi morð á höfundinum? Sé skilningurinn sá, að um texta einhvers annars en manns eigins megi ekki ræða án þess að líta svo á að höfundur hins fyrri texta komi málinu ekki lengur við, þá hefur Unnur sjálf framið vel heppnað hjartahnoð á höfundinum, og umræðan lifir: Sjá! báðir höfundar bera lífsanda í brjósti og ræða texta sína frjálst og milliliðalaust (nema gagnavarpið (e. internet) sé talið milliliður). Færi ég henni bestu þakkir fyrir lífgjöfina.
En þá komum við að rétti dagsins. Unnur segist, í fyrrtilvitnuðu bloggi, stundum nota „"kona" í staðinn fyrir "maður" af því [henni] finnst það fyndinn útúrsnúningur.“ Þessi orð gleðja mig ósegjanlega. Það er fátt jafn upplífgandi og jafn mikið andans fóður og leikur að tungumálinu. Þetta iðkum við iðulega hér á Lesnum, eins og sést á ritstílnum sem hér er við hafður. (Ekki fer nokkur maður að taka þennan stíl alvarlega? Glíkt, sókt, zeta eftir geðþótta? Mig hlægir.) Það er einnig sem mig minnir að Morgunblaðið hafi flutt af því frétt að vísindamenn, breskir að ætt, hafi fundið það út að með því að reyna á þanþol tungumálsins auki fólk á hugargáfur sínar (einnig átti maður að verða klárari brúki maður vinstri hönd til tannburstunar, sé maður rétthendur, og öfugt). Því er þó ekki að neita að það er eitthvað við þessa mjög svo móðins kyngervingu tungumálsins sem ergir mig. Ásteytingarsteinninn, eftir því sem ég best fæ séð, er þessi: Þarf hvort kyn sitt tungumál? Þeirri spurningu verður hver að svara fyrir sig. Ég er það mikill jafnréttissinni að ég svara henni neitandi.
Um menntun og störf Unnar, eða nokkurs varaborgarfulltrúa Vinstri-Grænna (eða Vinstri-Græns eins og sumir vilja hafa það), hef ég ekki forsendur til að tjá mig. Ég óska henni alls hins besta og þakka viðkynninguna.
_____
* Hér má jafnvel ympra á bjálkanum og flísinni.
** Enda er ég afar illa að mér í nýmóðins bókmenntafræðum.
3 skilaboð:
Nú forvitnar mig að vita, hvort kannské sé fyrnska og zetunotkun einmitt til marks um feigð í nútíðinni, og því um yfirvofandi andlát höfundarins, jafnvel dánartilkynning? Það tel ég þó nokkuð vanhæpið. Hins vegar ógleður mig nokkuð (en reiðir ekki), að sjá hið ágæta orð vettvangur svo brjálað.
Sagði Heimir Freyr, kl. 9:49 f.h.
Það var nú aðallega þetta með femínistann sem hrasar í hugtakanetinu sínu sem fékk mig til að andvarpa svona upphátt. Því mér leiðist að líffræðilegt kyn mitt sé notað sem fyrirfram gefin skilgreining og útskýring á hegðun minni. Að það að ég sé kona hljóti að þýða að útúrsnúningur verði að kynjapólítík. Eins og ég býst við að karlmanni gæti leiðst að gefið væri í skyn að ástæðan fyrir því að hann tæki fyrir skrif konu hljóti að vera sú að hún hafi hafnað honum.
En þar sem ég er ekki bara Butlerfan heldur líka einlægur aðdáandi Daniels Pennacs og trúi á rétt lesandans til lestrarfrelsis væri auðvitað hræsni af mér að gera neitt meira en að dæsa.
Kona hlýtur þó að spyrja sig, burtséð frá öllum pælingum um kyn og kyngervi, hversvegna þanþol tungumálsins sé svo lítið að lesandinn þoli henni ekki að vísa til sjálfrar sín í eigin texta á nákvæmari hátt en sem genus pro specie?
Sagði Nafnlaus, kl. 10:19 f.h.
Já! Þú hefur opnað augu mín fyrir nýjum skilningi, og sannarlega aukið á þanþol tungunnar. Hafðu fyrir það þökk, sem og fyrir líflega umræðu. Alltaf er ánægjulegt þegar svo fimlega er vegið að manni með rökvísina að vopni. Þriðja málsgrein þín hér að ofan er fullnaðarsigur, ég lýt í gras.
Mér sigruðum til hinztu varnar segi ég að lokum þetta tvennt (berandi í bakkafullan lækinn): Hugtakanotkunin „kona“ í stað almenns og kynlauss „maður“ lögð við líffræðilegt kyn þess er ritaði pistilinn á Hugsandi, varð til þess að ég dró ályktun. Hafi sú ályktun verið röng biðst ég velvirðingar.
Hið síðara: Um titil pistilsins „Þegar femínisti hrasar í hugtakaneti sínu“ má eflaust eyða mörgum orðum. Muni ég rétt kom titillinn á eftir greinarskrifunum, og leitaði ég að titli sem væri í senn hnyttinn og ögn ögrandi (og ekki skemmir stuðlunin fyrir, þó hr/hu sé kannski ekki fallegasta stuðlunin sem völ var á). Það hefur, sýnist mér verkað, og vonandi án tilfinnanlegs skaða.
Sagði Gunnar, kl. 10:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða