Lausn í sjónmáli?
Nú hefir um árabil staðið orrahríð milli tveggja fylkinga, hverjar einskis svífast til að vinna málstað sínum brautargengi í hinni illvígu orrustu. Hér er rætt um tvípunktamenn annars vegar og kommumenn hinsvegar, þ.e. þá er setja tvípunkt á eftir nafni höfundar og þá sem setja kommu á eftir nafni höfundar í heimildaskrárfærslum. Margir hafa klórað sér í höfðinu og skilja ekki þessa deilu um keisarans skegg.
En nú þykist ég hafa greint vandann og fundið útgangspunkt frá hverjum má vinna lausn sem við er unandi. Gott er að hefja sátta ferlið á skilgreiningu, og er skilgreining aðferðanna þessi:
1. Þeir er setja tvípunkt hafa höfundinn í hávegum og vilja veg hans sem mestan. Því hefst upptalning ómerkilegri atriða á eftir hans nafni (titill, útgáfustaður, útgáfuár).
2. Þeir er hins vegar setja kommu á eftir nafni höfundar telja hann í engu merkilegri en hin atriðin sem fram þurfa að koma. Því er hann hluti upptalningarinnar en ekki upphaf hennar. Þeir eru því meira móðins í skilningi nútíma bókmenntafræðikenninga (Heimir nefnir þær vonandi í athugasemd við greinarkorn þetta).
Nú, þegar stefnurnar hafa verið skilgreinar er hægt að hefja samræðuna á vitrænum nótum. Mín meining er sú að höfundarverkið sé vissulega verðmætt og eitthvað til vinnandi með því að tryggja að heiðurs höfundar sé gætt þegar verksins er getið. Enda er höfundarverk varið með lögum nr. 73/1972. Ekki er titill verksins lögformleg persóna sem hefur hagsmuna að gæta. Það fylgir því s.s. meiri metnaður og virðing að setja tvípunktinn á eftir nafni höfundar.
Þess vegna tel ég rétt að nota tvípunkt á eftir nafni höfundar í heimildaskrárfærslum.
Spurningin sem eftir stendur er þá þessi: Hvort kom á undan, titillinn eða útgáfuárið? (Án þess að ég ætli að fara út í þá sálma hér þá tel ég titil skilgreina verk betur en árið sem það birtist. Þó svo gagn geti verið að því að sjá strax hversu forna rannsókn vitnað er til tel ég titilinn vera heillavænlegri.)
En nú þykist ég hafa greint vandann og fundið útgangspunkt frá hverjum má vinna lausn sem við er unandi. Gott er að hefja sátta ferlið á skilgreiningu, og er skilgreining aðferðanna þessi:
1. Þeir er setja tvípunkt hafa höfundinn í hávegum og vilja veg hans sem mestan. Því hefst upptalning ómerkilegri atriða á eftir hans nafni (titill, útgáfustaður, útgáfuár).
2. Þeir er hins vegar setja kommu á eftir nafni höfundar telja hann í engu merkilegri en hin atriðin sem fram þurfa að koma. Því er hann hluti upptalningarinnar en ekki upphaf hennar. Þeir eru því meira móðins í skilningi nútíma bókmenntafræðikenninga (Heimir nefnir þær vonandi í athugasemd við greinarkorn þetta).
Nú, þegar stefnurnar hafa verið skilgreinar er hægt að hefja samræðuna á vitrænum nótum. Mín meining er sú að höfundarverkið sé vissulega verðmætt og eitthvað til vinnandi með því að tryggja að heiðurs höfundar sé gætt þegar verksins er getið. Enda er höfundarverk varið með lögum nr. 73/1972. Ekki er titill verksins lögformleg persóna sem hefur hagsmuna að gæta. Það fylgir því s.s. meiri metnaður og virðing að setja tvípunktinn á eftir nafni höfundar.
Þess vegna tel ég rétt að nota tvípunkt á eftir nafni höfundar í heimildaskrárfærslum.
Spurningin sem eftir stendur er þá þessi: Hvort kom á undan, titillinn eða útgáfuárið? (Án þess að ég ætli að fara út í þá sálma hér þá tel ég titil skilgreina verk betur en árið sem það birtist. Þó svo gagn geti verið að því að sjá strax hversu forna rannsókn vitnað er til tel ég titilinn vera heillavænlegri.)
5 skilaboð:
Það versta í þessu öllu er þegar kennarar í háskóla (t.d. í félagsvísindadeild HÍ) setja það fyrir sig hvernig kerfi er notað. Það sem skiptir auðvitað mestu máli er að upplýsingar sem þurfa að koma fram komi fram í tilvísuna-/heimildaskrá, ekki hvort notaður er tvípunktur, komma eða hið leiðinlega ártalakerfi.
Sagði Nafnlaus, kl. 6:20 e.h.
Mín lausn á þessu vandamáli er að nota tvípunkt og fylgja honum eftir með sviga sem lokast.
Sagði Nafnlaus, kl. 6:56 e.h.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Sagði Gunnar, kl. 10:42 e.h.
Frá mínum bæjardyrum séð er þetta enginn vandi: ártalakerfið! Mikið fer hitt í taugarnar á mér ... og lausn Gísla er (langt um) illskárri!
(Fyrir slysni skráðist þessi athugasemd óvart á Gunnar í fyrstu og leiðréttist það hérmeð.)
Sagði Nafnlaus, kl. 10:44 e.h.
einnig er hægt að nota semíkommu og sviga sem annað hvort opnast eða lokast ef fyrri lausn mín hentar ekki.
Sagði Nafnlaus, kl. 9:08 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða