Lesnir;

25.1.07

Leiðrétting

Ég vil koma á framfæri ábendingu vegna missagnar í grein Finns Dellséns (fd), „Hverjir bera ábyrgð á hneykslinu?“ um Byrgismálið sem birtist í gagnavarpsrásinni Múrnum hinn 23. janúar s.l. (greinina má finna á slóðinni http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=2212&gerd=Frettir&arg=7)

Þar stendur orðrétt: „Ekki man ég heldur eftir því að stjórnarandstöðuþingmenn hafi sérstaklega óskað eftir því að ríkisstjórnin dældi peningum í óskilgreinda starfsemi kristilegs félags [þ.e. Byrgisins] sem ekki hafði neinum skyldum að gegna gagnvart hinu opinbera.“

Í 5. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands stendur m.a. eftirfarandi:
„Eftirgreindir aðilar skulu afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín til varðveislu: Embætti forseta Íslands, Alþingi, Hæstiréttur, Stjórnarráðið og þær stofnanir sem undir það heyra, svo og aðrar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í eigu ríkisins, félagasamtök sem fá meiri hluta rekstrarfjár síns með framlagi á fjárlögum og félög sem njóta verulega styrks af opinberu fé.“ (Hægt er að nálgast lagatextann í gagnavarpsrás Alþingis Íslendinga, www.althingi.is)

Því má vera ljóst að Byrgið hefur ríkum skyldum að gegna gagnvart hinu opinbera, þ.e. að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu.

2 skilaboð:

  • Var styrkurinn frá ríkinu verulegur? Ég þekki illa til þessa máls (að öðru leyti en því að vita af því og hverjir helstu „misbrestirnir“ voru). Það er annars greinilegt þá, að Byrgið hefði átt að vera fyrir löngu búið að afhenda sín gögn, án þess að vera sérstaklega um það beðið. Afglöp eru alltaf leiðinleg, en það er alveg sérstaklega leiðinlegt þegar fólk sem gefur sig út fyrir að hjálpa ... gerir allt annað. Hvað lagabókstafinn snertir er sennilega víða pottur brotinn, eins og til dæmis er dagsljóst ef bókakostur Landsbókasafnsins er skoðaður, með tilvísan til laga sem ég hef heyrt af en ekki séð.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:27 e.h.  

  • ,,Verulegur styrkur af opinberu fé" er það loðið orðalag að einu gildir hversu há upphæðin var. En það er rangt að Byrgið hafi átt að vera búið að afhenda sín skjöl fyrir löngu, því í gildi er s.k. 30 ára regla. Þ.e. skjölum 30 ára og eldri ber að afhenda Þjóðskjalasafni. Hins vegar er hægt að veita undanþágu frá 30 ára reglunni og afhenda yngri skjöl. Það er oft gert, enda er reglan sett til að fyrirtæki og stofnanir séu ekki með marga hillumetra af skjölum í (hugsanlega) lélegri geymslu, og eins til að tryggja aðgang alls almennings að þeim skjölum þar sem þau eiga heima. Líklega væri ráð að gera það í þessu tilfelli.

    Hin lögin sem þú, Heimir, vísar til eru lög nr. 71/1994 um Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn. 2. liður 7. greinar þeirra laga kveður á um að safnið eigi að ,,þaulsafna íslenskum gögnum, m.a. með viðtöku skylduskila, svo og að afla erlendra gagna er varða íslensk málefni."
    Sjá: http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/132b/1994071.html&leito=landsb%F3kasafn\0landsb%F3kasafna\0landsb%F3kasafnanna\0landsb%F3kasafni\0landsb%F3kasafninu\0landsb%F3kasafni%F0\0landsb%F3kasafns\0landsb%F3kasafnsins\0landsb%F3kas%F6fn\0landsb%F3kas%F6fnin\0landsb%F3kas%F6fnum\0landsb%F3kas%F6fnunum#word1
    En þetta er efni í annan pistil, sem Heimir ætlar að rita við tækifæri. Jafnvel með samanburði við Hollensk bókasöfn.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða