Lesnir;

27.11.06

Getraun VII

'Portland' er ekki bara borg í sameinuðu (fursta)ríkjum Norður-Ameríku heldur einnig gamalt örnefni á Íslandi. Undir hvaða nafni er sá staður betur þekktur?

Aukastig er gefið fyrir að geta tengsla staðarins við frambjóðanda til setu á Austurvallarþingi (sbr. hið forna Öxarárþing).

11 skilaboð:

  • Gæti hér verið átt við Hellna á Snæfellsnesi? Viss líkindi eru með þeim stöðum og þessu nafni, eða einhvers lags port. Þá eru aðrir staðir til dæmis í Vestmannaeyjum, nú eða Dyrhólaey.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:12 e.h.  

  • Hitt gef ég aldeilis alveg frá mér.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:13 e.h.  

  • Þú ert afskaplega sjóðheitur, en ég er ekki tilbúinn að gefa rétt fyrir þetta. Það vantar afgerandi svar.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 7:51 e.h.  

  • Ég held mig við Hellna.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 8:48 e.h.  

  • Kol-, al- og bandvitlaust.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 10:46 e.h.  

  • Er leyfilegt að nota heimildir við svarleitina eða er það brot á heiðursmannsreglu? Ég fann svarið í Íslandslýsingu Þorvaldar Thoroddsen en beitti til þess leitarfítus.

    Sagði Blogger Sölvinn, kl. 1:29 e.h.  

  • Hvaðan er Portland sementið?

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 5:57 e.h.  

  • Heimildanotkun er leyfð svo fremi sem þeirra er getið. Þar eð þú, Sölvi, hefur þegar sinnt því þá tel ég rétt á þessu stigi málsins að rétt svar komi fram, og veiti hérmeð fullt leyfi til svara með aðstoð.
    Hins vegar efa ég að svarið við aukagetunni sé skráð í Íslandslýsingu Þorvaldar, af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði legið látinn í gröf sinni drjúga stund áður en það þrekvirki var framkvæmt.

    Um 'Portland'-sement veit ég hins vegar minna en ekki neitt. Enda allt annað en verkhagur maður. Grunar þó það sé amrískt. Eftir því sem ég best veit er það samt sem áður málinu öldungis óviðkomandi.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 2:56 e.h.  

  • Þar eð hvorki Sölvi né aðrir ætla að birta hér afgerandi rétt svar, þá geri ég það hér með:

    Portland er annað nafn yfir 'Dyrhólaey'. Þetta svar var komið fram hjá Heimi, en ekki nema sem gizk meðal annarra gizka, þ.e. Hellna á Snæfellsnesi og nokkurra hugsanlegra staða í Vestmannaeyjum. Hann vissi það sumsé ekki. Hér er vizka í hávegum höfð og rétt svör gefin í hlutfalli við hana. Vizka er einnig að vita hvar þekkinguna er að finna, því bókasöfn eru eingöngu viðbyggingar heilans, kunni maður að brúka þau. Þess vegna var ég tilbúinn að gefa Sölva rétt svar, hefði hann skrifað það strax með vísan í heimildina. Auk þess vísa ég í þessa bók í BA-ritgerðinni minni og fannst þetta því kúl.

    Svarið við aukagetunni er þetta: Árni Johnsen, frambjóðandi, fjárdragari, mútuþegi og umboðssvikari, og Ómar Ragnarsson, fréttamaður, fugladansari, furðufuglaveiðimaður og umhverfisterroristi, (minnir mig að hafi verið með honum) flugu í gegnum gatið á Portlandi fyrir margt löngu.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 5:52 e.h.  

  • Það var og.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 6:00 e.h.  

  • Það var ekki Ómar Ragnarsson sem flaug í gegnum friðaða gatið með Árna heldur Arngrímur Jóhannsson, svona svo ég bæti við fræðilegu besserwisseríi.

    Sagði Blogger Erlingur, kl. 10:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða