Lesnir;

8.11.06

Innflutt pólitík?

Eitt finnst mér hafa vantað í málfluttningi Frjálslyndra upp á síðkastið: formaður flokksins á pólska konu. Sjá hér [á gagnavarpinu, innsk. ritstj.]: http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=176

Svo þarf að ræða þessi mál og fólk skipar sér í hópa, annars vegar ,,Íslandi Allt!"-víkingarnir sem borða sviðahausa í hvert mál og höggva innflytjanda og annan og hinsvegar sojalatte-furchtbar tolerant*-101 liðið sem hlustar á heimsmússík af því það er svo polýkúltúrell**.

Ég hinsvegar er ekki nógu vel að mér í atvinnu-, félagsþjónustu- og menntamálum til að geta mótað mér nógu góða skoðun á þessu. Við fyrstu sýn virðist mér þó ábyrgðin hvíla á atvinnurekendum, þ.e. fólkið kemur vegna vinnunnar og því ber atvinnurekenda að sjá um integrasjón, þ.e. aðgang að opinberri þjónustu, tungumálanám o.s.frv., að íslenskum samfúndi.

En mér finnst kómískt af hálfu gagnrýnenda frjáls flæðis fólks að tala um sérstök hverfi útlendinga o.þ.h. Það mætti halda að slíkir rýnar hafi aldrei komið á/heyrt um kollegí Íslendinga í Danmörku, hvar fólk kemst upp með að læra öngva dönsku! Að halda nálægð við kunnuglega hluti við framandi aðstæður er náttúruleg hegðun fólks, eftir því sem ég best veit.

Einnig held ég að ef Íslendingar veigra sér við því að læra dönsku af öllum málum eigum við ekki að segja mikið ef pólsku/tælenskumælandi fólk verður hvummsa við að sjá hrognamálið íslensku! Svo ég vitni í sænskan innflytjanda: Hvernig er hægt að tala svona hratt með alla þessa málfræði í gangi?

*skelfilegt umburðarlyndi
**fjölmenningarlegt

2 skilaboð:

  • Oseisei já. Svo eru það þessir úglensku vagnstjórar sem núna er verið að kvarta yfir; jú, „þetta“ kann vissulega ekki íslensku og opnar vissulega ekki fyrir fólki um miðjan vagn sem þarf að komast inn í hann með hjól og barnavagna þrátt fyrir að það öskri og gargi sig hást um að það vilji komast þar inn. Okkar menn aka bara burt í mestu makindum og skilja ekkert í þessum látum. Sjálfur hef ég átt ágætlega innihaldsríkar samræður við einn slíkan með handapati (sumir eru nefnilega ekkert beinlínis sleipir í ensku heldur...). Þetta reddast.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 10:13 f.h.  

  • Eitt enn, innan sviga en hástafað: Skammist yðar fyrir að minnast á vefslóð í g a g n a v a r p i n u án þess að nefna það sínu réttlega nafni!

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 10:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða