Lesnir;

21.12.05

Litlu-jólin í Tübingen

Í gærkvöldi (20. desember 2005) voru litlu-jólin haldin hátíðleg. Þar sem foreldrarnir höfðu gerst svo elskulegir að senda hangikjöt og Nóakonfekt, varð að koma þessu í lóg. Því hittumst við nokkrir Erasmussar (ca. 6 stykki, plús nokkrir ,,ekta” Þjóðverjar) heima hjá Sebastiaani Belga og átum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég eldaði jafning, en það heppnaðist furðu vel (soldið kekkjóttur samt). Hangikjötið var æði og ekki skemmdi fyrir að ég hafði fundið í verslun (Penny-Markt, varúð Íslendingar: þetta er hættuleg búð. Ég á eftir að gráta þegar ég versla aftur heima, eins og ég skríti af gleði þegar ég kom fyrst í penný. Svo skilst mér að hér ,,útá landi” sé hún alltað helmingi dýrari en t.d. í Berlín. Ég hætti mér ekki þangað.) drykk sem heitir Malz og annan sem heitir Comet appelsínulímonaði. Malzið bragðast næstum eins og vífilfelsmalt (sumsé hroðalega) og cometið er ekki nálægt Egils appelsíninu. En saman er þetta merkilega líkt Maltogappelsíni. Sumsé næstum eins og heima bara. Svo hafði ég líka fundið rauðkál og grænar baunir. Í eftirrétt var svo belgískt súkkulaðifondú (og Nóakonfekt auðvitað). Frábært. Svo var náttúrulega þýskur jólabjór að auki og ég veit ekki hvað og hvað.

Það gætti reyndar örlítilla fordóma í byrjun, þ.e. uppi voru kenningar um að hér væri mörgæsakjöt á ferðinni. Þær hugmyndir voru samt dregnar fljótt til baka með afsökunarbeiðni eftir að viðkomandi hafði smakkað. Svo fannst fólki stórfurðulegt að ég skyldi sjóða kartöflurnar með hýðinu, það er ekki venjan í útlandinu. Fólki létti samt þegar ég skrældi þær áður en þær fóru í sósuna.

Sumsé frábær íslensk litlu-jól í Tübingen.

4 skilaboð:

  • Ahahahaha!! þetta er stórmerkilegt allt saman. Verst að fá ekki að upplifa rammíslensk litlu-jól þarna með ykkur - hér eru enn ósköp lítil jól!

    Einstakt að þér skuli hafa tekist að finna svona þetta íslenskasta (og má alveg senda kjöt svona á milli (skilyrði að það sé reykt þá?)? Páll, færð þú nokkuð svona glaðning að heiman?) Nú er ég allur á því að fólk eigi að samlagast siðum í hverju landi og það allt, en þegar Ísland á í hlut! þá leyfist allt. Gæti verið að maltið líktist þessu bleika sem var flutt hingað inn fyrir rúmum áratug eða svo? Mér þótti það alltaf ágætt - ég held ekki að ég sé að rugla við Vífilfellið (þó að það líkist því bleika raunar).

    (ég heyrði útundan mér að einhver Reykvíkingur uppnefndi maltogappelsín maltesín eða maltelsín - svona er nú virðingin annars mikil fyrir þessum einstaka drykk hér í borg).

    Þessi færsla þín kom mér annars í hið mesta jólaskap so ætli ég fari ekki núna og finni til kreppappírinn!

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 4:38 e.h.  

  • Varðandi kjötflutninga, þá er þetta harðbannað. Hún móðir mín hugsar samt svo vel um ungann sinn að smygla þessu bara.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 4:43 e.h.  

  • Það gleður okkur að frétta af vel heppnuðu jólaboði ég kemst bara í jólaskap. Ætli ég drífi ekki í því strax á morgun að kaupa það hangikjöt sem brúkast skal heima á Fróni.

    Og vísurnar úr síðasta bloggi hreint ekki galnar...
    KV. Guðmunda G

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 10:50 e.h.  

  • Sæll frændi litli

    Mikið er gott að vita til þess að jólin séu haldin í útlöndum líka! Og jafnvel enn betra að sjá hvernig þú ert að koma þér inn í siðina þarna úti líka, gott að vita til þess. En að öllu gamni slepptu viljum við mosfellingar óska þér gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá þig aftur á nýju ári - Esjan bíður!

    kv Kristján Geir & co

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 11:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða