Lesnir;

3.10.05

Daglegt líf í Þýskalandi, eða: Ég og kalda stríðið.

Í dag fann ég illilega fyrir áhrifum kalda stríðsins. Fyrstu grunsemdir um að ekki væri allt með feldu vöknuðu þegar ég ætlaði að taka fimmuna niðri bæ, þurfti að erindast í bankann og eitthvað, var mættur á stoppistöðina kl. 12:32, vagninn kemur kl. 12:33. En það kom enginn vagn. Ég fór að velta fyrir mér hvort hann hefði verið snemma á ferðinni, þegar hann loksins kemur, kl. 12:37. Áður hefur hér komið fram hversu stundvísir vagnarnir hérna eru svo þetta var frekar óvenjulegt. 12:37 er frídagatíminn, á mig fóru að renna tvær grímur. Svo var þetta lítill vagn, ekki harmonikku-týpan. En jæja, ég fer niðrí bæ. Fyrst ætlaði ég að kíkja niðrí skólamötuneytið, ég var hálf hungraður og ætlaði að fá mér að borða. (NB. heitur matur fyrir 2,40 evrur er náttúrulega hlægilegt.) En þar var allt lokað og læst og enginn á ferli. Þá fattaði ég það: í dag er 3. október. Fjandinn. 15 Jahre deutsche Einheit stendur í blöðunum. Ekkert opið. Jú, ég fann einn kebabstað, og opið bakarí. Þannig að ég verð ekki of svangur í dag. En samt, til lukku með daginn Þjóðverjar nær og fjær.

Hmm, það er Erasmuspartý í kvöld, spurning hvort staðurinn verði nokkuð opinn?

Heimild:
15 Jahre deutsche Einheit