Lesnir;

4.10.05

Skilgreiningar

Ég er nokkurnveginn búinn að fá það á hreint hvar nákvæmlega ég er.
Til að byrja með er ég í gamla westrinu, þýska þ.e. Auk heldur er ég í Bundeslandinu Baden-Württemberg. En ég er bara í Württemberg, ekki í Baden. Þetta voru áður tvö héruð og ég er í gamla Württemberg. Það var meira að segja kóngur yfir Württemberg alveg fram til átjánhundruð og mikið, eða til og með Bismark, held ég. En auk þess er ég sunnan við ,,der Weißwurstäquator", þ.e. í þeim hluta Þýskalands þar sem menn búa til hvítar pylsur. Þessi Äquator liggur í gegnum norðurhluta Baden-Württemberg og Bayern, sumsé í suðrinu (já, ég er sunnlendingur líka í útlandinu). Svo er ég náttúrulega í hjarta Schwabenland, þar sem fólk talar ekki þýsku heldur ,,Schwäbisch", mjög merkilegt tungumál. T.d. bera Schwabiarnir -ei- ekki fram sem æ heldur ei eins og Íslendingar. En nánar til tekið er ég í þeim hluta Schwabenland sem tilheyrir Landle, -le er smækkunarending á svabnesku ekki ósvipað og -chen í þýsku. Litla landi sumsé. Schwabenland er rúmast allt innan Baden-Württemberg, en ég er samt ekki alveg með ,,landamærin" á hreinu.

2 skilaboð:

  • Smá mistök, það er ekki Landle heldur Ländle, sem leiðréttast hér með.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 2:59 e.h.  

  • Mér finnst þetta með ei-ið sannarlega athyglisvert (ég geri mér grein fyrir og vek athygli á þríræðninni).

    En úr því þú hefur ekki gert það sjálfur vil ég vekja athygli á þessari bráðskemmtilegu grein um þýzku (eður þjázku?):
    http://www.cs.utah.edu/~gback/awfgrmlg.html#x1

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða