Að loknu almanakssumari
Kæru lesendur, kæru vinir.
Ertu þá kominn, og farinn aftur, október?
Um daginn fórum við Tóní herbergisnautur í íþróttasalinn á Leningradskíj-prospékti að sjá hvernig keppinautar okkar í millideildamóti tækniháskólans lékju mínifótbolta. Í strætóinum, 27 sæta PAZ, ókum við í gegnum hverfi af 10 hæða blokkum og iðnaði. Í óræktinni milli húsanna og vegarins lágu geysilegar heitavatnspípur, skínandi í síðhaustsólinni, minnandi íbúana á að heitavatnið kemur ekki beint úr jörðinni. Á göflum blokkanna voru gáskafullar afstrakt-mósaíkmyndir af húsum. Nokkuð sniðugt; ef heilt hverfi er fullt af eins blokkum, hví ekki að skreyta þær með myndum af öðruvísi húsum?
Strætóinn skreið, með þægilegu dísilhljóði, og vélarlagi sem gaf þau skynhrif að hver einasti metri neytti sinnar olíu.
Laufin eru fallin af trjánum. Fyrir mánuði síðan héngu einsog gullnir ostar gul haustlauf bjarkanna og rauðbrydduð blöð reynitrjánna, þrunginna berjum.
Í aukatíma í efnafræði mætti ég um daginn. Þar voru tossar allra bekkja, auk mín, mættir til að taka smápróf og þess háttar, (símat er meginhefð hér í landi). Kennarinn, (sem er furðulega lík Hrefnu í Stóru-Sandvík, þ.e. þeirri eldri), gruflaði í blöðum sínum á meðan stúdentarnir litu í svindlmiðana sína og hjálpuðu hver öðrum í bróðerni.
Í eitt skipti leit hún upp og sagði: „Þú þarna í horninu, burt með svindlmiðana!”
Sá í horninu sagðist ekki vera með neina.
„Það er varla” sagði hún, og hélt áfram að blaða í skránum.
Ég hef komizt að því að munurinn á drykkjusiðum Íslendinga og Rússa á sér að öllum líkindum djúpar rætur í lögun brennivíns- flasknanna. Á Íslandi eru ½ lítraflöskur fleyglaga, þ.e. fara vel bæði í hendi og vasa. Að drekka af pela beint af stút lítur ekki svo illa út, auk þes sem soparnir mega vera eins litlir og hver vill. Þannig má drekka brenninvínið eintómt, því að vín í litlum skömtum kallar ekki á meðlæti.
Aftur á móti eru ½ lítraflöskur hér sívalningslaga einsog bjórflöskur. Þær fara því aðeins vel í hendi að úr þeim sé hellt í glas. Í glas þarf að hella í minnsta lagi 30 grömmum svo að vel sé. Og af því hlýzt hin víðfræga setudrykkja Rússa. Drykkju að hætti Íslendinga leyfi ég mér að kalla standdrykkju.
En hér á Novgorodskíj er allt við það sama, á 12 fermetrum erum við Angólamaðurinn Tóní með 6 fermetra af húsgögnum og hálfan þriðja hillumetra af bókum. Svo er enn verið að hamast hér á móti með fallharmi fram á nætur að búa til stöplagrunn undir nýtt elliheimili.
En enn snjóar ekki að ráði - ykkar Flóamaður í Arkhangelsk
Páll Sigurðsson
Ertu þá kominn, og farinn aftur, október?
Um daginn fórum við Tóní herbergisnautur í íþróttasalinn á Leningradskíj-prospékti að sjá hvernig keppinautar okkar í millideildamóti tækniháskólans lékju mínifótbolta. Í strætóinum, 27 sæta PAZ, ókum við í gegnum hverfi af 10 hæða blokkum og iðnaði. Í óræktinni milli húsanna og vegarins lágu geysilegar heitavatnspípur, skínandi í síðhaustsólinni, minnandi íbúana á að heitavatnið kemur ekki beint úr jörðinni. Á göflum blokkanna voru gáskafullar afstrakt-mósaíkmyndir af húsum. Nokkuð sniðugt; ef heilt hverfi er fullt af eins blokkum, hví ekki að skreyta þær með myndum af öðruvísi húsum?
Strætóinn skreið, með þægilegu dísilhljóði, og vélarlagi sem gaf þau skynhrif að hver einasti metri neytti sinnar olíu.
Laufin eru fallin af trjánum. Fyrir mánuði síðan héngu einsog gullnir ostar gul haustlauf bjarkanna og rauðbrydduð blöð reynitrjánna, þrunginna berjum.
Í aukatíma í efnafræði mætti ég um daginn. Þar voru tossar allra bekkja, auk mín, mættir til að taka smápróf og þess háttar, (símat er meginhefð hér í landi). Kennarinn, (sem er furðulega lík Hrefnu í Stóru-Sandvík, þ.e. þeirri eldri), gruflaði í blöðum sínum á meðan stúdentarnir litu í svindlmiðana sína og hjálpuðu hver öðrum í bróðerni.
Í eitt skipti leit hún upp og sagði: „Þú þarna í horninu, burt með svindlmiðana!”
Sá í horninu sagðist ekki vera með neina.
„Það er varla” sagði hún, og hélt áfram að blaða í skránum.
Ég hef komizt að því að munurinn á drykkjusiðum Íslendinga og Rússa á sér að öllum líkindum djúpar rætur í lögun brennivíns- flasknanna. Á Íslandi eru ½ lítraflöskur fleyglaga, þ.e. fara vel bæði í hendi og vasa. Að drekka af pela beint af stút lítur ekki svo illa út, auk þes sem soparnir mega vera eins litlir og hver vill. Þannig má drekka brenninvínið eintómt, því að vín í litlum skömtum kallar ekki á meðlæti.
Aftur á móti eru ½ lítraflöskur hér sívalningslaga einsog bjórflöskur. Þær fara því aðeins vel í hendi að úr þeim sé hellt í glas. Í glas þarf að hella í minnsta lagi 30 grömmum svo að vel sé. Og af því hlýzt hin víðfræga setudrykkja Rússa. Drykkju að hætti Íslendinga leyfi ég mér að kalla standdrykkju.
En hér á Novgorodskíj er allt við það sama, á 12 fermetrum erum við Angólamaðurinn Tóní með 6 fermetra af húsgögnum og hálfan þriðja hillumetra af bókum. Svo er enn verið að hamast hér á móti með fallharmi fram á nætur að búa til stöplagrunn undir nýtt elliheimili.
En enn snjóar ekki að ráði - ykkar Flóamaður í Arkhangelsk
Páll Sigurðsson
6 skilaboð:
Frábært að heyra loksins í þér. (ég hef sjálfur ekki haft rænu á að skrifa þér en mér skildist á mínum ærlegu resorsum að erfitt væri að ná í þig.)
Skemmtilegt þetta með húsin; það - eða öllu heldur andstæða þess - minnir mig svolítið á ástandið hér í Reykjavík þar sem er (a.m.k. á köflum) óþægilega litlu hugviti veitt í að finna einhverja harmóníu í sköpulagi og ásýnd húsa. Ekki svo að skilja að ég vilji hafa þau öll eins en það sem mér þykir þó einna helst bjarga húsbyggingastíl höfuðborgarinnar eru einmitt þessar eins hönnuðu blokkir og raðhús. En jafnvel þennan byggingarsamhljóm hafa sjálfstæðir Íslendingar raðhúsa áberandi þörf fyrir að rjúfa með því að lita hús sín appelsínugul með grænu þaki þar sem hin eru flest (þó ekki öll) hvítmáluð með rauðu. Það er nú samt eitthvað krúttlegt við vesturhluta bæjarins...
Allavega.
Hér í Reykjavík er loksins kominn snjór; ekki mikill en nóg til að gleðja lítil hjörtu. Ég hef mikið hlakkað til snjókomunnar sem er einkar stundvís í ár. Þau eru mörg árin sem eru liðin síðan ég átti hvítan afmælisdag en nú stefnir allt í það. En eitt þykir mér fyndið (kómískt). Hver einn og einasti sem ég hef talað við, utan kannski einn eða tveir, sennilega ekki nema einn (hann [hún] var á jeppa), bölvar þessum snjó og þessum kulda. Þessi batamerki náttúrunnar vekja hjá mér mikla gleði og nú vona ég bara að geta komist á skíði - þetta er jú Ísland. Norðurljósin eru líka miklu fallegri í snjó og þau hafa verið virkilega flott hér að undanförnu, ykkur útlendingunum að segja. Vetur og hálka kom Reykvíkingum svo í opna skjöldu að hér urðu ein 20 umferðaróhöpp fyrsta daginn sem snjóaði. Fyrir norðan er búinn að vera hörkuvetur og ekki berast slík tíðindi þaðan en ég ætla að láta það vera að stinga upp á skýringum þará.
Það var gaman að fá fregnir af þér.
Sagði Heimir Freyr, kl. 11:01 f.h.
Svo þú ert þá ekki dauður.
En snjór já. Hann yrði ekki langlífur hér.
Haust tekur ógurlegan tíma hér. Laufin falla svo mánuðum skiptir. En það er alltílagi, mér líkar nefninlega við hljóðið sem kemur þegar ég krem dautt og uppþornað laufblað undir skósóla mínum.
Sagði Gunnar, kl. 1:09 e.h.
Hins vegar, frá textafraedilegum sjónarhóli, er gaman ad sjá hvernig thú víkur thér frá fótboltaumraedunni strax í upphafi, madur fyllist fyrst um sinn angist: Fótaglímulýsingar á Lesnum!? En nei, thad er rétt tiplad í kringum thaer til ad hraeda okkur í tilefni hrekkjavökunnar (sem er sko hátid og frídagur og allt héddna í útlandi).
Sagði Gunnar, kl. 10:15 f.h.
Hvar er pósturinn sem ég átti að fá um leið og þú kæmir til Rússlands?!!?
Mér finnst ég svikinn
Jón Loðmfjörð
Sagði Nafnlaus, kl. 3:33 e.h.
Eda svar vid theim angistarfullu tölvupóstum sem ég hef sent í vonleysi og örvaentingu?
Páll, thetta afskiptaleysi jadrar vid dónaskap!
Sagði Gunnar, kl. 12:46 e.h.
Jamm, Gunnar, ii raun hjeldu poustar thiinir hjer aa Lesnum og ii gegnum tQlvupoust ii mjer liifinu, og jeg vissi ad jeg var ekki daudur ii hvert skipti sem jeg las thaa.
Jeg vona ad thid hafid ekki moudgast aa medan jeg var ad finna minn innri mann.
En Joun, jeg get oumQgulega munad hvada sendingu jeg aatti ad senda thjer, skrifadu endilega ii tQlvupusti hvad thad var, svo ad jeg geti sent thad.
Palli
Sagði Nafnlaus, kl. 1:40 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða