Lesnir;

7.10.05

Lífsgæði? eða: Weil sie haben zu wenig Geld gekriegt.

Ég sá verkfall í dag. Svona alvöru, með skrúðgöngu og lúðraþyt. Heilmikil læti. Þetta voru starfsmenn klíníkanna hér í Tübingen sem áður hefur verið sagt frá. Ég hafði heilmikla samúð með þessu fólki, alveg þangað til ég sá kröfurnar. Reyndar kom ekki fram á spjöldunum hvað þau vildu í laun, en á einu spjaldi stóð: ,,38,5 Stunden pro Woche für alle." Þetta þótti mér kúnstugt, heilbrigðisstéttin (eða hvaða stétt sem er) að krefjast innan við 40 stunda vinnuviku. Slagorðin sem þau hrópuðu voru t.d. eitthvað á þá leið að þau væru líka manneskjur, ekki bara útgjaldaliður fyrir sjúkrahúsin. Er maður ekki manneskja ef maður vinnur meira en 40 stundir á viku? Hvað er meðaltalið heima? Milli 50 og 60?