Lesnir;

28.12.05

Jól í Tübingen

Um miðjan dag 24. desember gafst ég upp og opnaði jólakortin. Á slaginu sex opnaði ég pakkana. Svona er maður óþolinmóður. En þetta má meðan maður er í útlöndum.

Eftir að hafa heimsótt ásamt slóvakískum kunningja mínum undirbúning búlgarsks jólagleðskapar á þriðju hæð hófum við matseldina hjá okkur, á fimmtu. Við í þessu tilfelli eru: Louis frá Kamerún, Anca frá Rúmeníu, Armagon og Hakan (minnir mig að hann heiti, hef aldrei hitt hann áður) frá Tyrkland
i, Karol frá Slóvakíu og ég.









Frá vinstri til hægri: ég, Anca, Louis, Armagon og Karol. Hakan tók myndina.

Þegar við vorum að elda, spyrja tyrkirnir allt í einu: ,,og hvers vegna haldið þið upp á jólin?” Þeir eru múslímar og hafa engar forsendur til að vita afhverju þetta hafarí allt saman er. Þetta er einmitt kjarni þess að fara erlendis, að kynnast öðrum menningarheimum sem ekki eru eins og sá sem maður fæddist í.

Það var vel étið og drukkið fram yfir miðnætti og mikið gaman.

1 skilaboð:

  • Ha? Takk fyrir árið sömuleiðis.
    Jú, þetta eru sæmilegir veggir. Veggurinn hinum megin í eldhúsinu er hinsvegar öllu verri, því þar er píluspjaldið staðsett, og greinilegt á ástandi veggjarins að það er ekki nógu stórt.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 11:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða