Lesnir;

26.12.05

Hlutleysi

Skilgreining: Stjórnmál eru hluti af sögunni.

Sagnfræðingar eiga að reyna eftir fremsta megni að sýna hlutleysi í störfum sínum. Fyrir mér er hlutleysi meðal annars að reyna að hafa ekki áhrif á framgang sögunnar. Því liggur í augum uppi, sbr. Skilgreininguna hér að ofan, að ef sagnfræðingur er flokksbundinn, tekur þátt í starfi stjórnmálaflokka eða nýtir kosningarétt sinn, er hann ekki hlutlaus. Því þá er hann að reyna að beina framgangi sögunnar í ákveðinn farveg umfram aðra.

6 skilaboð:

  • Ég er sumpart sammála - en hvers eiga þá málfræðingar að gjalda? Þeir verða að steinþegja, eða hvað? Ekki mega þeir hafa áhrif á málþróun í landinu, t.d. með því að tala gullaldarmál og vera um of konservatífir, né stuðla að auknum breytingum á því með því að sýkja sig eða láta sýkjast af misútbreiddum málkvillum. Meðalvegurinn er vandrataður í þeim efnum.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 3:56 e.h.  

  • Áhugaverður vinkill, en varla sambærilegt. Ef sérstök stofnun væri til þar sem fólk kepptist um að hafa áhrif á tungumálið á hverjum degi, og fólkið væri kosið til að þjóna hagsmunum ákveðinna hópa eða skoðanna á þessum vettvangi, þá væri þetta sambærilegt. En svo er nú ekki.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 11:54 e.h.  

  • Og skougfraidingar? Eiga their ad sitja med hendur ii skauti og reyna ad hafa ekki aahrif aa vidgang skouga?

    Er ekki maalid ad gera hlutina ii stad thess ad kunna thaa? Taka til ii sagfraidingastjett, vinsa uur apaketti einsog Hannes Houlmstein og Aarna Snaivarr, og hefja svo markvisst Jounas fraa Hriflu aftur til virdingar skoulabarna?
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 4:37 e.h.  

  • Ég held að sagnfræðingurinn eins og hann er til i dag, sé í raun postmódernískt fyrirbæri- nútímasagnfræðingur skrifar ekki "söguna" með stóru essi, hann kennir liðna atburði, túlkar þá og skrifar um þá fyrir aðra sagnfræðinga. Eins er það með málfræðinga, nema að þeir eru í flestum atriðum sammmála um hvað er rétt og hvað er rangt. Svo er bara að deila út viskunni.
    -HKH

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 6:23 e.h.  

  • Já, ég er það sem ég vil kalla (með annað augað á efri vör málfræðingsins) heví ósammála. Hvað hefur meiri áhrif á batteríið sem stjórnmálin eru annað en sagan? (Fyrir utan kannske hagfræði gærdagsins, en það er annar handleggur.) Nú fyrir skemmstu sá ég stuttan lista yfir uppáhaldsbækur pólitíkusins Bill Clinton og dágóður hluti þeirra voru sagnfræðibækur. Þeir sem stunda stjórnmál á annað borð, hvort sem þeir eru sagnfræðingar eða ekki, hljóta að vera fyrir áhrifum af því sem sagnfræðingar halda í frammi og skrifa útí heiminn á akademískum vettvangi.

    Væri ekki allteins hægt að segja ,,Sagnfræði er hluti af sögunni"?

    Eða hvað. Er einhver munur á því að þramma á þing og krefjast umbóta á heilbrigðiskerfinu (og telja þar upp söguleg dæmi um lélegan aðbúnað sjúklinga, biðlista, manneklu á sjúkrahúsum osfrv.) annarsvegar, og því að skrifa sagnfræðistúdíu um sama hlut hinsvegar?

    Það mætti kannske halda því fram að á meðan pólitíkusinn velur einstök dæmi en minnist ekki á önnur, til þess að styrkja málstað sinn, þá fari sagnfræðingurinn yfir víðara svið. En þá stendur þetta allt og fellur með hugmyndinni um hlutleysi fræðimannsins.

    Sem er blekking.

    Hana.

    (Mikið óskaplega fer það annars í taugarnar á mér að það skuli ekki koma dagsetning með kommentunum. Þetta er ritað þann 5. janúar 2005.)

    Sagði Blogger Björninn, kl. 10:46 f.h.  

  • ,,Hefur í frammi" átti þetta að vera. Ekki ,,heldur í frammi".

    Alveg satt.

    Sagði Blogger Björninn, kl. 10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða