Réttritunarreglur
Er í raun nauðsynlegt að binda stafsetningu niður í fastmótað form? Hvers vegna eru sett af alþingi lög þess efnis að ég megi ekki skrifa „Grítubackahreppur“? Þessi ritháttur er fullt eins skiljanlegur og hinn hefðbundni „Grýtubakkahreppur“. Það er mín skoðun að takmörkun á frelsi til stafsetningar sé bæði forheimskandi og hefti skapandi hugsun. Einnig má benda á það að fólk virðist nota hvert tækifæri til þess að beita þessum reglum ekki, þ.e. í tölvusamskiptum etc. en þegar skrifin eru fyrir skóla eða annað verða allar reglur voða heilagar. Stafsetningarreglur eru heftunartæki skrifræðisins!
En benda skal á að meginmunur er á stafsetningu og málfræði. Stafsetning er birtingarmynd málfræðinnar, en um leið og málfræðinnni er brenglað af ritara fer skilningur lesanda á textanum fljótlega þverrandi og því ber að verja okkar fögru málfræði með kjafti og klóm.
Sem dæmi um muninn á málfræði og stafsetningu eru eftirfarandi setningar:
Lauphei faeddizt í Grítubackahrepp.
Laufeyjar fæddur í Grýtubakkahreppur.
Fyrri setningin er málfræðilega rétt en kolbandvitlaust stafsett, en sú seinni inniheldur enga stafsetningarvillu en er málfræðilega með öllu óskiljanleg. Hvor setningin finnst þér, lesandi góður, skiljanlegri? Að endingu vil ég færa í orð þá sannfæringu mína, að ef stafsetning yrði gerð frjálsari en þeim mun meira hlúð að málfræði, verði almenn málvitund og málskilningur fólks þeim mun meiri.
Þakka þeim, er hlýddu.
En benda skal á að meginmunur er á stafsetningu og málfræði. Stafsetning er birtingarmynd málfræðinnar, en um leið og málfræðinnni er brenglað af ritara fer skilningur lesanda á textanum fljótlega þverrandi og því ber að verja okkar fögru málfræði með kjafti og klóm.
Sem dæmi um muninn á málfræði og stafsetningu eru eftirfarandi setningar:
Lauphei faeddizt í Grítubackahrepp.
Laufeyjar fæddur í Grýtubakkahreppur.
Fyrri setningin er málfræðilega rétt en kolbandvitlaust stafsett, en sú seinni inniheldur enga stafsetningarvillu en er málfræðilega með öllu óskiljanleg. Hvor setningin finnst þér, lesandi góður, skiljanlegri? Að endingu vil ég færa í orð þá sannfæringu mína, að ef stafsetning yrði gerð frjálsari en þeim mun meira hlúð að málfræði, verði almenn málvitund og málskilningur fólks þeim mun meiri.
Þakka þeim, er hlýddu.
8 skilaboð:
Þessi eru svör Ríkisins:
Reglugerð um stafsetningu
Óskað var eftir því að menntamálaráðuneytið endurskoðaði reglur um afnám z. Ekki hefur verið sett löggjöf um íslenska stafsetningu. Hins vegar er löng hefð fyrir því að íslensk stjórnvöld gefi fyrirmæli í formi auglýsingar um hvaða reglur skuli gilda um stafsetningu þá sem kennd er í skólum og notuð er í ýmsum gögnum sem út eru gefin á vegum ríkisins eða með atbeina þess Að því er kennslugögn varðar má segja að lagaskylda í þessu efni felist í skólalöggjöf sem ætlar stjórnvöldum menntamála eftirlitsábyrgð á námsefni og kennslu. Auglýsingar af þessu tagi hafa verið birtar sex sinnum á þessari öld, en hin fyrsta var auglýsing nr. 15/1918, um eina og sömu stafsetningu í skólum og á skólabókum. Gildissvið gildandi auglýsingar nr. 132/1974, sbr. breytingu samkvæmt auglýsingu nr. 261/1977, er markað þannig, með beinni tilvísun í reglugerðina en þar segir að: ,,Eftirfarandi reglur skulu gilda um stafsetningarkennslu í skólum, um kennslubækur útgefnar eða styrktar af ríkisfé, svo og um embættisgögn sem út eru gefin." Menntamálaráðuneytið telur ekki eðlilegt að binda það í lög hvernig stafsetning íslenskrar tungu skuli vera. Þá vill menntamálaráðuneytið benda á, að samkvæmt gildandi lögum um íslenska málnefnd frá 1990 er nefndinni m.a. ætlað að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál. Skal leitað umsagnar hennar áður en settar eru reglugerðir eða annars konar fyrirmæli um íslenska tungu að svo miklu leyti sem einstök atriði heyra ekki undir aðra samkvæmt öðrum lögum. Eins og áður segir eru ákvæði núgildandi auglýsingar um íslenska stafsetningu bundin við afmarkað gildissvið, þ.e. skólakennslu, kennslubækur og embættisgögn. Ekkert bann liggur því við notkun bókstafsins z utan þessa sviðs standi vilji til þess. (Maí 1998)
Sagði Heimir Freyr, kl. 10:48 e.h.
Hvernig stendur á því, að í hvert sinn sem umræðu um stafsetningu er hleypt af stokkunum, kemst ekkert annað að en þessi skrambans seta?! Sjer virðulegur Commentator ekki að hjer er um stafsetningu rætt í miklu víðara samhengi en einungis hvort eitthvað sé betst, best eða bezt? Ef umræðan sekkur niðr á þetta plan, strags við primus commentus, sé eg ecki mikla ástæðu til að halda þessu áfram.
Að lokum legg ég til, að upp verði tekið hæstasta fall lýsingarorða.
Sagði Gunnar, kl. 10:56 e.h.
Þegar stafsetningu ber á góma er einkum þetta tvennt sem kemur til álita:
- skrifa s eða Z*- grannir sérhljóðar á undan ng/nk
Þetta er í sjálfu sér léttvægt, því stafsetningin á langt í land með að vera hljóðrétt --> Þehda er í sjaulvu sier liehdvaixt, því stafsehdníngin au lánhd í land með að vera hljóðriehd, eins ox sjau mau.
* Zetu skrifa ég með feitletraða, með rauðu og með stórum staf henni til heiðurs.
Sagði Heimir Freyr, kl. 11:02 e.h.
Tss, aa ekki ad segja << ii -hreppi >>, ef thad er ii stadarfalli?
Palli
jeg verd ad segja ad thessi rangfairsla gerdi alla adra umraidu marklausa ii augum miinum.
Sagði Nafnlaus, kl. 2:34 e.h.
Ja þegar stórt er spurt. Ég brúka þá þumalputtareglu að hafa þágufallið eins með og án greinis og þar eð ég get ekki sagt hreppinum hlýt ég að taka undir með Gunnar(i) Marel(i).
En; en; en; væri ekki fremur leiðigjarnt ef hver skrifaði eins og honum sýndist? Nú lesa í raun fæstir orðin; þess í stað leggjum við þau einhvern veginn á minnið og þekkjum þau aftur þegar við sjáum þau (sumir virðast reyndar gera þetta öðruvísi, sbr. hvað sumir virðast eiga erfitt með að halda sig við venjur í stafsetningu; þetta mættu einhverjir merkir fræðingar athuga kannski?) - þannig væri seinlegt að lesa skáldsögu sér til skemmtunar ef hún væri e.t.v. hljóðrituð. Ég held að sjaldnast vilji skrifarinn draga tungumálið of áþreifanlega inn í verkið, eða hvað.
Sagði Heimir Freyr, kl. 12:27 e.h.
Daginn,
Ég þarf að hafa upp á honum Palla í gegnum tölvupóst en vantar addressuna...
palli@russia.ru???
paul.icelander@vodka.tk???
endilega segjið mér það sem ég vil vita.
Kveðja,
Atli Fannar
Sagði Nafnlaus, kl. 11:06 f.h.
psiggason@hotmail.com - er Palli
Gjörðu svo vel Atli.
Jón Örn
Sagði Nafnlaus, kl. 8:14 e.h.
Í sambandi við hljóðritaða skáldsögu þá dettur mér bara ein í hug, en það er Trainspotting eftir Irvine Welsh (þó þær séu eflaust fleiri). Þar birtist talandi persónanna einsog hann kemur úr kjaftinum á þeim, yfirdrifinn skoskur hreimur og allt. Ég held samt að það sé einmitt til þess ætlað að fólk eigi í nógu miklum vandræðum með að lesa bókina, allavega til að byrja með..
Hinsvegar held ég að almennt sé þetta einmitt málið, að skáldsögur séu síður skrifaðar með það fyrir augum að festa lesandann í pælingum um stafsetningu orðanna. Það að 'draga tungumálið áþreifanlega inn í verkið' er samt reglulega stundað, en þá á annan hátt.
Endalaus stafsetningarflúr eiga sér frekar samastað í ljóðagerð, þarsem atómhórur kalla sig góðar þann daginn ef þeim tekst að stafsetja orð (eða splæsa saman orðum) þannig að úr verði nýtt og sniðugt og tví- eða margrætt orð.
Annars sé ég ekkert athugavert við almenna samræmingu í stafsetningu. Er ekki ágætt að vita til þess að þó erfitt geti verið að skilja fólk úr fjarlægum landshlutum (e.t.v. á þetta ekki við á Íslandi, en hei) sé allavega hægt að tala við það á MSN, að því gefnu að það hafi lært stafsetningu í grunnskóla? Auk þess sem tungumálakennsla yrði ívið flóknari ef þú fengir þínu framgengt, Gunnar. Og svo framvegis. Ég er ekki maður góðra raka.
-b.
Sagði Björninn, kl. 1:21 f.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða