Lesnir;

20.1.05

Efnistakagreining með Dewey-kerfi

Kæru lesendur.
Hver kannast ekki við að hafa heyrt eða lesið pistil sem er ekki um neitt. Einhver bullar, og maður er svo vitlaus að leggja eyrun við. Svo er líka til í dæminu að tveir tali saman um ekki neitt. En hvað er fólk að tala um þegar það talar um ekki neitt?
Ef til vill veðrið, en það hefur bjargað mörgum stirðum samræðum hjá mér.
Til þess að vita um hvað maður er að tala er gott að flokka það eftir efnisflokkunarkerfi Deweys; því sama og notað er á bókasöfnum.

Aðalflokkar Dewey-flokkunarkerfisins eru þessir:
000 Almennt efni, tölvufræði, safnfræði
-undir þennan flokk falla einnig yfirgripsmiklar samsæriskenningar.
100 Heimspeki, sálfræði.
200 Trúarbrögð.
300 Félagsvísindi.
400 Tungumál
-þjóðsögur og sagnaþættir líka.
500 Raunvísindi.
600 Tækni (hagnýt vísindi), iðnaður
-hér er læknisfræði, heilsa, tantra og kama sutra.
700 Listir, skemmtanir, íþróttir
-bridds, skák, lúðrasveitir.
800 Bókmenntir og stílfræði
900 Landafræði, ævisögur og sagnfræði.
---
Ég hef, sökum þess að ég verð mjög fyrir áhrifum af Flog-i; þar sem margskonar greining er stunduð; og einnig af Sævari Öfjörð, sem skrifar helzt ekki um annað en blogg, þá hef ég flokkagreint Lesna frá upphafi:
000 [1]
--093 Meðferð texta [1]
100 [4]
--117 Bygging heimsins [2]
--119 Tölur og jafnvægi [1]
--121 Kenningar um vizku [1]
300 [3]
--370 Menntun [2]
--371 Skólastjórn/sértæk efni um menntun [1]
400 [4]
--402 Félagsleg málfræði [1]
--404 Greinamerkjasetning og stafsetning [1]
--407 Menntun og rannsóknir í málfræði [1]
--418 Málnotkun og hagnýt málfræði [1]
500 [3]
--573 Líffræðileg mannfræði [2]
--577 Grundvallarnáttúra lífs [1]
600 [2]
--608 Uppfinningar og lausnir [2]
800 [6]
--807 Menntun og rannsóknir í bókmenntum [1]
--809 Greining á bókmenntum [1]
--811 Ljóð og kvæði [3]
--821 Ensk ljóðlist [1]
900 [2]
--907 Menntun og rannsóknir í sagnfræði [1]
--920 Ævisögur og æviskrár manna[1]

Hér sést glögglega hve fjölbreytt efnistökin hafa verið. Helzt vantar 200 flokkinn (trúarbrögð) og 700 (listir, skemmtanir, íþróttir), og mikið efni hefur flokkast undir bókmenntaflokkinn, 800. En dreifingin, sú sem er til staðar, er tiltölulega jöfn.
En hvað merkir þessi dreifing? Er dreifing eftir Dewey-kerfi markverðari en önnur dreifing? Það er rétt að þetta dreifirit lýsir ekki hvernig er skrifað - heldur nefnilega því, hvað er skrifað. Og ég tel því að þessi framsetning eigi fullan rétt á sér.
Hér hef ég því fyllilega leitt lesendum, (sem e.t.v. héldu að Lesnir væru fátóna rit), fyrir sjónir hversu fjölbreytt efnistök Lesinna eru, með viðurkenndum aðferðum.

4 skilaboð:

  • Þetta er hressandi lestur og ganglegur, Magister Paule!
    Einnig gæti þessi yðar greining orðið sem hvattning, ellegar heróp, til okkar allra til að leita á ný mið og skapa sem mestan jöfnuð allra greina hinna ýmsu fræða.
    Nú er bara að sjá hvort merkjanlegur munur sé á efnistökum okkar kontribjutara eftir þessu ágætasta flokkunarkerfi.
    Kudos Paulus!
    Kudos Dewey!

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:25 e.h.  

  • Þetta er mikið góð samantekt og allrar athygli verð. Væri síðan ekki ráð að gefa gaum viðtökurannsóknum og reyna að gera grein fyrir þeim áhrifum sem pistlarnir hafa haft á lesendur annars vegar og okkur sjálfa hins vegar. Gætum við metið þau hlutlægt? Ég efast mjög um að nokkur verði samur eftir að hafa meðtekið vora menntun og upplýsingu.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 3:40 e.h.  

  • Gott að flog fær hrós hér, enda virðist oft að 2/3 lesnum mönnum séu rosalegir fýlupúkar útí flog. En þeir eru líka fýldir útí nútímann..svo ég sem fulltrúi modernískra blogga verð auðvitað fyrir hatri þeirra.

    Annars get ég ekki verið fullkomlega sammála þessari greiningu og það bókasafn sem væri líkt og lesnir - er afskaplega fátkælegt bókasafn jafnvel þó við margföldum magnið, ekki allar fræðigreinar komast að og ekki allir hópar - einungis lítill hópur manna sem fær að njóta sín hér.Í stuttu máli.. lesnir minnkiði tilgerðina, aukiði einlægnina, verið þið sjálfir og bloggið.

    Megi lesnir lengi lifa húrra húrra húrra! Megi þetta verða frábært blogg húrra húrra húrra!

    Jón Örn.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 5:48 e.h.  

  • 33218925 8032361. 0731

    jé ðr ikt föörgt ekurr þanue luðuenede err öötu er á séeðu mienenni.

    Kveðja og fleira í stíl
    Jón AKGT VIC. SGT. AMB.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 6:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða