Lesnir;

1.3.05

Enn frá Arhangelsk

Jæja, þá er maður vaknaður aftur.
Og Framsóknarflokkurinn enn í ruglinu.
Hvenær endar þetta?

Kaffið hér er hreinasti viðbjóður. Í kaffistofunni í skólanum er selt kaffi. Ég bað um sykurlaust kaffi með mjólk. Í eitt skiptið var ekki til mjólk. En núna er alltaf til mjólk. Verst að það er þykkt og sykruð mjólk. Svo að ef maður biður um sykurlaust kaffi með mjólk, þá fær maður sæt kaffi. Og allt kaffid er neskaffi. Ódýrasta kaffið er fínmalað duft; Kafe Pele.
Rússar nota svo mikinn sykur með teinu, að ég held að það þyrfti að þvo glösin með bráðnu blýi til þess að ná sætukeimnum úr þeim.
En þetta er annars allt alveg ágætt. Maður lærir af þessu nægjusemi.

Mjólkin venst furðu-vel. En ég er samt í auknum mæli farinn að snúa mér að osti.

En fyrst menn voru að spyrja um málfarsstefnu, þá get ég gert örlitla grein fyrir henni í stuttu máli. Í rússnesku er mýgrútur af erlendum orðum. Jafnt tæknileg orð sem ótæknileg eru tekin og hafa verið tekin upp í tungumálið síðustu aldirnar. Dæmi: (этаж) etazh – hæð (í húsi), (штраф) shtraf - sekt (úr þýzku, schtraf), (ликвидация) likvidatsia – mildun aðstæðna.
En öll eru orðin beygð eftir kúnstarinnar reglum, svo að erfitt getur verið að sjá hvaðan orðin eru komin.
Enn má tala um miðmyndarsagnir. Þær eru margar í rússnesku, og haga sér glettilega líkt og íslenskar miðmyndarsagnir. Dæmi um innfluttan stofn miðmyndarsagnar er sögnin adaptirovatsja (адаптироваться) – aðlagast. Hér er miðmyndarendingin –sja. Og öll beygist sögnin léttilega eftir öllum horfum og tíðum.
Allalgengt er að heiti á fyrirtækjum og slíku séu tekin hrá upp úr ensku. Og er þá stundum jafnvel notast við latneskt letur. En það er sjaldan.
Við upptöku orða í rússnesku verður að hafa í huga að framburður og hljóðan breytist oft nokkuð. En þareð ræussneskan hefur yfir að ráða mörgum stöfum sem tákna [s] og slík hljóð, þá er minnsta mál að koma þýzkum, frönskum og enskum orðum á smekklegan hátt í umferð.
Og að lokum, endingin –tsia í uppteknum nafnorðum samsvarar endingunni –tion í ensku og fleiri málum.

En nóg um málfræði. Hér er ofurkuldi, með léttri snjókomu, því að stórt hitaveiturör sprakk í miðbænum fyrir tveimur dögum og gufan hefur legið yfir bænum síðan, í formi hríms og snjós. Herbergisnautar mínir drekka sultu, sem sagt er, og enda á fylleríi um það bil þrisvar í viku. Skólinn gengur sinn vanagang, og lúðrasveitirnar taka frá tíma fimm sinnum í viku. Í gær fórum við ásamt stelpum tveim á bar, og þar dönsuðum við villt og galið.
o.s.frv.

Palli

3 skilaboð:

  • Þú hlýtur að vera himinsæll með að fá loksins ódrekkandi kaffi?

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 5:12 e.h.  

  • Hehe, thad er ekki laust vid ad mjer liiki bara vel vid thetta sull.
    Bezt thykir mjer thou thegar jeg fai glas fullt af hviitum vQkva, og tharf ad hraira reglulega vel ii thvii til thess ad komast ad thvii ad thetta er kaffi ii botninn, mjoulk thar fyrir ofan og restin heitt vatn.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 5:30 e.h.  

  • Stórmerkilegt.

    Kaffið - ekki líst mér nú á það. Ég hef þó lært það í þinni fjarveru, Páll, að uppáhelling, sem og tegund, skiptir máli. Það var Gunnari sem tókst að berja þetta inn í kollinn á mér þegar honum gafst færi - eða þegar ég gaf honum færi - á að leyfa mér (láta mig) bragða á sínu kaffi samtímis mínu. Ég var þá að anda að mér þeirri moldarkenndu angan sem leggur af mínu brúsakaffi - eða hana leggur svo sem ekki af því en hana ofurlítinn moldarkeim má þó finna. Hins vegar. Þegar ég dreyfti á hans, og svo á mínu - eða það var öfugt - þá, já, þá, tja, áttaði ég mig á því að þetta kaffi sem mér þótti svo gott var þegar allt kom til alls einhver sá alversti viðbjóður sem ég hef á ævinni bragðað. Síðan þetta var hef ég ekki fyllilega getað notið kaffis. Dagsgamalt kaffi sem ég hita upp, því kem ég varla niður; af því er einhver ógeðslegur keimur sem líkja má við það þegar gómsætt grænmeti trénar - ja eða svona huglægt allavegana. Semsagt, ekkert meira hollenskt hágæða-mokkakaffi fyrir mig, né hágæða danskt kaffi, né heldur eðalristað kaffi; né sennilega nokkurt einasta kaffi sem kostar minna en 400 kr/kg.

    Hvur veit nema takist að koma mjólkurkenndu kaffi ofan í mig næst.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 12:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða