Lesnir;

23.9.08

Sonnetta

Tvíræðir höfundar trítla á skáldaslóðum
tileinkandi portfrúm vísur sínar.
Leirburðinn þeirra lofa allir rýnar
því listin dó, við hana fótum tróðum.

Sérðu hvar hún liggur, syrgð af fáum;
sælir eru þeir sem henni bráðast gleyma.
„Þar sú fórst sem aldrei finnst um heima
og fyrri hæðum aldrei gera náum.“

En víst má reyna að vekja hana af svefni
og vekja þjóð til mennta og af sút.
Því hvað er líf sem lifað er án róta?

Fornra skálda ennþá nöfnin nefni,
en nýgræðinga man ei dægrið út.
Þröstur minn góður, stefnt getum til bóta.

5 skilaboð:

  • Ég tek ofan.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 8:43 f.h.  

  • Annars vil ég líka spyrja; hvaðan kemur tilvitnunin „Þar sú fórst sem aldrei finnst um heima / og fyrri hæðum aldrei gera náum.“?
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 9:24 e.h.  

  • Þetta er nú meira óbein tilvitnun, en Árni Magnússon sagði víst þegar brann í Höfn og ekki varð meiru bjargað:
    „Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags.“

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 9:59 e.h.  

  • Jú, mér kemur einnig hattur í hug. Braglínuparið sem Páll vitnar til kætir mig einkanlega, af ástæðum sem a.m.k. höfundinum eru hreint ekki ókunnar.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 7:04 f.h.  

  • Já strákar, það er kreppa. Takið þó gleði ykkar aftur!

    Sagði Blogger Jón Örn, kl. 9:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða