Lesnir;

17.9.08

Myndir úr vísindaferð

Það benti mér maður á að það gæti orðið gaman að birta nokkrar myndir úr námskeiðsdvölinni í Karasí. Auk þess kallaði hann ferðina vísindaferð, sem mér finnst skemmtilega komizt að orði.

Myndirnar eru frá hinum og þessum. Það þurfti að velja þær gaumgæfilega; sneiða hjá öllum myndum af ölvuðu fólki, stelpum í sundbolum og þeim sem á annan hátt kynnu að gefa upp neikvæða, ýkta eða ranga mynd af mannlífinu.

Það má vera, að það hafi ekki tekizt fullkomlega. En látum það samt vera.

---


Gúsév, Červočkov, Kostylév.

Á heimleið eftir sýnikennslu á TDT-40 beltatraktor. Takið eftir gleraugunum á Gúsévi; þau skar hann út úr tómri bjórflösku þá um morguninn.


Vanín, Borovoj, Zadorín, Zacharov, Alexander Rosljakov, Michalič, glittir í Kičakov, Gúsév, Kobilín, Romanov.

Frá vígsluathöfn varðeldstæðisins, sem seinna fékk nafnið And-stúdentaráð. Það fylgir sögunni að þegar fáninn var svo dreginn upp, þá hafi allir sungið þjóðsönginn.


Kobilín, Rosljakov.

Lerkitré mælt. Mælistikan náði ekki utan um stofninn.


Michalič, Tretjakov, Zacharov.

Súpa að kvöldi til. Í bakgrunni er blái svefnskálinn (karldyr). Hægra megin liggur eldiviðurinn.


Tsvetkov, kennari; Ovsjannikova, Kostilév, Vanín, Spíridonov, Smírnova, Zadorín.

Í skógmælingum. Þetta voru heitir dagar, en bitmýið ásækið.

6 skilaboð:

  • Það er gaman að þessu, Páll.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 6:37 f.h.  

  • Frábært að sjá myndir, Páll. Meira svona!

    Sagði Blogger Sævar, kl. 10:15 f.h.  

  • Prýðilegt framtak og ánægjulegt að sjá mannlífið í miðbæ Arkangelsk.

    En að einu langar mig að spyrja;
    eru skógfræðingar og skógfræðinemar almennt mjög hlédrægt fólk? Þ.e. vill það ekki sjást við iðju sína, þar eð allir klæðast felubúningum.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 8:45 f.h.  

  • Ha!, leyfa sagnfræðingar sér núorðið að spyrja alhæfandi spurninga?

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:12 f.h.  

  • Með því að vera í felulitabúningi er hægt að losna við að vera t.a.m. áberandi kenndur, áberandi þreyttur að morgni dags, eða áberandi grænn. Þetta er semsagt bara hagsýn hlédrægni.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 5:36 e.h.  

  • Þetta er sérlega dásamlegt að lesa (og skoða).

    Sagði Blogger Unknown, kl. 9:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða