Lesnir;

16.8.07

Gott að hafa í huga

Gúm, geymsla. Gúm skal ævinlega geyma í hæfilegum hita. Í miklum hita eða kulda springur gúm.

Gúm, leikföng. Ef geyma á leikföng úr gúmi, á að blása þau ofurlítið upp, áður en þeim er komið fyrir. Uppblásin halda þau betur laginu og rifna síður. Leikföngin endast betur, ef glýserín er borið á þau. Olía og fita skemma gúmí.

Gúm, mýkt. Ef munir úr gúmí eru orðnir harðir, eru þeir látnir í ammoníakvatn og nuddaðir, þar til þeir eru aftur orðnir sveigjanlegir. Þá er þeim brugðið yfir gufu og núnir, þar til þeir eru orðnir gljáandi.
Önnur aðferð við að mýkja hart gúm, er að dýfa því í veika glýserínblöndu fáar mínútur og vefja því síðan í þerriblað.

Handbók húsmæðra, 1000 húsráð eftir ýmsa höfunda. Reykjavík, [1951]. Bls. 71-72.

1 skilaboð:

  • Mér finnst full þörf á að endurútgefa þessa handbók, nú á þessum verstu tímum þar sem allt er úr plasti. Þar sem hins vegar engar eru húsmæðurnar lengur þyrfti sennilega að finna meira viðeigandi titil!

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða