Lesnir;

17.8.07

Meira gúm

Í dag heyrði ég á tal tveggja manna. Fyrst ræddu þeir gnasspiddnu. Sem sumir kalla „koddu-boltanum-frá-þér-með-fótunum-írródd“. Það var, í fullu samræmi við efnið, þunnur þrettándi. En þá tóku þeir upp léttara hjal. Áfengissala í Austurstræti, er umdeild. Vilhjálmur borgarstjóri vill hana burt. En þessir menn höfðu miklu betri lausn: Gúm. (sem þeir reyndar kölluðu gúmmí af ókunnum ástæðum). Gúmið vildu þeir móta í kylfuform og afhenda lögreglunni, m.a. til að hemja ofurölvi miðaldra húsmæður sem þeim fannst plaga miðbæjarlífið að næturlagi.


Af ofangreindum ummælum þessara manna má draga þennan lærdóm: íþrótt og gúm gera manninn ofbeldisfullan.


Að lokum legg ég til að lögreglunni verði færð að gjöf nokkur eintök handbókar húsmæðra svo gúmkylfurnar fái sæmilegt viðhald.

2 skilaboð:

  • Sjitt maður, ég sem ætlaði á menningarnótt.

    Sagði Blogger Palli, kl. 4:52 e.h.  

  • Gúm hef ég aldrei fyrr heyrt, en vel gúmm. Gúm minnir mig á hið ferlega nýyrði 'súm', sem ég hef séð haft um að zooma, hvernig svo sem menn vilja skrifa það.*)

    En að þessu íþróttapakki, er þetta ekki allt á einhverjum lyfjum?


    *) (Þá er aðdráttur (frádráttur?) og 'þysja' (að/inn : frá/út) kannski betra. „Skrambi er gott þys (þysj?) á þessari myndavél!“)

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða