Lesnir;

21.8.07

Bragur handa Heimi

Þessir Hollendingar!
Í tilefni af bráðlega lokinni dvöl félaga voss Heimis millum hollendskra, birti ég hér kvæði eptir Gunnar Pálsson prest o.fl. (sjá http://www.aknet.is/oskarutd/kirkja/prestar/hjh/gunphjh.htm) orkt (orkað?) einhvern tímann í gamla daga:

Ísland og Holland

Ef menn vildu Ísland
eins með fara og Holland,
held ég varla Holland
hálfu betra en Ísland.
Auðugt nóg er Ísland
af ýmsu, er vantar Holland.
Eða hví vill Holland
hjálpa sér við Ísland?

(Sigurður Nordal: Íslenzk lestrarbók. 4. prentun. Reykjavík, 1947. Bls. 13.)

Sei sei jú, mikil óskup.

Vermeer var hollenskur.

1 skilaboð:

  • Þetta er hverju orði sannara. Verslanir verðleggja hér íslenskan fisk hátt og lista hef ég séð uppihangandi þar sem fólki er ráðlagt að kaupa íslenskan fisk fremur en fisk af svæðum þar sem minna er af fiski. Hins vegar sá ég í verslunum á Íslandi, og það þykir mér aumt, að þær sóttu sér hollensk föng þar sem íslensk voru fyrir hendi, og betri. Má þar nefna jarðarber.
    Annars er margt og margt margbreytilegt í þessum litla stúf sem kemur upp í hugann. Mér þætti ljótt að sjá farið með Ísland eins og Holland, en hefði síra Gunnar nú bara séð þá landsómynd sem við nú búum við ... (það á reyndar áreiðanlega við hér jafn sem þar.)

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða