Alþjóðamál, mannasetningar og málleysur
Það hefur ekki farið framhjá neinum þeim rásurum sem venja hér komur sínar að ég hef nokkra tilhneigingu til þess að tjá mig um málfræði. Þessi pistill er engin undantekning þar á. Nú er svo komið að ég hef með meira forsi en áður — og offorsi jafnvel — stungist á kaf í og kaffærst í hringiðu fræða sem varða tungumál eins og okkar ástkæru, ylhýru íslensku. Undanfarið misseri hef ég numið málfræði hjá nafntoguðum fræðatröllum í Hollandi og kynnst umræðunni á ögn frábrugðinn hátt en áður.
Sú málfræði sem ég hef á fjórða ár verið að læra í Háskóla Íslands (og nú grunndigrar í Hollandi en áður) finnst mér vera á miklum villigötum. Í sinni grunnu mynd, eins og ég að mestu kynntist henni í fyrstu, virðist hún heilbrigð, athugul og fróm sýn á tungumál og eðli þeirra. Málfræðin, rakin að mestu til Nóams nokkurs Chomský og gjarnan kennd við hann, gefur sig út fyrir að skýra ýmis (og að „endingu“ líkast til öll) torskilin og miður torskilin atriði eða gefa færi á að skýra þau, að mestu eða öllu leyti óháð því tungumáli sem litið er til hverju sinni. Mikilvægt hér er sú algildishugsun sem felst í þessari hreyfingu, nefnilega sú að öll tungumál séu meira og minna eins.1
Þannig þarf sá sem rannsakar eitthvað í íslensku, og útskýrir það með þessa málfræði Chomskýs og félaga að vopni, að gera íslenskunni skil sem einnig getur átt við önnur tungumál. Þetta er mjög leiðinlegt skilyrði eins og gefur að skilja. Fræðimenn þurfa að lesa sér til um ýmis svipuð og ósvipuð atriði í öðrum málum, reyna að tengja þau, stundum með ruglingslegum og beinlínis villandi árangri (ef þeir tjá sig um tungumál sem þeir þekkja ekki sjálfir til), með alls kyns rangfærslum um hvað hægt er að segja og hvað ekki. Ef þetta fellur að kenningunum (e.t.v. með smávægilegum breytingum) og hægt er að heimfæra það á eitthvert heppilegt tískumál, er hægt að skrifa um það merkilega grein. Sennilega er greinin þó meira um kenningarnar sem slíkar fremur en fyrirbrigðin, enda þau kannski ekkert svo áhugaverð sem slík. Auðvitað eru svo endalausir rangalar ef litið er til tilbrigða í málinu, mállýskna, breytileika milli einstaklinga og „innan“ einstaklinga sem annað hvort er gert mikið úr (ef það fellur vel að fræðunum) eða hreinlega ekkert.
Og auðvitað eru þetta marklausir sleggjudómar án dæma. En um hvað snýst málfræði og hvert er markmið hennar — það er það sem ég velti sífellt fyrir mér; enn meira hér í Hollandi en heima.
Ef fræðin eru gagnrýnd fyrir að vera óhlutbundin og gefa í skyn ýmis furðulegheit í sambandi við það hvernig okkur finnst við tala og hugsa þá er eitt klassískt svar við þeim vangaveltum: „Þegar þú hugsar um tungumálið ertu fastur í þeirri hugmynd að tungumálið sé það eitt sem þú segir eða skrifar. Það er í sjálfu sér marklaust tal sem er ekki til annars brúklegt en að komast að raunverulegu eðli málsins. Það sem sem sagt máli skiptir er að komast að því hvernig sú vél sem skapar þetta tal virkar.“ Ef eitthvað virðist mjög flókið og óeðlilegt í því hvernig þessi búnaður virkar þá fáum við hins vegar það svar að það hvernig setning sé samsett í huganum og hún svo að lokum sögð sé auðvitað eitthvað líffræðilegt og tengist taugaboðum af ýmsum toga sem í sjálfu sér sé sér fræðigrein.
Þá er mér spurn; ef fræðigrein sem ætlar sér að útskýra flókin málfræðileg fyrirbæri starfar ekki á því sviði sem hugurinn að líkindum starfar, verður afraksturinn þá ekki bara tóm vitleysa? Þessari tegund af málfræði hefur enda verið líkt við krufningu líks. Ég sé þá tengingu gleggra og gleggra.
Og það er enn eitt. Sú ofuráhersla sem lögð er á hvað ekki er hægt að segja ætlar alveg að drekkja umræðunni. Í skrifum um slíkt „ótal“ er svo oft gerður greinarmunur á „alveg gjörsamlega snarvitlausum setningum“ (*), „mjög vitlausum setningum“ (?*), „talsvert vitlausum setningum“ (??) og „svolítið vitlausum setningum“ (?) svo eitthvað sé nefnt. Síðan er sagt að lengd setningar (eða málsgreinar) sé óendanleg, og gefið um það dæmi á borð við setninguna hér fyrir neðan. Hún er ekki „alveg gjörsamlega snarvitlaus“, af því að að forminu til er hún óaðfinnanleg:
Jón sagði að María hefði lesið að Gunnar hefði haldið því fram að Pétur teldi að María sem aldrei hefur haldið því fram að Garðar hefði séð að kötturinn sem elti músina sem Halla sá að hundurinn hafði verið að eltast við í fyrradag væri nú að gæða sér á ferskri mjólk úr kúnni sem Anna á Grund hélt að Páll hefði hellt niður þegar Ari féll niður úr trénu sem afi sinn hafði rétt nýlokið við að snyrta hafi étið síðasta fiskbitann í húsinu virtist kunna illa við sig í borginni elskaði sig.
Semsagt svona efnislega: Pétur telur sennilega að María elski sig.
Og í setningafræði er algengt að dregin séu upp tré af því hvernig setningar eru uppbyggðar. Miðað við hvernig tréð fyrir setninguna „Rignir?“ lítur út, held ég að mig langi ekkert til þess að sjá það tré sem væri teiknað fyrir setninguna hér að ofan.
Setning: Rignir?
Tré setningarinnar rignir?:2
TL
/ \
T'
/ \
T FsL
| / \
| Fs'
rignir? / \
Fs TíL
| / \
| Tí'
rignir? / \
Tí sL
| / \
| s'
rignir? / \
s SL
| / \
| |
rignir? S
|
|
rignir?
Þetta tré er enginn brandari. Hér er tré setningarinnar Rignir? teiknað í anda svokallaðrar naumhyggjustefnu[!] (e. Minimalist[!] Program, einkum byggt á skrifum Chomskýs frá 1995 og síðar) og gert ráð fyrir tvígildiskenningunni (e. X'-Theory), fjölritakenningunni (e. Copy Theory), klofnum beygingarlið (e. Split-IP Hypothesis) og sagnarskeljum (e. Verbal Shell). Þetta er mjög í ætt við það sem mér var kennt við Háskóla Íslands. Rökin fyrir þessari formgerð eru ýmis og margvísleg, og sannfærandi ef litið er til flóknari setninga og annarra tungumála. Spurningin er hins vegar hvort einhver ástæða sé til þess að gera ráð fyrir svona miklum strúktúr og hvað það á þá eiginlega að þýða!
1 Ég skal ekki segja hvað Þórbergi Þórðarsyni þætti um þessi fræði en ekki kæmi mér á óvart að hann hefði lúmskt gaman af þeirri stærðfræðilegu kerfishugsun sem einkenna þau. Hins vegar er ég handviss um að hann væri ekki hrifinn af því að segja öll mál eins, esperantó væri þá e.t.v. bara næsta gagnslaust.
2 Skýringar fyrir áhugasama:
TL = tengiliður
T = tenging (haus tengiliðar)
FsL = frumlagssamræmisliður
Fs = frumlagssamræmi (haus frumlagssamræmisliðar)
TíL = tíðarliður
Tí = tíð (haus tíðarliðar)
sL = fissagnarliður
s = fissögn (haus fissagnarliðar)
SL = sagnliður
S = sögn (haus sagnliðar)
Sú málfræði sem ég hef á fjórða ár verið að læra í Háskóla Íslands (og nú grunndigrar í Hollandi en áður) finnst mér vera á miklum villigötum. Í sinni grunnu mynd, eins og ég að mestu kynntist henni í fyrstu, virðist hún heilbrigð, athugul og fróm sýn á tungumál og eðli þeirra. Málfræðin, rakin að mestu til Nóams nokkurs Chomský og gjarnan kennd við hann, gefur sig út fyrir að skýra ýmis (og að „endingu“ líkast til öll) torskilin og miður torskilin atriði eða gefa færi á að skýra þau, að mestu eða öllu leyti óháð því tungumáli sem litið er til hverju sinni. Mikilvægt hér er sú algildishugsun sem felst í þessari hreyfingu, nefnilega sú að öll tungumál séu meira og minna eins.1
Þannig þarf sá sem rannsakar eitthvað í íslensku, og útskýrir það með þessa málfræði Chomskýs og félaga að vopni, að gera íslenskunni skil sem einnig getur átt við önnur tungumál. Þetta er mjög leiðinlegt skilyrði eins og gefur að skilja. Fræðimenn þurfa að lesa sér til um ýmis svipuð og ósvipuð atriði í öðrum málum, reyna að tengja þau, stundum með ruglingslegum og beinlínis villandi árangri (ef þeir tjá sig um tungumál sem þeir þekkja ekki sjálfir til), með alls kyns rangfærslum um hvað hægt er að segja og hvað ekki. Ef þetta fellur að kenningunum (e.t.v. með smávægilegum breytingum) og hægt er að heimfæra það á eitthvert heppilegt tískumál, er hægt að skrifa um það merkilega grein. Sennilega er greinin þó meira um kenningarnar sem slíkar fremur en fyrirbrigðin, enda þau kannski ekkert svo áhugaverð sem slík. Auðvitað eru svo endalausir rangalar ef litið er til tilbrigða í málinu, mállýskna, breytileika milli einstaklinga og „innan“ einstaklinga sem annað hvort er gert mikið úr (ef það fellur vel að fræðunum) eða hreinlega ekkert.
Og auðvitað eru þetta marklausir sleggjudómar án dæma. En um hvað snýst málfræði og hvert er markmið hennar — það er það sem ég velti sífellt fyrir mér; enn meira hér í Hollandi en heima.
Ef fræðin eru gagnrýnd fyrir að vera óhlutbundin og gefa í skyn ýmis furðulegheit í sambandi við það hvernig okkur finnst við tala og hugsa þá er eitt klassískt svar við þeim vangaveltum: „Þegar þú hugsar um tungumálið ertu fastur í þeirri hugmynd að tungumálið sé það eitt sem þú segir eða skrifar. Það er í sjálfu sér marklaust tal sem er ekki til annars brúklegt en að komast að raunverulegu eðli málsins. Það sem sem sagt máli skiptir er að komast að því hvernig sú vél sem skapar þetta tal virkar.“ Ef eitthvað virðist mjög flókið og óeðlilegt í því hvernig þessi búnaður virkar þá fáum við hins vegar það svar að það hvernig setning sé samsett í huganum og hún svo að lokum sögð sé auðvitað eitthvað líffræðilegt og tengist taugaboðum af ýmsum toga sem í sjálfu sér sé sér fræðigrein.
Þá er mér spurn; ef fræðigrein sem ætlar sér að útskýra flókin málfræðileg fyrirbæri starfar ekki á því sviði sem hugurinn að líkindum starfar, verður afraksturinn þá ekki bara tóm vitleysa? Þessari tegund af málfræði hefur enda verið líkt við krufningu líks. Ég sé þá tengingu gleggra og gleggra.
Og það er enn eitt. Sú ofuráhersla sem lögð er á hvað ekki er hægt að segja ætlar alveg að drekkja umræðunni. Í skrifum um slíkt „ótal“ er svo oft gerður greinarmunur á „alveg gjörsamlega snarvitlausum setningum“ (*), „mjög vitlausum setningum“ (?*), „talsvert vitlausum setningum“ (??) og „svolítið vitlausum setningum“ (?) svo eitthvað sé nefnt. Síðan er sagt að lengd setningar (eða málsgreinar) sé óendanleg, og gefið um það dæmi á borð við setninguna hér fyrir neðan. Hún er ekki „alveg gjörsamlega snarvitlaus“, af því að að forminu til er hún óaðfinnanleg:
Jón sagði að María hefði lesið að Gunnar hefði haldið því fram að Pétur teldi að María sem aldrei hefur haldið því fram að Garðar hefði séð að kötturinn sem elti músina sem Halla sá að hundurinn hafði verið að eltast við í fyrradag væri nú að gæða sér á ferskri mjólk úr kúnni sem Anna á Grund hélt að Páll hefði hellt niður þegar Ari féll niður úr trénu sem afi sinn hafði rétt nýlokið við að snyrta hafi étið síðasta fiskbitann í húsinu virtist kunna illa við sig í borginni elskaði sig.
Semsagt svona efnislega: Pétur telur sennilega að María elski sig.
Og í setningafræði er algengt að dregin séu upp tré af því hvernig setningar eru uppbyggðar. Miðað við hvernig tréð fyrir setninguna „Rignir?“ lítur út, held ég að mig langi ekkert til þess að sjá það tré sem væri teiknað fyrir setninguna hér að ofan.
Setning: Rignir?
Tré setningarinnar rignir?:2
TL
/ \
T'
/ \
T FsL
| / \
| Fs'
rignir? / \
Fs TíL
| / \
| Tí'
rignir? / \
Tí sL
| / \
| s'
rignir? / \
s SL
| / \
| |
rignir? S
|
|
rignir?
Þetta tré er enginn brandari. Hér er tré setningarinnar Rignir? teiknað í anda svokallaðrar naumhyggjustefnu[!] (e. Minimalist[!] Program, einkum byggt á skrifum Chomskýs frá 1995 og síðar) og gert ráð fyrir tvígildiskenningunni (e. X'-Theory), fjölritakenningunni (e. Copy Theory), klofnum beygingarlið (e. Split-IP Hypothesis) og sagnarskeljum (e. Verbal Shell). Þetta er mjög í ætt við það sem mér var kennt við Háskóla Íslands. Rökin fyrir þessari formgerð eru ýmis og margvísleg, og sannfærandi ef litið er til flóknari setninga og annarra tungumála. Spurningin er hins vegar hvort einhver ástæða sé til þess að gera ráð fyrir svona miklum strúktúr og hvað það á þá eiginlega að þýða!
1 Ég skal ekki segja hvað Þórbergi Þórðarsyni þætti um þessi fræði en ekki kæmi mér á óvart að hann hefði lúmskt gaman af þeirri stærðfræðilegu kerfishugsun sem einkenna þau. Hins vegar er ég handviss um að hann væri ekki hrifinn af því að segja öll mál eins, esperantó væri þá e.t.v. bara næsta gagnslaust.
2 Skýringar fyrir áhugasama:
TL = tengiliður
T = tenging (haus tengiliðar)
FsL = frumlagssamræmisliður
Fs = frumlagssamræmi (haus frumlagssamræmisliðar)
TíL = tíðarliður
Tí = tíð (haus tíðarliðar)
sL = fissagnarliður
s = fissögn (haus fissagnarliðar)
SL = sagnliður
S = sögn (haus sagnliðar)
4 skilaboð:
Í þessu samhengi vil ég rifja upp sannleik(?) sem mér var sagður eitt sinn: ,,Mál,,fræði" Chomskys er litinn hornauga af öllum málvísundum með sjálfsvirðingu nema nokkrum sérvitringum á Íslandi og Hollandi." Ég man ekki hvort fleiri (eða færri) staðir voru taldir upp.
Sem sagt: eltingaleikur við Chomsky er fásinna og ber af láta af slíkri tímasóun. Betra væri að stunda málfræði á skynsamlegum forsendum og finnist hinum únga málvísundi nauðsyn að elta eitthvurt ,,kenningakerfi" þá er betra að finna eitthvað til eltingar sem ekki er upp fundið af sérvitrum hobbýlíngvista og þjóðfélagsrýni.
Sagði Gunnar, kl. 9:41 e.h.
Afsakið stafsetningarvilluna sem ég rak augað í núna rétt í þessu, hún er tilkomin vegna breytingar sem ég gerði á setningunni (breytti um frumlag).
Sagði Gunnar, kl. 9:42 e.h.
Það er auðvitað algjört rugl að halda því fram að generatíf málfræði sé bara stunduð af e-m sérvitringum á Íslandi og Hollandi. Generatíf málfræði er stunduð af fræðimönnum út um allan heim og hefur skilað þeim árangri að við vitum miklu meira um tungumál heimsins en áður, ekki síst setningafræði og hljóðkerfisfræði.
Menn þurfa ekki annað en bera saman málfræði Björns Guðfinnsonar við nýju handbókina um íslenska setningafræði til að sjá hverju generatíf málfræði hefur skilað. En menn verða líka að gera greinarmun á heilu kenningakerfi og svo einstökum hugmyndum sem hafa verið settar fram innan þess kerfisins. Kostir generatífu málfæðinnar liggja nefnilega í því að þeir sem aðhyllast hana spyrja réttu spurninganna, en ekki því að þeir komi alltaf með réttu svörin.
Sagði Jóhannes, kl. 12:00 f.h.
Ég tek heilshugar undir það að málvísindin eru ríkari eftir hræringar undanfarinna áratuga og ég vil ekki gera lítið úr því. Sumt af því sem mér hefur verið kennt og/eða ég lesið finnst mér þó vera slík vitleysa að ég á varla til orð yfir það. Það á svo sem við um fleira. Spurningin er hvort vitleysan snúist um smáatriði eða grundvallaratriði, en um það er ég ekki alveg viss.
Ég er annars forvitinn að vita hvort fyrir okkur verður kynnt bestunarkenningin í HÍ, á hana er a.m.k. minnst í stuttum undirkafla í Íslenskri tungu. Um sumt er það kerfi með því allra óvitlausasta sem ég hef komist í tæri við, hvort sem það heitir nú setningafræði, merkingafræði eða hljóðfræði. En það er svo sem ekki-ekki generatíf málfræði heldur.
Sagði Heimir Freyr, kl. 5:00 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða