Lesnir;

1.4.07

Getraun VIII

Í landi Haga í Gnúpverjahreppi – hinum forna – er aftökuörnefni.

Sama örnefni er að finna víðar í sýslunni, t.d. ofarlega í fjörunni á milli Gamla-Hrauns og Litla-Hrauns.

Hvert er örnefnið og hvar í landi Haga er það?

5 skilaboð:

  • Ég giska á að þetta sé Gaukshöfði. Hann er staðsettur nokkru austar en bærinn Hagi og stendur á bökkum Þjórsár.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 8:21 f.h.  

  • Mér þykir þetta alþýðugisk mjög sennilegt og tek heilshugar undir það.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 8:27 f.h.  

  • Gizkið er gott - en rangt. Staðsetningin er þó rétt, þ.e. á bökkum Þjórsár. Hálft stig til Gísla. Það má velta því fyrir sér hvort þessi forni aftökustaður sé á leið undir vatn í fyrirsjáanlegri framtíð?

    Vísbending: Örnefnið ber í sér heiti aftökutækis.

    Það væri samt grand að nota Gaukshöfða til opinberra aftaka. Myndi laða að túrista.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 10:45 e.h.  

  • Á ég að trúa því að Skeiða-og-Gnúpverjar og aðrir sem hingað villast hafi þetta ekki?

    Þá gefst ég ogso upp og lýsi Gísla sigrara með hálft stig.

    Rétt svar er G á l g a k l e t t a r .

    Frá þeim er svo sagt:
    „Í landi Haga í Gnúpverjahreppi er eitt „aftökuörnefni.“ Í örnefnalýsingu jarðarinnar segir:
    „Neðan við [Tæpastíg], við Þjórsá, [er] Tæpastígssandur. Austur af sandinum eru Gálgaklettar, stakir klettar við Þjórsá.““[1]
    Einnig kemur fram að þeir eru oftast umflotnir vatni úr ánni.

    Það er skemmtilegt að Gálgaklettar finnist rétt fyrir neðan Litla-Hraun, viðeigandi jafnvel.

    ---
    [1] Páll Sigurðsson: Svipmyndir úr réttarsögu. Reykjavík, 1992. Bls. 245-246.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 6:12 e.h.  

  • Úbbs við gleymdum alveg að sýna þér þetta í grendarkynningunni! Þessir klettar eru um það bil 1 km austan við Þverá.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða