Lesnir;

13.10.06

Vér meðmælum ... allar?

Í gær, fimmtudaginn 12. október 2006, stóðu stúdínur og stúdentar við Háskóla Íslands fyrir meðmælum. Reyndar kom það hvergi fram á auglýsingum að bæði stúdínur og stúdentar ættu þarna hlut að máli, heldur bara stúdentar. Sem er skrýtið, því heróp meðmælanna var: „Vér meðmælum öll“. Ekki veit ég hver þessi öll voru, sannarlega ekki stúdentar, því þeir eru allir, enda karlkynsorð. Af þessu verður maður að draga aðra af tveimur ályktunum, að stúdínur hafi setið heima eða að íslenskunemar hafi ekki getað séð sér fært að mæta í meðmælin.

Menn (karlar og konur, enda er orðið maður líffræðilega kynlaust, þó það beri málfræðilegt kyn) verða að gera það upp við sig hvort þeir ætli að halda sig við málfræðilegt kyn orðanna, sem í þessu tilfelli stúdentanna myndi þá skrifast: „Vér meðmælum allir“, eða líffræðilegt, „Vér, stúdínur og stúdentar, meðmælum öll“. Að klessa báðum aðferðum saman í tilraun til sk. „jafnréttis“ er í besta falli klúðurslegt.

Persónulega finnst mér fallegra að halda mig við málfræðilega kynið, í stað þess að fara út í nákvæmar upptalningar á kyni þeirra er að málum koma. Ég spyr: hvaða femínisti skrifar í fullri einlægni undir það að betra sé fyrir jafnrétti í landinu að alltaf þurfi að taka fram: prófessorína/prófessor, forsetína/forseti, flugfreyja/flugfreyi(freyr)? Er ekki jafnréttið fólgið í því að steypa alla(!) í sama mót óháð kyni? Þess vegna er nauðsynlegt að átta sig á því að málfræðilega karlkynið er líffræðilega hlutlaust í íslensku.

2 skilaboð:

  • Þetta er mikil skömm. Enn meiri skömm þótti mér þó hegðun þessara meðmælenda(,) en mér fannst hún í hæsta máta hálfvitaleg. Ég er viss um að þetta hafi að mestum hluta verið kjánastúdentar úr vorum tveimur slæmstu skólum landsins.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 5:03 e.h.  

  • Thetta hafa verid trippi, hehe
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 4:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða