Getraun VI
Hvaða nytjaurt (yfirflokks og afbrigðis skal geta í svarinu) er svo lýst, í merkri grein í Búnaðarritinu (rétt og skilmerkileg tilvísun birtist er rétt svar fram kemur):
„Afbrigði þetta er allvíða um landið, einkum þó um allt Suðurlands undirlendið. [...] eru að lögun svipaðar þeim bleiku; >augun< og >naflinn< djúpur. En þær eru mun stærri og jafnan færri undir hverju grasi, venjulega frá 7-10. Þær liggja ekki mjög langt frá stönglunum og eru mjög fastar á taugunum.
Þar, sem þær vaxa í lausum eða sendnum jarðvegi, má oft taka í grasið og kippa því upp, með öllum [...] á. Þetta afbrigði er einnig mjög viðkvæmt hvað [...]sýki snertir, og er ekki heldur bráðþroska.“
„Afbrigði þetta er allvíða um landið, einkum þó um allt Suðurlands undirlendið. [...] eru að lögun svipaðar þeim bleiku; >augun< og >naflinn< djúpur. En þær eru mun stærri og jafnan færri undir hverju grasi, venjulega frá 7-10. Þær liggja ekki mjög langt frá stönglunum og eru mjög fastar á taugunum.
Þar, sem þær vaxa í lausum eða sendnum jarðvegi, má oft taka í grasið og kippa því upp, með öllum [...] á. Þetta afbrigði er einnig mjög viðkvæmt hvað [...]sýki snertir, og er ekki heldur bráðþroska.“
11 skilaboð:
Gizk mitt er, að hér sé ekki um að ræða hið „íslenska“ afbrigði kartaflna eður solanum tuberosum, sem gekk í mínu ungdæmi undir nafninu Helgur, en nefnast á flazku einkum rauðar kartöflur, heldur - betur samræmandist lýsingu yðvarri - gullauga.
Sagði Heimir Freyr, kl. 7:54 f.h.
Rangt - en heitur þó.
Sagði Gunnar, kl. 11:46 f.h.
Getur verið að þetta sé möndlukartafla?
Þykir það samt ólíklegt.
Ég ælaði að skjóta á gullauga en Heimir var á undan.
Sagði Nafnlaus, kl. 10:04 e.h.
Thad skyldi thou ekki vera Thykkvabaijarkartafla?
Palli
Sagði Nafnlaus, kl. 12:11 e.h.
Rétt svar er enn ekki komið fram.
Sagði Gunnar, kl. 12:41 e.h.
Ólafsrauður?
Sagði Heimir Freyr, kl. 9:44 e.h.
(en auðvitað er lýsingin frekar í ætt við hinar íslensku rauðu (fyrrnefndar Helgur))
Sagði Heimir Freyr, kl. 9:49 e.h.
Svigasvar Heimis er rétt - hér var spurt um Rauðar íslenzkar kartöflur. En þar sem þetta var innan sviga og hálft í hvoru eitthvað þá veit ég ekki hvort beri að verðlauna þetta eitthvað sérstaklega. En tilvitnaður texti er héðan:
Ragnar Ásgeirsson: Um kartöflur. Sérprentun úr 46. árg. Búnaðarritsins. Reykjavík 1932. Bls. 13.
Sagði Gunnar, kl. 2:09 e.h.
Þannig að í raun er mitt fyrsta gizk rétt, en mér refsast fyrir að brúka ekki staðlað mál!
Sagði Heimir Freyr, kl. 6:46 e.h.
Þú tókst, svo engum leyndist, fram í þínu fyrsta svari, að þú teldir að hér væri E K K I um ,,íslenskar" Helgu-rauðar kartöflur að ræða. Er þitt óstaðalaða mál þess kyns, að nei þýðir já og já þýðir nei?
Um kartöflur - til gagns og fróðleiks, hefst á þessum orðum: ,,Hvar sem komið er, á byggðu bóli, hér á Íslandi, þar sem jurtagarður er, þá má heita, undantekningarlítið, að aðaljurtirnar sem ræktaðar eru, séu kartöflur og gulrófur. Þó einkum kartöflur." (sama rit, bls. 1)
Sagði Gunnar, kl. 6:58 e.h.
Þetta voru leið mistök. Helgur eru víst enda frábrugðnar rauðum íslenskum kartöflum - naflinn er talsvert smærri.
Sagði Heimir Freyr, kl. 7:05 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða