Lesnir;

9.4.05

Varist áhlaupi póstmódernisma að sagnfræðinni

Í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið meðal íslenskra söguspekúlanta (m.a. hér) birti ég lítinn pistil til varnar hefðbundinni sagnfræði.
Það er gott að hefja svona greinar á tilvitnun og brúka sem útgangspunkt:

History, contrary to popular theories, is kings and dates and battles.

Hvað segja þessar vinsælu kenningar að sagan sé ef hún er ekki akkúrat þeir hlutir sem móta hana sem mest? Ef vitnað er í einn virkasta íslenska pómóistann þá segir hann „að fortíðin er ekki einhver fasti á formi upphaflegrar einingar sem hægt er að fanga og sagnfræðingar reyna að grafa upp með öllum tiltækum ráðum.“ Ég er hjartanlega ósammála þessari skilgreiningu. Fyrst skulum við líta á þann akur hvaðan sagan kemur, en það hlýtur að vera heimildaforðinn. Hann er takmarkaður við þau skjöl og fornminjar sem til eru frá þeim tíma sem í athugun er. Ef hinsvegar farið er að túlka t.d. einhvern atburð útfrá okkar tíma og kalla þá túlkun sannleik í dag en ósannindi á morgun; þá er það skáldskapur, ekki sagnfræði. Sagan, eins og við getum endurskapað hana, er eingöngu varðveitt í heimildunum og ef eyða er í þeim þá er það sagnfræðingsins að, útfrá þeim heimildum sem til eru, móta líklega kenningu sem stoppað gæti í það gat. En þetta gerir hann eingöngu að þeirri forsendu gefinni að það sé lesandandum fyllilega ljóst að hér sé um tilgátu að ræða en ekki skjalfestan vitnisburð eða samtímaheimild.
Póstmódernistar fullyrða að „[f]ortíðin sem slík hefur aldrei verið til en eftirmyndir hugmyndarinnar að fortíðinni lifa. Setjum upp einfalt dæmi. Einstaklingur A situr við borð og fyrir framan hann er tómt sælgætisbréf og hann sjálfur ataður súkkulaði um munn og hendur. Hefur þessi einstaklingur sem slíkur aldrei borðað súkkulaði og er bréfið og kámið eingöngu eftirmyndir hugmyndar um sælgætisát?
Þetta í sjálfu sér er voða skemmtilegur útúrsnúningur, en marklaus í sjálfu sér. Svona hugtakaæfingar eru gagnlegar til að stytta mönnum stundir í skammdegismyrkri en skila fræðunum í sjálfu sér engu. Því enn þarf að gefa heimildirnar út, og ekki allir hafa nennu til að eltast við úrelt hugtök sem enginn skilur. (Jú, póstmódernisminn er úreltur, ég skrifa kannski um það síðar)

16 skilaboð:

  • Gunnar, hvad raunverulega merkir „fasti aa formi upphaflegrar einingar"?
    Og afd Qllu leiti er jeg sammaala thvii ad poustmoudernismi sje uureltur.
    Palli

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 7:28 e.h.  

  • Aha! En póstmódernisminn er einmitt skilgreindur útfrá því að hann verður ekki úreltur! Sisona:

    x = úrelt => x != póstmódernismi

    En kommon. Á skalanum 1 - 10 þá er það að vitna í Terry Pratchett í upphafi pistils um sagnfræði svona sirka 8. Hm?

    Sagði Blogger Björninn, kl. 9:46 e.h.  

  • Páll: Ég held það þýði að ef eitthvað er við upphaf sinnar veru X, þá verður það ávallt X, en aldrei Y eins og pómóistar vilja meina.
    Björn: Dæmir það að rithöfundur segi eitthvað textann (sem allt jú er) sjálfkrafa ótæka sagnfræði? Þetta kvót súmmar líka mjög vel saman mínar meiningar í þessu tilgangslausa rifrildi, þó hann komi fram í skáldsögu (sem nb er skemmtilegur spéspegill á vestræna kirkjusögu).

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 11:55 e.h.  

  • Úbbs.. ég átti við að á póstmódernistaskalanum skoraði það 8 af 10 mögulegum. Það gerir pistlinginn allsekki að ótækri sagnfræði (er þetta annars sagnfræði? Ég veit eiginlega ekki hvað sagnfræði er) eða verri á nokkurn hátt. Ekki frekar en póstmódernisminn gerir yfirhöfuð.

    Sagði Blogger Björninn, kl. 11:06 e.h.  

  • En gerir það tilvitnuna ekki þeim mun pómóaðri að hún ræðst gegn fyrirbærinu?
    Líklega er það rétt hjá þér, þetta er alls ekki sagnfræði. Maður er bara orðinn svo heilaþveginn því sagnfræðingar tala ekki um annað. Svona er maður naív, að halda að ef einhver með einhverja gráðu segir eitthvað, þá falli það undir skilgreiningu gráðunnar.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:01 e.h.  

  • True dat.

    Sagði Blogger Björninn, kl. 8:12 e.h.  

  • Annars held ég að ekkert sé eins pomó einsog að segja að pomóinn sé dauður. Svo sá sem segir að pomóinn sé dauður er í rauninni pomó og er því þar með dauður......

    held að þetta sé ein megin dánarorsök fræðimanna í dag.

    Jón flog.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 11:00 f.h.  

  • Ef sá sem segir að pómóið sé dautt er þarmeð pómó, þá er pómóið ekki dautt og sá hinn sami getur lifað góðu lífi með sínu pómói...
    Þannig að rök þín falla dauð og ómerk!

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 7:50 e.h.  

  • Þetta er bara einsog í teiknimyndunum. Karakteranir geta hlaupið í lausu lofti þangað til að þeir muna eftir þyngarlögmálinu.

    Alveg eins ef sá sem segir að pómó sé dauður uppgvötar að það er pómó og er þar með dauður og uppgvötar þá að hann endaði sitt eigið líf


    Jón Örn FLOG

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:04 e.h.  

  • Hugtök lúta ekki lögmálum náttúrunnar, ef einhver (kjáni) heldur enn uppi pómóisma, er pómóið enn til, svo lengi sem merkjum þess sé haldið uppi á réttum forsendum.
    En: Ég vil meina að pómóið sé dautt, þú ekki Jón, en samt er ég að reyna að lífga það við en þú að kála því.
    Merkt.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:08 e.h.  

  • Nei því að það sem gerist að hann áttar sig á að með orðum sínum hefur hann dæmt sjálfan sig sem pómó og þar með deyr hann.

    Veistu ekkert?

    Ég hef sjálfur séð þetta gerast - þetta er vinsæl hópsjálvígsaðferð í erlendum háskólum.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:09 e.h.  

  • Náttúrúlögmálið er bara kenning.
    Kenning sem við höfum ómeðvitað sætt okkur við. Ég held að klár bókmenntafræðingur gæti sigrast á þyngdarlögmálinu með því að sannfæra sjálfan sig að það sé ekki til.

    Þess vegna deyr and-pómóistinn - því hann hefur játað að kenningar einsog náttúrulögmálið stjórni lífi sínu.

    Jón FLOG

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:15 e.h.  

  • Með sömu rökum og þú beitir hér Jón, ættu allir marx-, sósíal- og kommúnistar að detta niður dauðir hér og nú.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:30 e.h.  

  • Gunnar - hvað hefur verið að gera á seinustu árum?

    Jón Ööööö....r.....g...........

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:31 e.h.  

  • Akkúrat!
    Ergo, rök þín eru fávitzka!

    En ég hef nú horfið af þeim grýtta vegi.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 12:58 e.h.  

  • Úff, afsakið þessa ljótu villu í síðasta innleggi mínu, þar átti annað hvort að standa:
    fávitska
    eða
    fávizka.
    En alls ekki hvort tveggja í senn.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 2:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða