Lesnir;

6.1.05

Heimspekideild - Hugvísindadeild

Nú rétt í þessu barst mér til augna sú fregn að nafni heimspekideildar hefur verið breytt í hugvísindadeild. Það er vel að mínu mati og er í rauninni löngu tímabært. Landlægt hefur verið að rugla saman heimspekideild og heimspekiskor, og margt annað en heimspeki er kennt í hugvísindadeildinni. Það eina sem réttlætt gæti gamla nafnið væri phílan sem sameiginleg er öllum þeim sem stunda nám við deildina, en nýja nafnið er miklu lógískara. Það væri kannski ráð á þessum tímamótum að stilla rhetóríkinni upp við hliðina á phílunni sem skildugrein?
Áhugasömum bendi ég á þessa grein Önnu Agnarsdóttur sagnfræðings.

7 skilaboð:

  • Ég er öldungis ósammála; þetta eru sorgartíðindi og jaðra við að vera íslenzkur viðburður (événement) innan heimspekilegrar orðræðu. Tungumálið hefur verið klofið. Ráðizt hefur verið á vor æðstu gildi, að þeim veitzt og þau opinberlega smánuð frammi fyrir alþjóð. Vísindi. Hugur. Þessi orð! Hvaða erindi eiga þessi orð í vora fræðaumræðu? Vísindin eru reiknanleg og rökleg og þar rúmast ekki hið huglæga sem slíkt. Því þarf að finna rökræn nöfn. Það þarf að skilja og skýra á vísindalegan hátt. Finna undantekningarlaus lögmál og skýra frávik á lögmálskenndan hátt.

    Hugvísindi. Þið hljótið að sjá það sjálf: þetta er uppnefni! Það er verið að atyrða okkur! Raunvísindaelítunni hefur tekizt að hvolfsnúa okkar sameinaða fræðasviði. Hvað varð um spekina? Hvaða erindi eiga vísindi í bókmenntaumræðu? Þetta reyndu formfestustefnurnar gömlu án mikils árangurs. Hvaða erindi á slík hugsun inn í tungumálanám? Íslenzk hljóðvörp?

    Vér látum hrafna og hrægamma ekki augnplokka oss. Vér látum ekki nauðbeygja oss til fylgni þessum ræflum - hugsjónir vorar mun einfaldlega bláskarða og hugmyndirnar aflitast. Afurðir vorar munu bera keim rotnandi og óhaggandi afstæðs sannleiks sem munu ekki þjóna öðrum tilgangi en þeim, að framleiða fleiri einstaklinga sem líta á veröldina eins og óleyst reiknisdæmi, alda upp í þeirri rúmfræðilegu trú að þeir fæðist til þessa lífs sem óskrifuð reiknisbók. :-)

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:06 e.h.  

  • Sjáið bara hve fræðin eru orðin steingeld, spjallanna er meira að segja farið að verða vart í máli þessa fólks:
    ---
    Á  fundi deildarráðs þann 19. apríl 2002 benti hún m.a. á að hlutverk heimspekideildar hafi breyst, að heimspekiskor veldi stundum ruglingi við heimspekideild og eftir að Hugvísindastofnun var komið á laggirnar í heimspekideild mundi heiti stofnunarinnar kallast betur á í hugum manna við hugtakið hugvísindadeild en við hugtakið heimspekideild.
    ---

    Það er verið að heilaþvo ykkur! Hér hefur penninn laumað inn arfavitlausri beygingarmynd til þess að nauðga upp á ykkur mállegum grundvallareiningum stærðfræðilegrar orðræðu.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 11:17 e.h.  

  • Haha, ég var einmitt að pæla í þessu, skildi ekkert í því af hverju ég fékk bréf frá hugvísindadeild, ég er ekkert í hugvísindadeild.

    Ég vil vera áfram í heimspekideild, þó það valdi oft ruglingi. Finnst að það ætti ekki að breyta þessu.

    Sagði Blogger Regnhlif, kl. 10:44 f.h.  

  • Ég kunni mjög vel við nafnið "Heimspekideild" jafnvel þótt það hefði valdið ofurlitlum misskilningi hjá sumum, en það leiðréttist strax og ég nefndi íslenskuskor. Vissulega eru vísindalegar hliðar á námi við heimspekideild, og þar hefur til nokkurs tíma verið skor sem ber heitið: "Bókmenntafræði- og málvísindaskor".

    En sjáið þessa "flóru" sem við höfum nú innan "hugvísindadeildar". Listfræði = hugvísindi? Heimspeki = hugvísindi? Almenn trúarbragðafræði = hugvísindi? (mér finnst það reyndar svolítið kúl - hvernig væri að flytja guðfræðideildina inn í hugvísindadeild?):

    Íslenska
    Almenn bókmenntafræði
    Menningarfræði - aukagrein (30e)
    Íslenska fyrir erlenda stúdenta
    Þýðingafræði - aukagrein (30e)
    Ritlist - aukagrein (30e)
    Almenn málvísindi
    Hagnýt íslenska
    Listfræði
    Táknmálsfræði
    Fornleifafræði
    Enska
    Hagnýt enska
    Danska
    Finnska
    Norska
    Ítalska
    Sænska
    Franska
    Þýska
    Spænska
    Japanskt mál og menning - aukagrein (30e)     
    Gríska
    Hagnýt danska
    Latína
    Hagnýt þýska
    Hagnýt franska
    Hagnýt ítalska
    Almenn trúarbragðafræði - aukagrein (30e)
    Hagnýt spænska
    Kynjafræði - aukagrein (30e)
    Heimspeki
    Miðaldafræði - aukagrein (30e)

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 1:45 e.h.  

  • Það hefur nú verið á prjónunum á meðal þeirra sem engu ráða að innlima guðfræðideildina inní bókmenntafræðiskor. Gefa þeim bara nokkra kúrsa til að dunda sér í, jafnvel sína eigin línu.. En það er alger óþarfi að þetta lið taki yfir sig heila deild. Bókmenntafræði er bókmenntafræði, hvort sem þú ert að lesa eina bók eða margar. Og svo er þetta jú allt texti, mikil ósköp.

    Þetta er bara tímaspursmál. Sei sei.
    Já, og ég er mikið sáttur við þessa breytingu.. Ég frétti af því að þetta væri í vændum einhverntíman í haust en hélt að nafnbreytingin yrði ekki fyrr en með næsta skólaári. Það er greinilega ekkert hálfkák á þessu liði.

    Sagði Blogger Björninn, kl. 4:16 e.h.  

  • Óháð skoðunum fólks á nýja nafninu má svosum minna á að Gunnar Dal hefur oft og í mörg ár bent á að heimspeki er óttalegt ónefni á því sem nefnist phílósófía á erlendum málum. Íslenska heitið ber það með sér að vera grobbið og yfirlætislegt, speki alls heimsins, meðan það gríska er auðmjúkt og undirgefið, þ.e. þeir sem elska og eltast við viskuna (lit. viskugyðjuna Soffíu).

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 5:16 e.h.  

  • Og svo vantar öll alvöru hugvísndin innan í þennan hóp, þ.e.a.s félagsvísindin einsog félagfræðina. Þetta nafn er því til skammar.

    Jón fyrir félagsfræði og eitthvað álika gott.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 8:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða