Lesnir;

6.12.04

Er þetta lokaspurning?

Þegar ég var tólf ára las ég í skólablaði stutta sögu. Hún var á þessa leið:
Stærðfræðibrjálæðingurinn steig uppí strætisvagn, og sagði við farþegana: „Ha! Nú heilda ég ykkur öll – Og svo diffra ég ykkur! Bwaahahaaa” Mikill óhugur kom á fólkið. Þá sagði Gísli stærðfræðikennari: „Beep, ef maður heildar, og diffrar síðan aftur, þá kemur sama útkoman.”
Já, þetta var nú ómerkileg saga. Samt má leggja dálítið út af henni.
Hún er í sem styztu máli um dreng sem ætlar að heilda og diffra (heildun er þýðing á e. integral, áður þýtt tegrun, diffrun heitir núna deildun, eða afleiða) þ.e. hann vill beita fallrænum aðferðum við hluti, n.t.t. fólk í strætisvagni.

Það er vel þekkt stef, að beita óhlutbundnum aðferðum á hlutbundna hluti. Til dæmis getur Heimir orðræðugreint fólk. Margir guðfræðingar hafa líka reynt að leggja saman heiminn, margfalda hann, eða deila honum upp í heilaga þrenningu. Sumir sjálfmenntaðir áhugamenn um náttúruna hafa jafnvel ætlað að reikna þróun heimsins út. En það er ógerlegt samkvæmt skammtakenningunni.
---
Ég er því stoltur af því að kynna hér enn eina aðferðina: smættun. Þetta er vissulega ekki ný aðferð, en mér hefur tekist að smíða úr henni skemmtilega aðferð við að komast að endimörkum tilverunnar.
Segjum sem svo, að maður beri upp spurningu, sem hljóðar svo: A? Svarið er B. Þá má halda áfram: B? Og svarið verður C, o.s.frv. Þetta er einfalt. Í vísindum er þetta notað, t.a.m. þegar menn spurðu sig í árdaga hvað ylli hinum undarlegu eiginleikum rafs. Og loks fundu menn svarið: rafhleðsluna. Þá spurðu menn náttúrulega hvað rafhleðsla væri, o.s.frv. Það magnaða við þessa aðferð er að allt þetta endar á einhverju loka-svari. Enn sem komið erum við á strengja-stiginu. (Þ.e. strengirnir innan í kvörkunum. Öreindir eru síðan úr kvörkum.) Ef til vill mun okkur auðnast í framtíðinni að búa til eitthvert loka-svar, þar sem allt er samanþætt; strengirnir, óvissulögmálið, Henderson-Hasselbalch og Nernst. En á meðan Evrópusambandinu er stjórnað af Ítölum gerist það ekki.
Þá komum við að smættuninni. Ef við snúum [A? B – B? C] ferlinu við, fáum við þetta: [Svar C – hvaða spurning gefur svarið C(?) – B?, hvaða svar leiðir af sér spurninguna B?(?) - B – o.s.frv.]
Samkvæmt kenningum mínum, ( sem eru svo nýjar að þær eru ekki finnanlegar á google), þá á þetta smættunarferli svara og spurninga að leiða mann að einni loka-spurningu.

Ég tel að sú spurning sé engu minna verð hinu mikla lokasvari.

12 skilaboð:

  • Já þetta var nú brandari sem ég skrifaði í blaðið, leikstjóri í verkinu Gúmí Tarsan (sem Sævar lék í) sagði okkur Sævair hann og ég staðfærði hann og notaði nöfnin Gísli og Gunnþór ef ég man rétt.

    Blaðið hét Tvíbreitt hjónarúm ef ég man líka rétt.

    Jón Örn.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:16 f.h.  

  • Já, skemmtilegt. Spratt þetta nokkuð upp úr sunnudagssamræðunum okkar? En - hm - ég man bara ekkert eftir þessu blaði.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 12:05 e.h.  

  • Sem félagsfræðinemi ætla ég að þýða raunvsíndarræðu Sævars.

    Það eru til mörg svör. Svarið er ekki takmarkið heldur sú að finna lausn á vanda. Að finna spurningu útfrá svari er ekki hentug leið því að spurningin getur verið gagnslaus.

    En að ná að svara spurningu er fullkomnun, þar höfum við leyst einn vanda en fáum þannig kannski einnig aðra spurningu.

    Dæmi frá fyrri tímum:

    Af hverju erum við á jörðinni?
    Því guð skapaði okkur

    Af hverju skapaði hann okkur?
    Til að fullkomna sköpunarverk sitt.

    Af hverju skapaði hann jörðina?
    Af því að hann gat það

    Af hverju gat hann það?
    Því hann er almáttugur

    Af hverju er hann almáttugur?
    Af því að hann er guð

    Af hverju er hann guð?
    Því hann er almátugur

    __
    (spurningar kominn í hring og því nauðsynlegt að spurja nýrrar spurningar)

    Hvernig varð Guð almáttugur?
    Veit ekki

    (ekkert svar og því nauðsynlegt að finna aðra spurningu)

    Skapaði einnhver guð?
    Nei

    Ef enginn skapaði guð, getur ekki verið að enginn hafi skapað okkur?
    Jú rétt Jón ég er hættur að fara í kirkju

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 2:07 e.h.  

  • Jón: ég skildi Sævar betur.
    Sævar: er það ekki: ,,hvað er 6 x 9"? (skv. Restaurant at the end of the universe ef ég man rétt)
    Þó að 6x9 sé 54 er það samt 42, í base 13, hvað sem það nú þýðir.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 6:32 e.h.  

  • Gunnar: Þér eruð bara tilgerðarlegir afturhaldssnobbari.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 7:20 e.h.  

  • Jón: Vér kjósum að vera ósammála.

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 7:26 e.h.  

  • Nei..... Palli Gussi og Sævar hafa allir rangt fyrir sér.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 9:07 e.h.  

  • og Páll, skóaldsögur eru birtingarform sannleikans, annað en þessar bévítans skáldsögur. Og ég er ekki í minnihlutahóp! Það má merkja á því að nýlega hélt DV könnun á því hver væri kynþokkafyllsti poppari landsins og söngvarinn í Jagúar, Samúel held ég hann heiti, var kosinn. Hann er fúlskeggjaður (ekki eins og ég, en samt)...

    Sagði Blogger Gunnar, kl. 1:21 e.h.  

  • Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 2:49 e.h.  

  • Það er fyrir löngu síðan búið að sanna það að bíblian - allavegana nýja testamentið, er kjaftæði Bruno Bauer sannaði það fyrir löngu síðan en eitthvað urðu prófessorar háskólans ósáttir og ráku hann - enda höfðu þeir allir þessa bók á náttborðum sínum.

    Og skegg? Einu komment sem ég hef fengið þegar ég hef verið með skegg (sem er oftar en margur ætlar er t.d. núna með prófskeggling) eru setningar einsog:
    ,,Kanntu ekki að raka þig?''
    ,,Bíddu vá hvernig ætli þú sért undir höndunum, ósnyrtilegi perri þinn!!''
    ,,Vá bíddu ertu að fara leika í klámmynd?''
    ,,ohh já þú ert svo skítugur komdu skítugi strákur''
    ,,Haaa ertu ekki of gamall til að vera hér?''
    ,,Bíddu vá Che Guevara mættur!''
    ,,hey get over it the seventies are gone!''
    ,,Af hverju krullarðu ekki skeggið þitt?''
    ,,bídddu hvaða fashion magazines ert þú með Jón, this is not cool''

    og svo má ekki gleyma littla frænda mínum sem kunni ekki að tala þá nema nokkur orð en hann sagði:
    ,,GRÁT GRÁT GRÁT MAMMA GRÁT GRÁT GRÁT'''

    og jú svo hef ég líka fengið frá fullum konum (tek fram að ég nota ekki orðið stelpa''

    ,,grrr... þú ert svo karlmannlegur'' (með rosalegri vískirödd, og reykingar tóni)

    og svo lemja þær mig enda rauðsokkur sem hata karlmenn.

    Takk fyrir


    Jón Örn Arnarson

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 2:54 e.h.  

  • Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 2:54 e.h.  

  • Nohh er ritskoðun í gangi? :)

    Nei ég bað Heimsa um að eyða þessu þar sem þetta kom tvisvar inn...

    Jón Örn Arnarson

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða