Lesnir;

12.12.04

[?-!]: Undirstöður og takmarkanir

Á leikskóla lærði ég margt sniðugt. Og margt af því sem ég meðtók þar hefur fylgt mér alla tíð. Einnig átti leikskólinn eflaust stóran þátt í því að þroska með mér ýmislegt sem hefur komið að notum síðarmeir, m.a. samskynjun forms, lita og hugtaka, sem gerði það að verkum að þó að fóstrurnar segðu mér að Guð væri gamall með gríðarsítt skegg, þá fannst mér hann í rauninni alltaf ljósblár, í laginu einsog Finnland. Einnig lærðum við um andheiti. Samheiti komu ekki fyrr en í 5. bekk grunnskóla. En ég hef síðar á lífsleiðinni oft rekið mig á það, að það eru til fleiri andheiti sófa en bara stóll. Eins er með spurningar og svör.
Nokkrar athugasemdir voru réttilega gerðar við reifun mína á spurningum og svörum, sumar raunvísindalegar, aðrar félagsvísindalegar. Ég tek því afstöðu til þeirra hér.
Sævar gerir ráð fyrir því að Alheimurinn sé samsettur úr óendanlega smáum einingum. Þannig megi segja að framkvæmd aðferðarainnar [...C¿←C←B¿←B←A¿←A...] (sem er andstæða [...A?→B→B?→C→C?...]) stefni á óendanlegan tíma.
Þetta tel ég í grundvallaratriðum rangt, því að, 1) heimurinn er ekki gerður úr óendanlega smáum einingum, heldur má hugsa sér þá minnstu sem 1, og allar aðrar sem R+∙1, sjálfstæðar, eða byggðar úr öðrum. Og 2): Svör-spurningaraðferðin á ekki sérstaklega við um einingar alheimsins, heldur er hún óhlutbundin aðferð (sbr. heildunar-diffrunarbrandarann) sem fæst við innsta eðli hans.
Sævar bendir einnig réttilega á að ef gert er ráð fyrir því að rétt svar sé í raun 42, þá sé óumflýjanlegt að sá hinn sami og leitaði svarsins verði ekki ánægður og vilji nýtt svar, þar sem svarið segi í raun ekki neitt.
Þessi röksemdafærsla gengur hinsvegar út frá því að lokasvar með aðferðinni [...A?→B→B?→C→C?...] sé 42, en á því eru afar hverfandi líkur.
Jón heldur því fram 1) að það séu til mörg svör, svarið sé ekki takmarkið heldur það að finna lausn á vanda. 2) Að finna spurningu útfrá svari sé auk þess ekki hentug leið því að spurningin geti verið gagnslaus.
Þetta er rétt 1), svar er í sjálfu sér ekki takmark, en allar lausnir eiga það hinsvegar sameiginlegt að vera svör. Þessvegna leitum við svara.
Hvað varðar hina staðhæfinguna 2), þá er það jafn gagnslaust að fara afturábak og áfram, ef maður er ekki á rétta veginum. En ég tel að sé maður á veginum, þá skipti ekki máli hvort maður bakkar að upphafspunkti leiðarinnar eða ekur beint að endastöðinni, það hlýtur að hvorttveggja að vera jafn erfitt ef maður fer útaf.
Í hnotskurn liggur þetta þannig: Smættun á alheimi með spurningum og svörum liggur hvorki frá hinu stóra til þess smáa, né frá hinu smáa til þess stóra. Smættun með spurningum og svörum fæst ekki við hluti, heldur hugtök.

Svars-spurningaraðferðin er ekki nothæf nema svör og spurningar eigi sér upphaf og endi.

En að lokum þá velti ég því fyrir mér hvort það sé ef til vill ekkert lokasvar, og engin lokaspurning, eða jafnvel, að það séu fleiri en eitt lokasvar og lokaspurning.
Ég tel einlæglega að lokasvörin og lokaspurningarnar séu hvor um sig 42.
Framvegis byggi ég átrúnað minn á því að guð og alheimurinn sé 42-einn.

1 skilaboð:

  • Það er eitt við þessi skrif - og ég vil þakka alveg sérstaklega fyrir það - að þau flæða einhvern veginn um heilasellurnar í mér, umvefja þær vímukenndum en jákvæðum geðhrifum og jaðarrómantíkurhjúp sem hefur svipuð áhrif og fyrsti kaffisopi morgunsins. Já, þau örva og endurnæra, og þetta er næstum sama kæruleysislega en einbeitta geðró og sumar bækur Halldórs Laxness hafa veitt mér.

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða