Lesnir;

29.11.04

Menn í árdaga

Í kvöld sá ég fallegan, franskan þátt í sjónvarpinu um samskipti áa núverandi eina mannkyns, og Neanderdalsmannsins. Þetta var fagurlega leikið; Neanderdælingarnir töluðu eitthvað sem líktist ótrúlega mikið þýzku, og girntust mjög hinar fagurleggjuðu konur manna. Mannkonurnar litu svo út einsog paradísarfuglar, með hné og kálfa einsog Laxness hefði lýst þeim. Og þær klæddust stuttum pilsum og toppum, einsog þeim sem ég á eftir að skrifa um í verðlaunabókum mínum í framtíðinni, með munúðarfullum hætti.
Í þættinum var einnig sagt að margt í menningu okkar hefðum við frá Neanderdalsmanninum, þó svo að tegundir okkar hafi ekki getað blandað blóði. Sem dæmi var nefnd trú, og greftrunarsiðir.
Er það ekki yndislegt að við skulum enn þann dag í dag minnast menningar frænda okkar með því að stunda trúarbrögð af kappi? Jafnvel einföldustu jóla- og páskahátíðir trúleysingja bera frændaást okkar fagurt vitni.
En þá má spyrja enn. Hvað höfum við fleira frá Neanderdalsmanninum? Hvað höfum við frá Cro-Magnonmanninum, og hvað frá Flóresmanninum? Voru þeir ef til vill alltof heimskir til þess að við gætum nokkuð skemmtilegt lært af þeim?
Og hvað með tungumálin? Ég velti því fyrir mér hvort einhverra áhrifa frá Neanderdalsmanninum gæti í tungumálum okkar. Ef hann dó út fyrir 40.000 árum, og var talandi, einsog við, og átti samskipti við okkur, þá ætti að hafa orðið samgangur á milli tungumála, einsog annara menningarþátta.
---
Af öllu þessu hugsuðu, hef ég smíðað tvær litlar og snotrar tilgátur. 1. Hún er í grófum dráttum sú að hljóðið [n] sé komið frá Neanderdalsmönnum. 2. Það að sjúga upp í nefið er komið frá Cro-Magnonmanninum.

2 skilaboð:

  • Ég á eftir að horfa á þetta ævintýri en því verður kippt í liðinn fljótlega. Mér þótti hins vegar ákaflega vænt um að þulurinn (kynnirinn) skyldi segja að maðurinn hefði "orðið til"!

    Sagði Blogger Heimir Freyr, kl. 8:56 e.h.  

  • Mér fannst líka, sem sannkristnum manni, afskaplega vænt um að þeir nefndu ekkert um hvernig jörðin væri í laginu, því jú hin heilaga ritning boðar beint og óbeint að jörðin sé flöt. Og einnig fannst mér væntum að þeir væru ekki með neitt rugl um að sólin væri miðpunktur alls, leiðast slíkir fúskarar.

    Fannst líka fallegt að ekki var talað um það að frummaðurinn hefði stundað aðra óguðlegar kynlífsstellingar til fjölgunar en sú sem drottinn vor leyfir. En mér fannst alveg vanta að nefna það að fyrsti maðurinn hafi verið hvítur!!!!! ÞETTA vita þeir sem lesa biblíuna!

    En auðvitað er Neanderdalsmaðurinn bull, við fæddumst alsköpuð í jakkafötum með stresstösku. Jesús var krossfestur með skakkt bindi og svita í handakrikunum. Slátarar hans voru í Armani, hann í ódyru hagkaupsdressi.

    Suss!!! Svo var þessi þáttur auðvitað franskur, þjóð sem eru þekktir guðlastarar alveg síðan Napelon krýndi sig sjálfur helvískur.

    ___

    En öllu gríni sleppt, um Flóresmann og hvað eina... hvenær verður gerður þáttur um ekta Flóamann?

    Ég vil að það verði gert strax og einnhver mannfræðingur rannsaki Palla.

    __

    En án gríns, djöfull eru þið latir að blogga? Palli er sá eini sem sýnir einnhvern metnað

    __

    Jón Örn

    Sagði Anonymous Nafnlaus, kl. 12:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Forsíða