Víntegundarímur, annar hluti.
-stuðlafall, samrímað, síðaukrímað-
Vesturbæjar vín-húsmæður óðum
kætast er ég gegnan óð
aftur hef af megnum móð.
Konjakið er kverkaskítsins meðal
eykur kapp við störf og streð,
styrkir lund og örvar geð.
Þó er rétt að rekja það í máli:
konjak búka- kveikir -bál
kneifi maður veikur skál.
-stuðlafall, frárímað-
Kæru vinir, koníakið brennir;
lifur, þarmar, lungu, bris
leggja af við svoddan slys.
Ég þess vegna veiti hér af brunni:
konjaki í skegg og skör
skenkið ávalt þyrstum bör.
Vesturbæjar vín-húsmæður óðum
kætast er ég gegnan óð
aftur hef af megnum móð.
Konjakið er kverkaskítsins meðal
eykur kapp við störf og streð,
styrkir lund og örvar geð.
Þó er rétt að rekja það í máli:
konjak búka- kveikir -bál
kneifi maður veikur skál.
-stuðlafall, frárímað-
Kæru vinir, koníakið brennir;
lifur, þarmar, lungu, bris
leggja af við svoddan slys.
Ég þess vegna veiti hér af brunni:
konjaki í skegg og skör
skenkið ávalt þyrstum bör.
1 skilaboð:
Hvernig ber að túlka kenninguna: „Vesturbæjar vín-húsmæður“?
Fleirtalan ruglar, nema hér sé enn grófari níð á ferðinni en ég í fyrstu hugði.
Vil minna á alls ótengdan atburð. Þangbrandur heitinn vann það frægðarverk að fella tvo, ef ekki þrjá, menn er níddu hann þegar hann var hér á ferð.
Sagði Gunnar, kl. 9:31 e.h.
Skrifa ummæli
<< Forsíða